Vikan - 21.02.1963, Síða 2
Það er fyrir öllu að eignast
VOLKSWAGEN
Argerð 1963 af
VOLKSWAGEN
1500
er fyrirliggjandi
HVAÐ GERIR VOLKSWAGEN AÐ VOLKSWAGEN?
©
Er það lögunin? — Nei,
vissulega ekki. Það sem
gerir Volkswagen að
Volkswagen hefir dýpri
merkingu en útlit og
lögun. Eru það framleiðsíuhættir
Volkswagen? Já, að miklu leyti
vegna þess að þeir afráða gæðin.
Volkswagen 1500 er byggður af
sömu nákvæmni og sá Volkswagen
sem þér þekkið.
Er það staðreynd að varahluta-
þjónusta sé allsstaðar fyrir hendi?
Já, það er einmitt það sem Volks-
wagen Beggur ríka áherzlu á. Og
eftir á að hyggja, þá er bíllinn jafn-
góður þjónustunni sem fyrir hendi
er.
Eru það undirstöðuatriði smíð-
innar?
Já, er nokkuð vit í öðru en að
fylgja þeirri reynslu, sem fengizt
hefur með framleiðslu meira en 5
milljón Volkswagen.
ALLTAF FJÖLGAR
VOLKSWAGEN.
Það er þessvegna sem vélin í
1500 er loftkæld, en ekki vatnskæld.
(Enginn vatnskassi, sem getur soð-
ið í, lekið úr eða frosið á).
Það er þcssvegna sem vélin er
staðsett afturí þar sem hún nýtir
aflið betur.
Það er þessvegna sem er sjálf-
stæð fjöðrun á hverju hjóli og bíll-
inn er allur svo undurþýður.
OG HVER ER SVO MISMUNUR-
INN?
Hann er margskonar. Aflmikil 53
hestafla vé’J (SAE). Stærri farang-
ursgeymsla, rúmbetri og meiri íburð-
ur í innréttingu.
En komið sjálf og sjáið ... og
þér verðið áreiðanlega með þeim
fyrstu sem eignast VW 1500.
En hvort sem þér kjósið
Volkswagen sem allir þekkja eða
VW 1500 — ÞÁ EIGIÐ ÞÉR ÞÓ
ALLTAF VOLKSWAGEN OG ÞAÐ
ER FYRIR ÖLLU.
Heildverzlunin HEKLAhf.
Laugavegi 170. Sími 11275.
í fullri alvöru:
SLETTUR
0G SLANG
Það hefur ýmsa ókosti, að vcra
fæddur til þess að tala mál, sem
hefur frá upphafi landsbyggðar
verið lireint og ómengað, og þolir
ekki viðbætur eða slettur frá öðr-
um málum. Það er viðbúið, að ást-
kæra ylhýra málið sé ekki alltaf
reiðubúið með gott og gilt íslenzkt
orð fyrir nýtt útlent orð, og vel
getur hugsazt, að gerð hins útlenda
orðs sé þannig, að ]mð sé erfitt að
koma fyrir á því réttum íslenzkum
beygingum og hnykkjum. Þá fara
nýyrðasmiðir á stúfana og búa til
ný orð, sum hver svo klaufaleg og
langsótt, að þau vinna sér aldrei
þegnrétt í þessu sígilda gullaldar-
máli.
Reyndin hefur þó orðið sú, að
erlend tökuorð hafa átt auðvelt
með að skjóta sér inn i málið, taka
islenzkum beygingum og um síðir
íslenzkum rithætti, og að lokum
verða þau oftast eðlileg í munni
og máli. Þegar allt kemur ti! alls,
er íslenzkan ails ekki svo blönk,
það er liægt að segja eiginlega
hvað sem er á hreinni íslenzku, án
þess að nota nokkur tökuorð og án
þess að tala svo fornt, að venju-
legir nútima íslendingar standi á
gati.
Þetta geta hins vegar ekki allir.
Sumir eru svo lærðir, að þeir geta
ekki sætt sig við að nota eingöngu
ástkæraylhýramálið, en grípa sér
ti! aðstoðar ýmiss erlend orð, sem
eftir hljóðan eru óskiljanleg þeim
Islendingi, sem ekki hefur setið ár-
um saman á skólabekk. Þetta er að
visu að því leyti gott, að með þessu
móti geta menn látið líta út fyrir,
að þeir viti mcira cn þeir í raun-
inni gera, og liafi lært fleira en
raun l)er vitni. Það er lika senni-
lega það, sem fyrir þeim vakir.
í vetur liafa noltkrir menn látið
til sin heyra i útvarpinu og notað
lilutfallslega meira af erlendum,
fínum slettum ■— einkum enskum,
að sjálfsögðu — heldur en íslenzk-
um orðum. Það er kannske tilvilj-
un, að tveir þessara manna starfa
við sama blað, annar ritstjóri, en
liinn blaðamaður. Hvort þessar
slettur eru tízka á þessu blaði, skal
ósagt látið, cn óneitanlega gæti
inanni dottið það í hug.
— vikan 8. tbi.