Vikan


Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 29

Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 29
Væringjar hafa varla veriíi' álitn- ir neinir stórhöfðingjar, enda þótt þeir riðu drembilega um stræti. Og stilltu sig um að góna á dýrðina. Þeir hafa aðeins verið taldir með öðrum barbörum og harðskeyttum ævintýramönnum úr austri, norðri og vestri, sem buðu Miklagarðs- keisara þjónustu sina. Þvi þá var svo komið, að’ fyrirmenn landsins létu útlenda málaliða annast um liernað; þeir voru sjálfir svo þrek- aðir af munaði, að ekki lientaði þeim að berjast, heldur voru þeir að lík- amsburðum sem kvenfólk. Eða svo segir Heimskringla frá. Nú er hætt að rigna í Miklagarði og blár himinn hvelfist yfir sundið og borgina. Þeir bera á bakinu meira en nokkru sinni fyrr; sumir með heila timburstafla og háfermi af kössum ofan á tágakörfunum. Nú er heitt og þeir eru enn sveittari en i gær og alltaf þvælist þessi manngrúi fyrir. Og ný iðja ber fyrir augu: Vatnssalar. Þeir ganga um göt- ur með brúsa eða tunnukagga á bak- inu og selja svaladrykk. Sumir taka ferjuna yfir sundið; stíga ]jar fólum á Asíu. En nú cr tíminn að renna út. Og rétt til þess að nýta nokkrar mínútur, sran við eigum af- lögu, þá tökum við leigubíl þrjú sam- an. Við ætlum i þjóðminjasafnið til þess að sjá steinlcistu Alexanders mikla, sem þar er geymd. Fyrir utan hótelið er einn ungur Tyrki reiðu- búinn til þjónustu. Já, það var nú sjálfsagt að aka okkur á safnið. Síðan fer hann sem leið liggur vestur í borgina, en þegar hann er búinn að vera hálftíma tókum við eftir því að hann liafði ekki hug- nv>md um staðinn. Þá fór hann að spyrja vegfarendur, ók svo til baka og þar næst langa leið í áttina út úr borginni. Þar tók hann benzín í mestu rólegheitum og sneri siðan við eftir h'iðargötum. Það var samt auðvelt fyrir okkur að fylgjast með livi að hann fór noklcurn veginn sömu leið til baka. Þá gerði ég það að gamni mínu að þykjast ævareiður og spurði hann á íslenzku og með allmiklum þjósti, hvern sjálfan hann væri að hringsóla. Tyrkinn yppti öxlum og setti unn þennan yndis- lega sakleysissvip, en vissi sýnilega um hvað málið fjallaði. Eftir klukkustundár akstur kom hann að safninu og varð að gera sér að góðu að fá aðeins hluta þess, sem mælir- inn sýndi. Iíann elti okkur i fyrstu, óðamála, en við hótuðum lögreglu og þar með sneri hann við. Þetta er nokkuð algengt; margir lenda í þessháttar ræningjahöndum, sérstaklega er hætt við því, þegar ])eir halda að Kanar séu á ferðinni. Iianar og peningar eru víst hérum- bil það sama í augum þeirra. Og skýringin á framfcrði leigubílstjór- ans kom síðar í ljós: Sigurður Hall- dórsson, verkfræðingur, var bursta- klipptur. Af þeim sölcum hlaut hann bæði að vera amerískur og auðugur. Soldánahallirnar eru þarna skammt frá þjóðminjasafninu og ná OLYMPUS PEN myndavélarnar eru til still- anlegar og algerlega sjálfvirkar, með þeim taka byrjendur 1. flokks myndir, bæði lit- myndir og svart-hvítar. OLYMPUS PEN myndavélarnar taka lítið pláss, rúmast í handtösku kvennanna og jafn- vel í skyrtuvasa herranna. OLYMPUS PEN myndavélarnar eru útbúnar Zuiko linsunni, sem er sérlega skörp, og leyfir ótrúlega mikla stækkun mynda. Einkaumboð á íslandi: ÍSALÐA S.F. Pósthólf 1075. — Reykjavík. Sími 24119. Olympus OLYMPUS PEN er myndavélin, sem allir tala um, enda býður hún upp á 50% sparnað í filmukaupum. Þér fáið 72 myndir í stað 36 eða 40 myndir í stað 20 mynda af venjulegri 35 mm filmu, lit eða svart-hvítt. yfir allstórt flæmi. Okkur var boðið að sjá sýnishorn af þeim feiknar auði sem þar var rakað saman úr viðri veröld. Eins og að líkum læt- ur, þá komumst við aðeins yfir nokkra sali; brot af þeim húsakynn- um, sem Tyrkjasoldán hafði til um- ráða. Fljótt álitið virðist þarna vera verksmiðja: Röð hárra reykliáfa ber við himin. En þar reynist