Vikan


Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 39

Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 39
fótrofa. Hreyfillinn er að talsverðu leyti gerður úr alúmíni, og átakið fyrst og fremst á framhjólunum, en nú eru stöðugt fleiri bílaframleiðend- ur að taka upp þá tilhögun. Þeir hjá Citroen tóku hana upp árið 1927. Margir hafa átt erfitt með að viðurkenna þær breytingar, sem nú hafa verið gerðar á yfirbyggingu Citroenbílsins, en þó er það alltaf að koma betur í ljós, að einnig þar eru framleiðendur hans á undan tímanum. LANCIA. Af evrópskum bílum er það vafalaust Lancian, sem á lengst í land með að njóta verðskuldaðrar viðurkenningar. Þetta er hinn á- gætasti bíll, en orsökin er sennilega sú, að kostir hans eru fyrst og fremst þess eðlis að þeir láta lítið yfir sér, en koma því betur í Ijós þeear á reynir. Ég vil leyfa mér að taka það fram, að Lancia er ekki einungis í fremstu röð bíla að tæknilegri fullkomnun, heldur og að traust- leika og vandaðri framleiðslu og þægilegur og skemmtilegur bíll í akstri. Áhrif hinna ítölsku tízkumeist- ara leyna sér að vísu ekki í yfir- byggingunni frekar en á öðrum ítölskum bílum, en Lancia er nú framleidd í þrem mismunandi gerð- um — Appia, Flamina og Flavia. Hreyflarnir eru af gerðinni V-4 og V-6 og Flavian er með framhjóla- drifi og óvenjulega öruggum skífu- hemlum á öllum hjólum. Sérkenni gera engan bíl betri, nema þau reynist þá eins vel og í Lanciabílunum. Framhjóladrifið get- urur haft óþægilega annmarka, en í Lanciabílunum verður þeirra ekki á neinn hátt vart, en hins vegar koma þægindin af því að vera laus við drifskaftið, mjög greinilega í ljós. Allur frágangur á Lanciabílunum er og sérlega vandaður, einnig hvað það snertir, sem „falið er milli þilja“. Allt fellur slétt og vel, og allur innbúnaður er mjög smekk- legur og þægilegur. Sætin eru til dæmis svo góð, að aðrir framleið- endur mættu gjarna taka þau til fyrirmyndar. Fáum bílum hef ég ekið, sem mér hefur fallið eins vel við — í alla staði. —0— Þetta eru þá tíu beztu bílarnir á mínum lista. En þar gildir hið sama og um beztu knattspyrnu- menn, þeir eru hver öðrum harla ólíkir, þótt þeir skari fram úr, og þannig er það um allt úrval. Og þegar á allt er litið, er það ekki aðalatriðið hvað veldur því að einn er öðrum fremri, heldur hitt að hann er öðrum betri og með þeim beztu. En eitt held ég mér sé óhætt að fullyrða að ég hafi komizt að raun um varðandi þetta, hvers vegna sumir bílar skara fram úr öðrum. í rauninni er sérhver slíkur bíll draumur sem einum manni hefur tekizt að gera að veruleika; manni, sem setti takmarkið og stjórnaði sókninni unz því var náð. Eins og frábær skáldverk eru frábærir bíl- ar til orðnir fyrir sköpunargáfu eins manns. Engin framkvæmda- nefnd, ráðgefandi aðstoðarmenn eða rafeindaheilar geta komið í staðinn fyrir sköpunargáfu einstaklingsins. Þá er það önnur mikilvæg stað- reynd, að þessir sömu einstakling- ar hafa gert sér ljóst, að draumur- inn verður aldrei fullkominn í framkvæmd heldur krefst hans stöðugra endurbóta. Það virðist álíka óhyggilegt hvort heldur er, að hagga þar engu frá fyrstu gerð og að hverfa algerlega frá henni og taka upp allt annað í hennar stað. Ég geri ráð fyrir að listi