Vikan


Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 5

Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 5
iólagjaíir bál hingað og þangað og er það vel. Skipin á höfninni flauta til að heilsa nýja árinu o. s. frv. En mér finnst eitt vanta tilfinnanlega. Reyk j avíkurbær ætti að verja einhverri fjárhæð á hverju gamla- árskvöldi til þess að hafa skraut- lega og skipulagða flugeldasýningu fyrir bæjarbúa á einhverju opnu svæði innan bæjarlandsins þar sem allir geta komið saman stutta stund, hlustað á músík i hátölurum, horft á brennu, skotið sínum vasarakett- um sjálfir, vætt tunguna með vasa- pela ef þeir vilja og skemmt sér og fjölskyldunni konunglega í smá- stund einu sinni á ári — á kostn- að bæjarins. Varla trúi ég að þetta þyrfti að kosta gífurlega peninga, kannski eins og 50 þúsund krónur í mesta lagi, og vafalaust mætti fá hluta af því aftur með því að selja að- gangseyri vægu verði. Þá yrði að hugsa um þetta í tíma, og fá hing- að erlendan sérfræðing, sem vanur er að setja slíkar sýningar á svið, og hafa þetta með glæsibrag. Þetta yrði líka til þess að draga fólkið úr bænum á þessu kvöldi, og hópa því saman þar sem hægt er að hafa eftirlit með því og skemmta öllum. Þessari tillögu vil ég endilega koma á framfæri hið fyrsta. Publicus. TILLITSLEYSI. Ég var inni í búð um daginn og beið eftir afgreiðslu, þegar maður kom og sagðist bara ætla að fá einn pakka af sígarettum. Hann fékk afgreiðslu strax. Svo kom kona og sagðist ætla að fá smjörstykki. Hún var líka afgreidd. Ég beið á meðan og fannst í sjálfu sér allt í lagi með þetta, en svo komu fleiri og fleiri og alltaf beið ég á meðan þeir voru afgreiddir, þangað til ég tók loks í mig kjark eftir um hálf- tíma og sagði að ég væri næst. Þá litu allir á mig eins og ég væri ein- hver frekjudós, en samt fékk ég af- greiðslu. Hvernig stendur nú á því Póstur minn, að það er gengið svona fram- hjá manni þótt maður sé ekki nema 12 ára gömul? Lóa. það hefur svo fáa, sem það getur níðzt á, svo fáa, sem því eru minnimáttar — þess vegna liggur beinast við að níðast á börnum og óframfærnum unglingum. Við skulum þess vegna ekkert vera að vonzkast út í þetta veslings fólk — það á svo bágt; það er svo skelfing, skelfing lítið og ómerki- legt. Við skulum bara vorkenna þessu fólki. Þú mátt samt ekki hætta að halda fast við þinn rétt. Þú átt fullkominn rétt á þinni af- greiðslu, þegar röðin kemur að þér, og þú skalt bara láta þá heyura það, sem reyna að troð- ast á undan þér — og láttu þig nú ekki! DÓNASKAPUR... Kæri Póstur! Ég á heima fyrir austan fjall, og ég og maðurinn minn eru í sæmi- legum efnum, og þó ég vilji ekki spandera allt of miklu á sjálfa mig fæ ég mér alltaf dálítið af nýjum fötum á svona 2ja 3ja ára fresti og held alltaf fötunum mínum hrein- um og þokkalegum. En um daginn ætlaði ég að fá svolítið af nýjum fötum og nýjan hatt fyrir sunnan, ég fór inn í hattabúð en afgreiðslu- stúlkan mátti helzt ekki vera að því að afgreiða mig, svo ég tók þann sem mér leizt vel á og lá á borð- inu og fór að máta hann, en þá sagði stúlkan. ,,Ég hugsa að þetta sé of dýrt fyrir yður.“ Ég varð svo vond að ég fleygði hattinum á gólfið og strunzaði út, en síðan hef ég verið að hugsa um, hvort ég hafi kannski verið of dónaleg að fleygja hattinum í gólfið, en viltu segja mér: var það ekki allt í lagi, af því hún var dónaleg fyrst? 3ja barna móðir. -------Jú, vissulega varst þú í þínum fulla rétti. Þetta er fá- heyrð og svívirðileg framkoma hjá afgreiðslustúlkunni. Verst að þetta var bara óbrothættur hattur, sem þú hentir í gólfið. Ég skil ekki annað en þú hefðir verið í þínum rétti, þótt þetta hefði verið dýrmæt postulíns- skál, eftir svona framkomu. SALEM... Póstur minn. Ég kom um daginn inn í búð og bað um einn pakka af Salem. „Þér meinið Seilem“, sagði stúlkan. „Nei, Salem.“ Hún varð foxvond og fleygði í mig pakkanum og hrifsaði tuttugu- ogfimmkallinn. Ég veit að Salem er borið fram Seilem á ensku, en er nokkuð vitlaust fyrir fslending á íslandi að biðja um Salem? Nikotinus. --------Það er nú svona, Lóa mín, að sumt fólk getur aðeins svalað mikilmennskuþorsta sín- um með því að lítilsvirða náung- ann — með því eina móti fær þetta veslings fólk einhvern snefil af sjálfstrausti. Og það er nú líka svona með þetta fólk, að — — — Það er kannski ekki beint vitlaust, en þetta er nú einu sinni útlenzka og því sjálf- sagt að bera það fram á útlenzku. Hvað myndirðu t. d. segja, ef þú ætlaðir að biðja um einn pakka af Raleigh sígarettum? Mikið úrval ★ SKYRTUR V: SNYRTIYORUR ★ BINDI V FRAKKAR ★ NÁTTFÖT -A TREFLAR ★ SOKKAR ★ HANZKAR ★ INNISLOPPAR ir HATTAR * INNIJAKKAR ★ PEYSUR ★ RÚSKINNSJAKKAR ★ FÖT Sími l-S-3-4-5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.