Vikan - 21.02.1963, Qupperneq 13
UR JORSALAFERÐ UTSYNAR - 6. GREIN
EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON RITSTJÓRA
hvor guðinn væri þess megnugur að láta regn
væta jörðina. Elía, sá ágæti spámaður, var alveg
viss um að Baal væri bara platguð og hann
lofaði spámönnum Baals að reyna fyrst, en
ekkert gekk. Og Elía gerði að gamni sinu; sagði
að kannski væri Baal vant við látinn, kannski
hefði hann þurft að bregða sér frá. Að minnsta
kosti kom ekki dropi úr lofti. Svo sneri hann
sér til Jahve og sjá; það laust eldingu niður
í altarið og síðan kom steypiregn og allt var
harla gott. Nema Baalspámennirnir voru
drepnir.
Forn átrúnaður á Baal var með ýmsu og ólíku
móti, jafnvel dálítið óklárt, hvort guðinn væri
einn eða fleiri. En þarna í Baalbek var höfuð-
altari hans fram að þeim tíma, að menn brugð-
ust honum algjörlega. Sólguð var hann nefndur
á köflum, það var á tímum Grikkja — og borg-
in Sólarborg. En Hendrik Ottósson, sem veit
meira um austræna guði en flestir hér um slóð-
ir, segir Baal fyrst og fremst hafa verið guð
frjósemdar.
Nú eru fornar götur undir fótum og dökk-
grænir pálmar þrengja sér framúr húsasund-
um, jafnvel uppúr gangstéttum. Húsin eru lág,
vanefnaleg og skálduð. Flest úr gulum steini.
Eftir rigningu mundi allt vaðast út í leðju,
1 en nú þyrlast Ijóst rykið upp í hverju fótmáli.
f vestri eru fjöllin sem skýla sedrusviðnum.
Handan við þau lifa þessi 40 tré, sem enn eru
til af kjörviði kjörviðanna, þeim er Salómon
notaði í musteri sitt og Rómverjar í þök hof-
anna hér í Baalbek. Svo eru rústirnar fram-
undan. Maður gengur upp breiðar tröppur og
innum hátignarlegt hlið gildra súlna. Þetta
er aðeins fordyrið og það á eftir að koma í
ljós, hversu feiknarlegar þessar byggingar hafa
verið. Fyrst verður okkur á að spyrja: Hvaðan
var komið með allar þessar súlur og hvernig
voru þær reistar upp? Hér er enga kletta að
sjá í næsta nágrenni, aðeins ávalar
hlíðar fjallanna á báða vegu.
— Þær eru frá Egyptalandi, segja
fylgdarmenn okkar og láta ekki meira
yfir því en þær hefðu verið fluttar í
gær á trukkum með aftanívögnum. Og
reistar upp með kranabílum. En það
var dálítið öðruvísi.
Þær voru fluttar sjóleiðina frá
Egyptalandi til Tripoli í Líbanon, sem
er nokkru norðar en Beirút. Hvernig
þeir komu þeim um borð og skipuðu
þeim á land, það liggur ekki fyrir.
En þeir gerðu sér lítið fyrir og veltu
þeim á trjábolum 88 km, frá Tripoli
til Baalbek. Þessir einsteinungar eru
um 20 m háir og líklega einn meter
í þvermál. í brennandi sólarhitanum
hafa þrælarnir raðað sér á alla hliðina
og stympazt trjábol af trjábol, en álit-
legur fjöldi kónglegra bífalingsmanna
hefur mundað þrælasvipurnar að baki
þeim. Svo var komið að því að súl-
urnar skyldu reistar og það finnst
mörgum í fljótu bragði óskiljanlegt.
Þeir höfðu aðeins afl margra handa
en engin verkfæri eftir okkar skiln-
ingi. Þessa þraut leystu þeir raunar
á mjög einfaldan hátt, aðeins var það
gifurleg vinna. Þrælar voru látnir búa
til pall úr sandi. Hann var hafður
nokkurnveginn jafnhár súlunni þar
sem hún átti að standa, en síðan langur
aflíðandi halli aftur af honum. Súlun-
um var velt á trjám fram á pallinn
og rennt á endann framaf brúninni.
Síðan var allur sandbyngurinn fluttur
burtu. Þessa sömu aðferð höfðu þeir
við að sökkva steinkistum ofan í grafir.
Þá var gröfin fyllt af sandi, kistunni
velt á trjám útí sandinn og loks var
sandinum mokað undan kistunni. Svona
Framhald á næstu síðu.
Páll postuli við komuna til Damaskus. Hann féll af baki
og blindaðist við Ijósið og það var farið með hann í hús
Júdasar við „Strætið beina ‘.
VIKAN 8. tbl.
13