Vikan


Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 9

Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 9
íslendingarnir á kauptorgi í'raman við Bláu moskuna. Sölumaður- inn var á tveim trékubbum, því fætur vantaði gersamlega á hann. Hún bar fram tyrkneskt kaffi í Hilton hótelinu, klædd í þjóðbúning. hælana útúr sok!:iunini. Fötin ósamstæð, rétt eins og þau hetðu verið tind saman hjá fornsölum. Á götum Istanbul getur nær eingöngu að líta tötra- lega klætt fólk. Hinir sem sæmi'ega eru til fara, hverfa í fjöldann. Á Grand Bazar, hinum gifurlega markaði Istanbul, kom ég einmitt á stað þar sem höndlað var meS gömul fót. l'essi markaSur er allur undir þalci, hálfrokknir gangar og ranghalar. Fata- leppahöndlararnir voru í einu hinna myrkari slcúma- skota þessa völundarhúss. Ég held, aS tæpast mundi nokkur íslendipgur vilja nýta larfana, sem þar gengu kaupum og sölum. Einn meS sixpensara niSur á mitl andlit og svart skegg þar fyrir neðan, gekk I veg fyrir inig meS fangiS fulit. Hann kippti út úr hrúg- unni buxnaslitrum og hefur víst verið að segja mér eitthvað um ágæti vörunnar, en stinkinn lagði af. Það var búið að vara okkur við Grand hazar; þar væri krökt vasaþjófa, auSveit að villast og betra að liafa á ö’lu gát. Mér sýndist það líka, að þeir gætu verið til alls vísir, sumir. Þarna var ósköp venjulegur slæpingjalýður, meinleysisgrey, sem ein- liversstaðar verða að vera, líka töffarar i þröngum gallabuxum, og skuggalegir náúngar, sem horfa soltn- um augum á eftir kvenfólki og vakka i kringum fúris'a, handfljótir þegar tækifærið kemur. Bazar- inn er allur i feiknarlöngum göngum og búðirnar eru eins og skápar á báða vegu. Sumt eru raunar verkstæði eða hvort tveggja. Mest ber þarna á skrani. Þó finnst sæmi’eg vara innanum og það má gera góð kaup. Hér gildir að prútta; enginn óvitlaus mað- ur greiðir þaS sem upp er sett. Það er jafnvel liægt að koma verðinu niður um helming, ef maður er þolinmóður. Þá hristir maður liöfuðið, eða fórnar höndum af hneykslun um leið og maður snýr frá. Þá kemur prangarinn venjulega með nýtt tilboð og ]iað er þrefað um það stundarkorn og síðan koll af kolli þar til samningar liafa tekizt. Þetta er óneitan- lega nokkuð timafrek verzlunaraðferð og mörgum úr okkar hópi leiddist að þurfa að standá í prúttinu, en mér fannst það frekar skemmti’egt sport. ☆ I skoðunarferð okkar konium við á Hippodromus, hinn viðfræga leikvang Miklagarðs, en það má segja, að nú er hún Snorrabúð stekkur. Nú sést lítið sem ekkert eftir nema nokkrar súlur og snptrar fíras- flatir. Þann stað nefndu Væringjar Paðreim. Svo er frá sagt, að þá er SigurSur Jórsalafari gisti Mikla- garð, og þá heimboð hjá keisara, þá hafi hans tigindómur af mikilli mildi boðið þessum norræna herkonungi að velja á milli sex skinpunda af skíru gulli, eða efnt yrði lil leika á Paðreimi. Þó mundu leikarnir ekki fosta minna en gullið. Sigurður og menn lians kusu fremur að sjá leika og svo var gert sem þeir vildu. Þeim varð mjög starsýnt liinum norrænu mönnum, á allt það prjál, sem þar bar fyrir augu. Þeir sáu styttur og hugðu ])að i ein- Framhald á bls. 28. Framan við Ililton hótelið sló einn með orfi og ljá, en efri hælinn vantaði. Svona lítur Paðreimur út nú á dögum, hinn fornfrægi leikvangur, þar sem Vær- ingjar sáu leika. Bláa moskan til hægri. Múhameðstrúarmenn þvo sér vandlega um hendur og- fætur áður en þeir ganga í moskurnar. Ragnar í Þórskaffi meðal Tyrkja. Hann er að láta bursta skóna sína. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.