Vikan


Vikan - 21.02.1963, Page 8

Vikan - 21.02.1963, Page 8
HEMINGWAY • „LANGLÍFI RÆNIR MANNINN OFT ® BJARTSÝNI HANS. • SKAMMLÍFI ER BETRA“. Hemingway dáði konur og konur - dáðu hann. Hann sagði: „Ég hcf alltaf litið svo á, að um leið og maðurinn tckur að lifa alvarlegra innra lífi, taki hann að lifa fábrotnara ytra lífi. Á þessari öld hófleysis og sóunarinnar, vildi ég óska þess að ég mætti sýna heiminum það og sanna hversu fábrotn- ar hinar raunverulcgu þarfir mannsins eru“. Stoltur veiðimaður með feng sinn. Hemingway f fyrsta Afríkulciðangri sínum. komendurnir skyldu fá sannar heimildir um starf mitt og hugsanir. Ég leita einhvers, sem er handan lífsins og óháð tímanum. En ég leitast við að sýna mannlífið í sinni sönnu mynd, hef aldrei upp- hafið það eða fágað. Ég er ekki mikill hugsuður. Ég hef ekki neinn brennandi boðskap að flytja mannkyninu. Ég þekki heiminn, engu að síður, merkilega vel, og ég hef snert lífæð hans frá þúsund ólíkum siónarmiðum. Ég hef aldrei þurft að leita uppi viðfangsefnin — viðfangsefnin hafa öllu fremur leitað á mig. Eins og aðrir rithöfundar á undan mér, dái ég sterka menn, menn sem hafa í fullu tré við atburð- ina, fullu tré við aðra menn. Ég verð svo bergnuminn af við- fangsefni mínu að ég get ekki helgað mig neinu öðru. Innblást- urinn getur orðið ástríðuþrunginn ekki síður en ástin. Sögur mínar eiga upptök sín í djúpum hjartans og reynslu minni, en mér nægir ekki að segja þær jafnóðum og óunnar. Starfs- hættir mínir eru harla fábrotnir, langur umhugsunartími, skamm- ur tími við skriftir. Verk mín skapast að mestu leyti í höfði í mér. Ég byrja aldrei að skrifa fyrr en allt er þaulhugsað. Iðulega mæli ég samtölin af munni fram um leið og ég skrifa þau; eyrað er góður gagnrýn- andi. Ég set aldrei neina setningu á pappirinn fyrr en ég tel mig hafa orðað hana svo lióst að hún sé öllum auðskilin. Samt finnst mér á stundum að stíll minn hafi meiri óbein áhrif en bein. Lesandinn verður oft að beita ímyndunarafli sínu, eigi sú hugsun sem á bak við liggur, ekki að fara fram hjá honum. Ritstörfin kosta mig mikið erfiði, þrotlausa fágun og endursamn- ingu. Ég ber mikla umhyggju fyrir öllu, sem ég skapa. Sníð alla fleti af ótrúlegustu nákvæmni, slipa og renni sem eðalsteina. Úr því, sem margur rithöfundurinn mundi láta frá sér fara stórt í sniðum, sker ég og fága litla demanta. Mér er gefinn sá sjaldgæfi hæfileiki að geta skoðað mín eigin verk af eins víðtækri og skilyrðislausri gagnrýni og væri þar um annarra verk að ræða. Oft og mörgum sinnum hef ég hik- laust eyðilagt það, sem kröfuvægari rithöfundur mundi ekki hafa séð neitt við að athuga. Maður ætti aldrei að skrifa nema siálfum sér til ánægju. Ég hef ánægju af að skrifa. En ég er ekki alltaf ánægður með það, sem ég skrifa. Ég hef enga trú á að bækur mínar standi eins og óbrotgjarn minn- isvarði, er haldi minningu minni á loft um aldur og ævi. Ég hef reynt að vera einlægur í auðmýkt minni. Ég er rithöfundur fyrir ásetning fremur en af guðs náð — augljósasta dæmið um sjálf- framaðan mann á sviði bókmenntanna, sem um getur. Ég hef aldrei verðskuldað það fádæma gengi og frægð, sem fallið hefur mér í skaut. Ég hef átt marga ákafa aðdáendur, sem aldrei hafa lesið staf eftir mig. En almenningi hefur líka alltaf hætt við að ofmeta mikilvægi mitt — en vanmeta gildi verka minna. Bækur eiga neista ódauðleikans í sér fólginn. Þær eru langsamlega varanlegastar af öllum mannanna verkum. Hof falla í rústir, mál- verk og höggmyndir verða eyðileggingu að bráð, en bækurnar vara. Tönn tímans vinnur ekki á stórum hugsunum, þær eiga sama frjómátt nú og þegar þær vöknuðu fyrst með höfundinum fyrir öldum síðan. Það, sem hugsað var og sagt í þann tíð talar til okkar af blaðsíðum bókanna og finnur sama hljómgrunn og hjá gengnum kynslóðum. Tíminn hefur þau ein áhrif, að lélegu bæk- urnar síast og vinzast úr; því að í bókmenntum lifir einungis það, sem er gott í raun og sannleika. Nútíma rithöfundur verður að uppfylla strangar og fjölþættar kröfur, auk þess sem hann verður að vera gæddur þolinmæði og kunna að leggja hart að sér. Hann verður að eiga heilbrigða dómgreind og nákvæma tilfinningu fyrir hlutföllum til að velja og hafna af hinum hráa efniviði, og fella það í form og aga ein- stök atriði til undirgefni svo að heildarmvndin fái sannfærandi dýpt. Hann verður að vera gæddur ímyndunarafli svo að hann geti ferðazt um í fortíðinni eins og í nútíð og í rauninni lifað það sem hann er að lýsa. Hann verður að vera gæddur gagnrýn- g — VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.