Vikan


Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 37

Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 37
andi bíladellu. Það er að minnsta kosti sæmilegur vitnisburður um þann bíl. Aðrir bílaframleiðendur hafa nælt sér í nokkra aðdáendur úr þeim hópi á undanförnum árum, eink- um þá sem ginnkeyptir eru fyrir af- köstum, og hefur íhaldsemi þeirra hjá Ford varðandi hreyflasmíði, valdið þar mestu um. Árgerðin 1962 sýnir að þetta hefur nú breytzt og árangurinn mun ekki láta á sér standa. Henry gamli Ford hafði trölla- trú á því að hver einstakur hiut- ur í bílnum væri sem sterkastur og endingarbeztur. Þessari grundvall- arreglu hans er enn fylgt í Ford- framleiðslunni. Grindin er mun sterkari en nokkrar reglur krefj- ast. Tækni Fords í allri meðhöndl- un járnsins er fullkomnari en í nokkrum öðrum bílaverksmiðjum. ÖU þessi ár, sem ég hef haft bíla- akstur og bílprófun með höndum, hef ég ekki kynnzt neinum þeim bíl, sem þyldi öll áföll eins vel og Ford. Það er ekki fyrir neina til- viljun, að þeir sem smíða kapp- akstursbíla, nota varahluti frá Ford að verulegu leyti. Það er líka ainkennandi, að þeg- ar beir í Detroit hófu framleiðslu á meðalstórum bílum, var Ford Falcon eina gerðin, sem strax í upphafi reyndist uppfylla allar sanngjarnar kröfur og var spar- neytinn í raun og sannleika. Aðrar Fordgerðir, Fairlane, Galaxie og Thunderbird, bera og allar Ford- nafnið með rentu. Stór, en ódýr bandarískur bíll á að uppfylla allar sanngirniskröf- ur. Það hafa Fordbílarnir alltaf gert öðrum fremur, og svo er enn. Þeir eru góðir nýir og þeir eru það öðrum lengur. Hvar sem maður fer, veita Ford-umboðin fyrsta flokks þjónustu. Yarahlutirnir eru ódýrir Tbni heimapermanent gerir hár yóar mjúkt, gljáandi og meðfærilegt Með TONI fáið þér fallegasta og varanlegasta permanentið. Vegna þess að „leyniefni" Toni heldur lagningunni þurfið aðeins að bregða greiðunni í hárið, til þess að laga það, Ekkert annað permanent hefir „leyniefni", það er og oft má nota sams konar vara- hlut í fleiri en eina gerð. Ford hef- ur aldrei hafið framleiðslu á bíl, sem hefur brugðizt, og það er meira en sagt verður um alla. VOLVO. Svíar hafa getið sér orðstír fyr- ir frábæra framleiðslu. Síðastliðið sumar ferðaðist ég frá Gautaborg til Stokkhólms og notaði tækifærið til að skoða Volvoverksmiðjurnar í leiðinni. Ekki til að sannfærast um gæði Volvosins, því að ég hafði þegar látið sannfærast, heldur til að kynnast því hvernig þeir fram- leiddu svo góða bíla. Framleiðslu- aðferðin er mjög venjuleg, en ég komst að raun um að leyndardóm- urinn er fólginn í sjónarmiði ráða- manna verksmiðjanna. Þeir telja framleiðslugæðin það takmark, sem keppa beri að, en ekki framleiðslu- afköstin, eins og þeir í Detroit. Sænski hjólagæðingurinn ,,PV- 544“ fer fram úr öllum bílum í sín- um flokki, og heldur fyllilega í við þá bandarísku, sem knúnir eru V-8 hreyflum. Stígðu á benzíngjafann, og þú munt eiga bágt með að trúa því að hreyfillinn sé ekki stærri og gerir hárið svo meðfærilegt, að þér eingöngu Toni. Toni er framleitt i þremur styrkleikum REGULAR fyrir venjulegt hár SUPER fyrir mjög fínt hár GENTLE fyrir gróft hár, skolað og litað hár Einn þeirra er einmitt fyrir yður. Toni framleiðsla tryggir fegursta hárið en upp er gefið. Og þegar þú hefur tekið skarpa beygju, muntu sann- færast um, að sænsku bílaverk- fræðingarnir hafa þarna ekki látið sér nægja að gera ráð fyrir að bíll- inn reyndist sómasamlega í búða- skjökti. „PV-544“ er gæddur þeim eigin- leikum sportbílsins, sem að vissu leyti gera hann sambærilegan við Jaguar 3.8. Hann er sérstaklega sterkbyggður og endingargóður og vel fallinn til skemmtiaksturs. Tví- buri hans, „122-S“, sem gengur undir nafninu „Amazonan", er ekki síður traustur, en öllu rólegri. Volvo sportbíllinn, „P-1800“, er raunar settur saman í Bretlandi, en hreyf- illinn, orkukerfið og stjórnkerfið, að hemlaskífunum undanskildum, er sænskt. Þó að þetta sé sportbíll af þeirri gerð, sem einkum talar til augans á stórborgarstrætum, stend- ur hann fyllilega fyrir sínu í akstri þegar á reynir, það hef ég sjálfur sannprófað. CHECKER. Hafir þú einhvern tíma stokkið inn um opnar dyrnar á Checker leigubíl, veiztu af eigin raun að þar er nóg rými fyrir allan hóp- inn. í 40 ár hefur þessi rúmgóði r Viðtækjavinnustofa Eggerts Ben- óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og fjær gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir ónýsonar Laugaveg 178 viðskiptin á liðna árinu. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.