Vikan


Vikan - 21.02.1963, Side 19

Vikan - 21.02.1963, Side 19
Eins og lesendum Vikunnar er kunnugt, hefur Vikan birt á undanförnum árum, mynd- ir af 10 ungum slúlkum, sem hafa tekið þátt í „undanrásum" fegurðarsamkeppninnar, en úr þeim hópi hafa svo verið valdar 6 stúlkur, sem verðlaun skyldu fá, en úr þeim hópi siðan fegurðardrottningin. Nú velur dómnefndin hins vegar 6 stúlkur til úrslita og aðeins þær koma opinber- lega fram — fyrst í Vikunni og síðar í einhverju af samkomuhúsum bæjarins, þegar „Ungfrú Island 1963“ verður valin. Á þennan hátt er það tryggt, að allar þær stúlkur, sem taka ópinberan þátt í keppn- inni, fá sín verðlaun og viðurkenningu fyrirþátttökuna. Verðlaunin eru nú glæsilegri en nokkru sinni áður, og allar stúlkurnar sex fá tækifæri til að taka þátt í fegurðarsam- keppni á erlendum vettvangi og keppa um aiþjóðaviðurkenningu. Fyrstu verðlaun'in \rerða eins og áður hefur verið, ferð til Kaliforníu og þátttaka í keppninni um titilinn Miss International. Þá fær hún ennfremur síðan kvöldkjól og 100 dali í skotsilfur til far- arinnar. Siðan fær hún einnig skemmtiferð um Miðjarðarhaf með skemmtiferðaskipinu glæsilega, Arkadia. önnur verðlaun verða litlu minni, en það er ferð til Miami, Fiorída, og þáttlaka í Miss Universe fegurðarsamkeppninn og 100 dalir í skotsilfur og síðan ferð til Mallorca og þar þátttaka í fegurðarsamkeppni. Stúika númer þrjú fær ferð til Líbanon og tekur þar þátt í keppninni um titilinn Miss Europa, númer fjögur fer til Lon- don til þátttöku í Miss World keppninni, en stúlkur númer 5 og 6 fara til Norðurlanda og taka þar þátt í keppninni um tit- ilinn Miss Norden. Nú fer senn að líða að því að fyrstu sex stúlkurnar, sem fá þessi glæsilegu verðlaun, verða valdar úr hópi umsækjenda, en það gerir sérstök dómnefnd, sem forráðamenn keppninnar hafa fengið til þess. Þess vegna er lesendum á það bent, að ef þeir vita um stúlkur, sem líklegar eru til þátttöku, að tilkynna Vikimni það hið fyi’sta, og sama er að segja um þær stútkur, að sjálfsögðu, sem hafa áhuga á að spreyta sig í keppninni. Hér á síðunni er seðiil, sem lesendur eru þá beðnir GUÐRUN BJARNADOTTIR — Ungfrú ísland 1962 — Framhald á bls. 44. TILLAGA um þátttakanda í fegurðarsamkeppninni 1963. Nafn þátttakanda ..................................... Aldur....... Heimilisfang............................. Sendandi .. Heimilisfang Sími

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.