Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 3
VIKAN
BOOMERANGE OG
LOFTHREYFILÖGMÁL
„Þegar heiðingjarnir, sem ekki hafa lögmál,
gera af sjálfu sér það, sem lögmálinu er sam-
kvæmt . . stendur einhvers staðar í ritning-
unni, og mun þá átt við siðgæðislögmálin —- en
það hefur nú komið á daginn, að heiðingjar
og villimenn hafa um langan aldur „gert af
sjálfu sér“, það, sem ýmsum öðrum lögmálum
er samkvæmt, þótt þeir hefðu vitanlega ekki
hugmynd um þau, sem ekki er heldur von,
þar sem það er fyrst nú, að vísindamenn stór-
þjóðanna hafa fengið einhverja nasasjón af
þeim. Þar á meðal er lofthreyfilögmálið,
„aerodynamic“-in, sem þeir eru nú sem óðast
að uppgötva, en sem Ástralíunegrar hafa hag-
nýtt sér við smíði furðu fullkominna kastvopna
frá því í fyrndinni.
Þessi kastvopn, sem yfirleitt eru kölluð
„boomerange", hafa þann merkilega eiginleika
Framhald á bls. 39.
HESTUR — BÍLL — FLUGVÉL
Ekki mundi sá spámaður hafa þótt efnilegur hér á landi í kringum 1920, sem full-
yrt hefði að þeir tímár kæmu, og væru meira að segja ekki langt undan, þegar það
þætti jafn sjálfsagt að eiga bíl og þá þótti að eiga hest. Þannig er þetta þó nú —■ jafn-
vel unglingarnir komast yfir bíl um leið og þeir hafa aldur til, og þykir engum mikið.
En hvað skyldi þá verða langt þangað til að það þykir jafn sjálfsagt hér á landi að
eiga flugvél, sér til upplyftingar og þæginda? Hvenær skyldu eldri og yngri þyrpast
Framhald á bls. 39.
NÝTT HJÁLPARTÆKI FYRIR
HEYRNASLJÓA
Enda þótt því sé lialdið fram að kapphlaup stór-
veldanna út í geiminn, hafi lítið gagn í för með sér
fyrir almenning, hefur sú margháttaða tækni, scm
er einn þátturinn í keppninni, þegar orðið að notum
,,hér niðri“. Á grundvelli þeirrar tækni er nú hafin
framleiðsla á þessum heyrnartækjum, sem eru furðu-
lega fullkomin, að minnsta kosti miðað við stærðina.
Þyngd tækisins er aðeins 14,2 grömm — með raf-
hlöðum en þó er það gert úr 153 hlutum, marg-
faldar hljóðið allt að því 400-fait, en útilokar um
leið skyndilegar tónbreytingar og aukahljóð. Fram.
Ieiðendurnir eru Sonotone Corporation að Elmsford,
New York.
¥1KAI
Útgefandi; Ililmir h.f.
Kitsíjóri:
Gisli Sigurðsson (ábm.).
Framkvæmdastjóri:
Ililmar A. Kristjánsson.
Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt
33. Simar: 35320, 35321, 35322, 35323.
Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifíng:
Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími
36720. Dreífingarstjóri Óskar Karls-
son. Verð í lausasölu kr. 20. Áskrift-
arverð er 250 kr. ársþriðjungslega,
grc-iðist fyrjrfram. Prentun: Hilrhir1
h.f. Myndamót: Rafgraf h.f.
Myndin á forsíðunni er tekin inni í Kópavogsltirkju
núna skömmu fyrir jólin, þegar sólin skein í hádeg-
isstað beint á marglitt glerið í gluggum suðurhliðar-
innar. Annars eru hliðarnar fjórar svipaðar að sjá, en litirnir í gluggunum
njóta sín að sjálfsögðu bezt, þegar sólin skín á þá. Jólatréð fengum við lánaö
hjá Skógrækt ríkisins, og hengdum á það marglit ljós, til að gefa myndinni
dálítinn jólasvip. Þetta er vafalaust ein sérstæðasta kirkja hér á landi, og
það er álit margra að hún sé sú fallegasta. — Ljósm.: Kristján Magnússon.
í naesta blaði verður m.a.:
• SKEGGSJÁ VIKUNNAR. — G. K. skrifar gamansama grein
um skeggjaða Islendinga og leiðbeiningar um skeggræktun.
Fjöldi mynda.
• SEGÐU JÁ. — Smásaga eftir Mögnu Lúðvíksdóttur.
• FLUG 591. — Dularfull smásaga um nauðlendingu á hafi úti.
• PÉTUR GAUTUR, OG ÞRJÚ ANPANS STÓRMENNI. —
Grein eftir sr. Sigurð Einarsson í Holti um Ibsen, Grieg og
Einar Benediktsson.
• ÁRAMÓTAGETRAUN VIKUNNAR. — Skemmtileg getraun
í einu hlaöi.
• LJÓS OG SKUGGAR UNDIR BERLÍNARMÚRNUM. — Fróð-
leg frásögn og lýsing frá Berlín eftir dr. Matthías Jónasson.
• DAUÐS MANNS SPEGILL. — Annar hluti stuttrar fram-
haldssögu eftir Agöthu Christie.
• FUGLARNIR IIENNAR MARlU. — Fjórði liluti og síðasti
sögu Lofts Guðmundssonar.
• FRAMHALDSSAGAN. — Sögulok.
• KROSSGÁTA, SNIÐAÞJÓNUSTA, UNGLINGAÞÁTTUR og
margt fleira.
VIKAN 3