þessi taki breytingum áður en langt um líður, því að víða er mjótt á mun- um, og margir bílar svo góðir, að þeir eiga skilið að skipa ellefta sætið — að minnsta kosti. ★ Kópavogskirkja. Framhald af bls. 17. því er sóknarpresturinn í Kópa- vogi, sr. Gunnar Árnason, tjáði okkur. . Kópavogsbúar hljóta að fagna þeirri bæjarprýði sem kirkjan er og raunar njóta fleiri góðs af fegurð hennar þar sem hún blas- ir við af öllum nálægum slóðum. Vonandi verður svona fagurt guðshús til þess að auka kirkju- sókn og áhuga fyrir starfi kirkj- unnar, eða til hvers væri svona fögur bvgging ella. Sumir hafa látið í ljós þá skoðun, að kirkjubyggingar eigi ekki að vera nýtízkulegar, það sé of tildurslegt. Það eigi að byggja kirkjur eftir hinni einu sönnu formúlu, sem notuð var við bárujárnskirkjur í sveitum. Það er hérumbil sama og að biðja tímann að gjöra svo vel að standa kyrran; stöðva þró- unina. Hvað er sjálfsagðara, en kirk j u byggingar séu börn síns tíma? Þannig hefur það alltaf verið. Engum dettur í hug að endurbyggja Kölnardóm- kirkjuna. Það yrði alltaf falskt. Notre Dame í París, Stefáns- dómur í Vín og Fæðingarkirkj- an í Betlehem voru byggðar eftir þeirri tízku sem þá var á hverjum tíma. Nútímakirkja í rómverskum eða gotneskum stíl verður aðeins eftirlíking sem síð- ari tímar taka ekki mark á. Það sem gert er í fullri einlægni eftir smekk samtímans, það fær listsögulega þýðingu og stendur um aldir, sé verkið gott. GS. Hestur - bíll - flugvél. Framhald af bls. 3. að félagsheimilunum um helgar eins og lóuhópar, svífa til jarðar og lenda mjúklega á „flugvélastæðinu“? Og heimilisfaðir í Reykjavík skreppa með konu og krakka á berjaheiði í fjölskylduflugvél sinni? Þetta er hvorki fjarstæðukennd- ara né ólíklegra nú, en núverandi bílaeign og bílanotkun landsmanna var fyrir nokkrum áratugum. Það er því alls ekki að vita nema þetta eigi eftir að rætast. Erlendis er flug- vélin að vinna á, jafnt og þétt, sem einkafarartæki og koma mönnum í stað bílsins, og sífellt eru að koma á markaðinn flugvélar, sem ætlað- ar eru til einkanotkunar. Enn eru þær að vísu mun dýrari en bíllinn, einnig í rekstri, en notagildið svo margfalt meira, að menn setja það ekki fyrir sig, hafi þeir á annað borð þörf fyrir slíkt farartæki. Hér má sjá eina slíka vél, „Dúf- una“ frá de Havilland flugvélaverk- smiðjunum. Hún er sex farþega, bú- in öllum þægindum og öryggistækj- um og knúin tveim hreyflum, 400 hestafla. Þykir hún hið þægilegasta og hentugasta einkafaratæki, auk þess sem hún er glæsileg útlits, bæði á jörðu og í lofti. Það væri ekki amalegt að bregða sér norður að Mývatni um sumar- helgi í „Dúfunni", á berjaheiði vestur á fjörðu eða dansleik austur á Hallormsstað---------- Og þetta kemur. Boomerange og loft- hreyfilögmál. Framhald af bls. 3. að koma aftur til þess, sem beitir þeim, ef þau missa marks, en þó mun þurfa nokkurt lag og æfingu til þess að hann njóti sín. Sá eigin- leiki byggist á flóknu atriði í sam- bandi við lofthreyfilögmálið, og reynist útfærsla þess svo hávísinda- leg og nákvæm hjá þeim áströlsku, að lærðustu sérfræðingar semja um Klúbburinn óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og f jær gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.