Vikan - 21.02.1963, Síða 11
„Þetta er ekki drengilegt“, sagði hún. Þeir hafa alltaf verið þínir allteins og mínir. Ég sagði skilið við allt og fylgdi þér hvert sem þú vildir
og ég hef gert allt, sem þú vildir. En ég vildi að við hefðum aldrei hingað komið“.
„Þú sagðist una þér ágætlega".
„Ég gerði það meðan allt var í lagi með þig. En nú má ég ekki til þess hugsa. Ég skil ekki hvers vegna þetta þurfti endilega að koma
fyrir fótinn á þér. Hvað höfum við' unnið til þess að þetta yrði að koma fyrir okkur?“
Ég býst við að sök mín sé sú, að gleyma að bera joð á, þegar ég hrumlaði mig fyrst. Þá lét ég það eiga sig því gð það grefur áldrei í mér. Og
svo, seinna, þegar það var farið að spillast, hefur þessi daufa karbólblanda ,sem ég greip til þegar önnur sótthreinsunarlyf voru þrotin, sennilega
lamað háræðarnar og valdið drepinu.“ Hann leit á hana. „Hvað annað?“
„Ég á ekki við það“.
„Hefðum við ráðið færan vélamann en ekki hálfbakaðan kikuyu bílstjóra, mundi hann hafa gætt að olíunni og þá hefði aldrei bráðnað úr
þessum legum í flutningabílnum".
„Ég á ekki við það“.
„Ef þú hefðir ekki yfirgefið þitt eigið fólk, þetta bölvað ekkisen fólk þitt í Gamla Westbury, Saratoga, Palm Beach, til að fylgja mér...“
„En ég elskaði þig. Ég á þetta ekki skilið. Ég elska þig enn. Ég mun alltaf elska þig. Elskar þú mig ekki?“
„Nei“, sagði maðurinn. „Það held ég ekki. Ég hef aldrei gert það“.
„Harry, því segirðu þetta? Þú ert búinn að missa vitið“.
„Nei. Ég hef ekki neitt vit að missa“.
„Vertu ekki að drekka þetta“, sagði hún. „Góði, gerðu það fyrir mig að vera ekki að drekka þetta. Við verðum að gera allt, sem okkur er unnt“.
Framhald á bls. 18.
T HEMINGWAY
Hann hafði meitt sig á villidýraveiðum
í Afríku og nú lá hann í tjaldinu
með eitrun í fætinum
og beið þess að flugvélin kæmi
— eða dauðinn.
Allt vegna helvítis peninganna hennar.
Þýðing: Loftur Guðmundsson.
VIKAN 8. tbl.
11