þá vera eldhúsið þar sem matreitt var fvrir átta til tíu þúsund manns á dag. Við göngum gegnum sali með kínversku og frönsku postulíni upp um alla veggi; dýrgripir, sem ýmist var rænt, eða soldán féklc að gjöf. Þarna ber mjög á grænurn diskum, sem höfðu þá náttúru, að litur þeirra breyttist ef maturinn var eitraður. Það kom sér einkar vel fyr- ir soldáninn að eiga slikar gersemar. Þarna er lika lcínversk pagóða úr sldru gulli; jafnvel gluggatjöldin í henni eru gullofin. í glerbúrum má sjá margskyns dvergasmið úr perl- um, áhöld úr filabeini, skálar úr nashyrningahornum. Og ekkert verkfæri eða ilát er svo aumt, að ekki sé það sett emeröldum og safír- um sumsstaðar allþétt. Við göngum framhjá hásæti Ahmeds soldáns I. ]>ess er Bláu moskuna bvggði. Ilann hefur notið þess munaðar, að láta hanga yfir höfði sér grænan emer- ald, lófastóran. í forgarði hallanna er slu-autlegt hús, eklci ýkja stórt. Þar sat soldán- inn með krosslagða fætur og vefjar- hött á geysistóru hægindi og tók á móti stórmennum. En skýrslur um hag rikisins fékk hann færðar 1 silf- urhólk. Og fyrir utan dyrnar: Dá- lítill gosbrunnur, sem skrúfað var frá þegar hans tign átti þýðingar- miklar viðræður. Þá mundi ekki heyrast þó legið væri á hleri. Verst þótti okkur að geta ekki séð kvennabúr soldáns, sem þar er í annari álnm. En það var lokað. Tyrkir eru ekki blásnauðir, að eiga þessar gersemar. Til dæmis er þarna hásæti austan úr Persíu, sem vafalaust hefur verið rænt. Það er svo þakið rúbínum og öðrum dýr- um steinum, að verðmæti þess er áætlað 2 milljarðar íslenzkra króna. Það er einhver hrikaleg mótsögn í þessum fornu auðæfum og verða svo vitni að fátæktinni, sem alls- staðar ber fyrir augu á hverri götu. Þarna stritar allslaus múgurinn, en milljarðaverðmæti í rauðum og blá- um steinum gleðja augu ferða- manna. En þelta er sá farvegur, sem lífið í Mildagarði hefur alltaf runnið eftir. Ekki hefur borgarlýð- urinn haft meira veraldargengi, þeg- ar norrænir menn buðu fram þjón- ustu slna fyrir þúsund árum. Þá var ein milljón manna í Miklagarði, ef manntalið hefur þá verið alveg ör- uggt. Eftir því að dæma hefur að- eins fjölgað þar um helming. En hugsið ykkur milljónaborg fyrir þúsund árum. Var ekki eðlilegt, að þeim stóra stað væri sungin lof og urís. Þar bar margt af öðruin heims- borgum: Strætaljós notuð að nætur- þeli, lægri stéttunum, sem raunar var iðjulaus skríll, var gefinn mat- ur. Hvilík borg. Og hvilik firn í augum manna úr norrænum heim- kvnnum eins og þau voru á þeim tíma. Þeir hafa séð dýran varning, Væringjar. Mikið skart og gullsaum- uð föt. En slíkar gersemar urðu ekki fluttar úr landi þó gjald kæmi fyrir. Hofmenn í Miklagarði vildu geta borið af útlendum barbörum. Á leiðinni út á flugvöll ókum við i gegnum borgina og revndum að festa í minni þetta hávaðasama og litsterka lif, þessa iðandi kös. Mér fannst það á mörgum, að þeir skildu við Miklagarð með litlum söknuði. Að þar vildu þeir ógjarna þurfa að búa, enda þótt fróðlcgt sé að gista borgina fáa daga. Þess er heldur varla von, að Vesturlandabúar kunni því lífsformi vel, sem aldir og aðstæður hafa formað í hliðinu milli Asíu og Evrópu. En það er merkilegt rannsóknarefni og ævin- týri að kynnast því. GS. í fullri alvöru. Framhald af bls. 2. andi nógu vel gefið til þess að láta ekki röfl og rugl hafa áhrif á gerðir sínar. Það er kannski ástæða til þess að taka þrálátar og síendurteknar óskir fjölda manns til greina, en naggið og urgið í mönnum, sem ekki geta leynt því, ef þeir opna munn- inn eða drepa niður penna, að þeir eru meiri fanatíkerar á flestum svið- um en normalt getur talizt, ætti ekki að hafa meiri áhrif á útvarps- ráð en suðið í flugunum í Fiskifél- aðshúsinu. TRYGGING H.F. óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og f jær gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.