Vikan


Vikan - 21.02.1963, Page 10

Vikan - 21.02.1963, Page 10
Pf "nDARLEGAST er við það dregur úr allan sársauka", sagði hann. „Af því getur maður vitað hvenær það byrjar“. „Er það?“ „Tvímælalaust. En mér þykir ákaflega fyrir þessum daun. Hann hlýtur að valda þér óþægindum.“ „Láttu það ekki á þig fá. Fyrir alla muni“. „Sjáðu þá, þessa“, sagði hann. „Er það fyrir sjón þeirra eða þefnæmi, sem þeir flykkjast svona að?“ Hengirekkjan, sem maðurinn lá í, var í víðum skugga af mímósutré og þegar hann horfði út fyrir skuggann í skæra birtuna á sléttunni þá húktu þar þrír af þessum stóru, viðbjóðslegu fuglum, en tylft að auki sveif uppi yfir og mynduðu hraðfara skugga þegar þá bar hjá. „Þeir hafa verið hérna á sveimi síðan daginn, sem flutningabíllinn bilaði", sagði hann. „En þeir hafa ekki setzt fyrr en í dag. Ég veitti svifi þeirra nána athygli fyrst, ef vera kynni að ég þyrfti einhvern tíma á þeim að halda í sögu. Hlægilegt, eins og nú er komið“. „Ég vildi, að þér fyndist það ekki“. „Þetta er marklaust mas í mér“, sagði hann. „Það verður mun léttara ef ég masa. En ekki vil ég vera að angra þig“. „Þú veizt að það er ekki það, sem angrar mig“, sagði hún. „Það er að fara með mig að geta ekki aðhafzt neitt. Ég held að við ættum að láta okkur liða eins vel og við getum, þangað til flugvélin kemur“. „Eða þangað til víst er að hún kemur ekki“. „Þú verður að segja mér hvað ég get gert. Það hlýtur að vera eitt- hvað, sem ég get ger.t“. „Þú getur tekið fótinn af og það kynni að koma að haldi, þó ég efist um það. Eða kannski að þú skiótir mig. Þú ert orðin góð skytta. Hef ég ekki kennt þér að skjóta, eða hvað?“ „Gerðu það fyrir mig að tala ekki svona. Gæti ég ekki lesið fyrir þig?“ „Lesið hvað?“ „Einhverja bókina í pokanum, sem við eigum ólesna." „Ég get ekki hlustað á þess háttar,“ sagði hann. „Það er auðveldara að tala saman. Við rífumst og það styttir tímann“. „Ég rífst ekki. Ég vil ekki rífast framar. Stendur á sama hve við örvæntum. Kannski koma þeir til baka með annan flutningabil í dag. Kannski kemur flugvélin". „Ég kæri mig ekkert um að fara“, sagði maðurinn. „Það er tilgangs- laust að fara héðan úr þessu, nema þá af tillitssemi við þig.“ „Hugleysingi". „Geturðu ekki lofað manni að deyja á eins þægilegan hátt og að- stæður leyfa, án þess að velja honum skammarheiti? Hvaða þýðingu hefur það að vera að óvirða mig?“ „Þú deyrð ekki að sinni". „Vertu ekki með þessa heimsku. Ég er að dauða kominn. Þú skalt spyrja þessa þrjóta.“ Hann leit þangað sem þeir sátu, þessir stóru og sóðalegu fuglar og stungu sköllóttum hausnum í úfið fiðrið. Sá fjórði renndi sér til jarðar, brá undir sig löppum ótt og títt og kjagaði síðan til þeirra hinna. „Þeir hópast að hverjum tjaldstað. Maður tekur bara ekki eftir þeim. Það deyr eneinn nema hann gefizt upp“. „Hvar hefurðu lesið þetta? Andskoti máttu vera heimsk!“ „Þú gætir að minnsta kosti hugsað um eitthvað annað“. „Guð minn góður“, sagði hann. „Ég hef ekki haft annað fyrir stafni“. Síðan lá hann rólegur um hríð og horfði gegnum hitamóðuna upp af sléttunni yfir kjarrskógarjaðrinum. Þar brá fyrir nokkrum dverg- gazellum eins og hvítum deplum i bleiku grasinu og, enn fjær, sá hann zebrahjarðir, bera hvítar við grænt kiarrið. Þetta var ákjósanlegasta tjaldstæði hjá stórvöxnum trjám undir hárri hlíð, og skammt frá nærri uppþornað vatnsból og flugu sandorrar að því á morgnana. „Viltu ekki að ég lesi fyrir þig?“ spurði hún. Hún sat á tjaldstóli hjá hengirekkjunni. „Það er að koma gola“. „Nei, þakka þér fyrir“. „Kannski flutningabíllinn komi.“ „Fjandinn hirði flutningabílinn, mín vegna“. „En ekki mín vegna“. „Það er andskoti margt, sem þér finnst máli skipta, en mér ekki“. „Ekki svo ýkjamargt, Harry“. „Hvernig væri að fá sér einn lítinn?" „Það er talið spilla. í ferðahandbókum er sagt að maður eigi að forð- ast alla áfengi. Þú ættir ekki að drekka“. „Molo!“ kallaði hann. „Já, Bwana“. „Komdu með viský og sóda“. „Já, Bwana“. „Þú ættir að láta það vera“, sagði hún. „Það er þetta, sem ég kalla að gefast upp. Það er sagt að áfengið sé til ills. Ég veit að þú hefur illt af því“. „Nei,“ sagði hann. „Ég hef gott af því.“ Þá er þetta á enda, hugsaði hann. Nú mundi honum aldrei vinnast tími til að koma þessu í verk. Og því átti þá að Ijúka í þrefi út af glasi. Eftir að drepið í hægri fætinum byrjaði, hvarf honum allur sárs- ci og með sársaukanum hvarf honum allur ótti og nú var það ein- ungis þreytan og gremjan, sem á hann sótti. Því að þetta, sem nú var í aðsigi, vakti ekki neina teljandi forvitni með honum. Árum saman hafði það hvílt á honum eins og martröð; nú skipti það hann ekki neinu máli í sjálfu sér. Það var einkennilegt hvað það gerði allt auðveldara að vera nógu þreyttur. Nú mundi hann aldrei skrifa um það, sem hann hafði geymt sér að skrifa um, þangað til hann þekkti það nógu náið til að gera því góð skil. Jæja, honum mundi þá ekki heldur mistakast að skrifa um það. Kennski var hann aldrei maður til að skrifa um það og hafði af þeim sökum geymt sér það og dregið að hefjast handa. Jæja, hann mundi aldrei fá úr því skorið, héðan af. „Ég vildi að við hefðum aldrei komið hingað“, sagði konan. Hann hélt á glasinu og hún virti hann fyrir sér og beit á vörina. „Þú hefðir aldrei orðið fyrir neinu sliku í París. Þú sagðir alltaf að þú ynnir París. Við hefðum getað verið um kyrrt í París eða farið eitthvað annað. Ég hefði verið til í að fara hvert sem vildi. Ég sagðist vilja fara með þér hvert sem þig langaði. Ef þig langaði til að fara á veiðar, hefðum við aðeins getað farið á veiðar í língverjalandi og liðið þægilega.“ „Andskotans peningarnir þínir“. HAGA EFTIR ERIVE K LM _ VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.