Vikan - 21.02.1963, Síða 9
Undir lokin: Gamall maður lítur yfir
farinn veg.
andi innsæi, svo að hann g'eti rakið
þræði orsaka og afleiðinga og kveð-
ið upp réttlátan dóm yfir mönnum og
atburðum. Þá fyrst getur höfundur-
inn samið góðar bækur, þegar hann
hefur öðlazt skyggna sjón á upp-
runa og eðli mannlegra viðbragða.
Fáar skáldsögur hafa allt til brunns
að bera; átök spennu, hrottaskap,
kynlíf, sterkar persónur, frásögn,
sem ryðst fram eins og brynjað her-
fylki, og virðingu fyrir sögupersón-
unum og sannleikanum.
Mikill f jöldi skáldsagnahöfunda end-
ursegir einfaldlega á efri árum sín-
um, aftur og aftur, sín fyrri verk,
varðandi einstök atriði, persónur og
atburði, en af stöðugt minni snilii,
minni hrifningu og krafti.
Of margar nútínvv skáldsögur kenna
engan lærdóm og þéna engum til-
gangi, nema að vekja hroll með ein-
göngu líkamlegum ógnum og mis-
þyrmingum. Þá er ég ánægður, þeg-
ar ég les nýja sögu eftir óþekktan
höfund, sem er laus við beiskju.
ynnilega góðgjarn og gæddur traustu
brióstviti.
Gildi og töfrar góðrar bókar ligsja
í fullkomnum einfaldleika hennar,
hreinskilni og að því er virðist ó-
vitaðri afhjúpun skapgerðar og eðl-
is. Hún er einföld bæði að máli og
hugsun. Hún er laus við listbrögð og
meðvitaða tilraun til bókmennta-
levra afreka. En það er erfiðara að
rita Þóst og einfalt en flókið og
háfleygt.
StíII höfundarins á að vera opin-
skár og persónulegur, líkingar hans
fjölbrevttar og jarðbundnar, orða-
val hans einfalt og þróttmikið. Mestu
rithöfundarnir eru leiftrandi fáorð-
ir, vinnuþjarkar, stöðugt að læra og
miklir stílsnillingar.
Margir mikils metnir rithöfundar
geta skrifað spennandi og snjallar
sögur um því sem næst ekki neitt.
Mesti bókmenntalegi gallinn á nú-
tímarithöfundum er hneigð þeirra
til ofskrauts og dálæti þeirra á yfir-
borðsfágun. Ég óttast jafnan að
kynnast rithöfundum, sem semia
bækur fullar af tæknilegum snilli-
brögðum.
Mikið sl því. sem nú er gefið út
er gróft unnið og gallað frá list-
rænu sjónarmiði. Allt of margir rit-
höfundar hafa of hraðann á og kasta
til þess höndunum, sem þeir láta
frá sér fara, gefa sér yfirleitt ekki
tíma til að leiðrétta frumhandritið
af sköpunarákefð. Fyrir braeðið
verða stíleallarnir miög áberandi.
Samtölin oft langt frá því að vera
eðlileg. orðin illa valin, málið subbu-
legt. Margar af söeum þeirra eru
Framhald á bls. 33.
Hann fékk sér hraustlega neðan í því og þótti þá ekki
mjög hefiaður, né að hann reyndi að vera það.
Hemingway tók sér flcst fyrir hendur um dagana, sem hon-
um fannst karlmennskubragð að. Hér er hann með boxhanzka
í hringnum.
VIKAN 8. tbl. — Q
Hann ferðaðist um ailar jarðir og tók þátt £ þvf sjálfur,
sem hann skrifaði um. Hér er hann með skrifstofuna
f tjaldi — í Afríku.