Vikan


Vikan - 21.02.1963, Síða 20

Vikan - 21.02.1963, Síða 20
Framhaldssaga eftir VICKI BAUM Ungi afgreiðslumaðurinn í lyfja- búðinni svitnaði mikið, en vissi litið. Hann mundi ekki til þess að hann hefði nokkurn tíma selt þvottakonunni rottueitur. Það sannaði þó ekki að hann hefði ekki gert það. Hann afgreiddi svo marg- ar frúr — liann kallaði þvottakon- una „frú“ — og liann var ekki sér- lega minnugur á andlit. Reyndar var framburður hans þýðingar- laus, þvi að pakki með nafni lyfja- búðarinnar utaná og afganginum af eitrinu hafði fundizt í íbúð hinnar ákærðu. Droste lét unga manninn fara, laut að Steiner og spurði: „Eigum við að láta sérfræðing- ana koma i dag, eða láta það bíða þangað til á morgun?“ „Ég er búinn að fá meira en nóg í bili,“ svaraði Steiner. Tveir af hinum sex kviðdómendum virt- ust sofa. Enn sátu þrjár manneskj- ur á vitnabekk. Allir virtust orðn- ir dauðþreyttir, nema liinn með- ákærði eiginmaður, hann virtist hress og kátur, þar sem hann hall- aði sér brosandi að verjanda sin- um og hvíslaði einliverju að hon- um. Bruhne, verjandi þvottakonunn- ar, reis úr sæti sínu og lióf ræðu sína. „Þá það,“ sagði hann og lag- færði gleraugun. „Þá það. Senni- lega fæst aldrei úr því skorið, hvort rottueitrið var ekki keypt fyrr en að morgni þess 16. október eða einhvern tíma áður. En . . . hátt- virtu dómnrar og kviðdómendur, þó svo að eitrið hafi ekki verið keypt fyrr en þann 16. sannar það eitt að um morð liafi verið að ræða? Nei, segi ég, og aftur nei. Þarna situr margra barna móðir, sem vinnur nótt og dag að heita má, og það eins þótt hún sé komin langt á leið. Ilún hafði ekki sofið í fullar þrjátiu og tvær klukku- stundir, það höfum við heyrt af hennar eigin munni og staðfest af vitnuin. Herrar mínir og frúr . . . er unnt að telja manneskju, sem ekki liefur notið svefns né hvíldar i þrjátiu og tvær klukkustundir, ábyrga gerða sinna? Því miður virðist almenningur ekki gera sér nægilega ljóst við live þröng kjör hinar vinnandi stéttir eiga að búa, og ég ...“ Droste lilýddi á ræðu verjandans, fyrst með nokkurri undrun, siðan með vaxandi gremju. Ekki vegna þess að rök þau, sem hann hafði fram að færa, vrðu vefengd, heldur voru þau ekki annað en upptugga þess, sem allir vissu fyrir löngu. Droste þoldi bókstaflega ekki slík- an væmnisvaðal, og hann fann hvernig hann roðnaði af reiði. „Herra verjandi,“ mælti hann. „Viljið l)ér ekki láta þessar víð- feðmu athuganir yðar bíða þangað til þér flytjið sjálfa varnarræð- una?“ Rödd hans var byrst, en hæs- in sagði þegar til sín og á siðustu orðunum brást honum rómurinn al- gerlega. Það var helgið í salnum, en Droste gat ekki vitað hvort áheyrendur hlógu að verjandanum eða sjálfum honum. Hann hellti vatni í glas sitt og drakk i skyndi, en það var moðvolgt og væmið. Bruhne hreyfði einhverjum at- hugasemdum, en Droste nennti ekki einu sinni að elta ólar við hann. „Þegar verjandinn liefur lokið máli sínu, mun ég leggja fáeinar spurningar fyrir hina ákærðu,“ sagði liann ástúðlega. Verjandinn þagnaði og settist, og enn var hleg- ið í réttarsalnum. Droste leit út yfir salinn. Það var orðið bjartara þar inni. Hann hefði viljað gefa mikið til að sjá Maríönnu meðal áheyrendanna, cn hann svipaðist árangurslaust eftir kápunni liennar þar frammi. Marí- anna gekk í kápu i þeim lit, sem fáar aðrar konur hefðu átt hug- rekki til að bera á almannafæri, eldrauðari eins og uppreisnarfáni, svo að ekki leyndi sér hvar hún fór. „Við höfum cnn einu sinni lieyrt fram tekið, að frú Rupp liafi ekki sofiðífullar þrjátiu ogtvær klukku- stundir, áður en þetta gerðist,“ tók Droste til máls. „Hún var, auk vinnu sinnar, að hjúkra hel- spúkri tengdamóður sinni. Enhvers vegnasá eiginmaður hinnar ákærðu ekki svo um, að hún nyti nokk- urrar hvíldar? Hvar hafðist liann við á nóttunni? Hvers vegna leysti hann eiginkonu sina ekki af hólmi?“ Rupp reis úr sæti sínu og festi þegar augun á ekkjufrú Budecker. Eyru hans hreyfðust án afláts á meðan hann lnigsaði um svarið. „Ég var ekki heima,“ sagði hann loksins. „Ekki þegar móðir yðar lézt -—• við vitum það. En næturnar áður; livar hélduð þér yður þá?“ Rupp hreyfði enn eyrun. „Ég var bjá kunningja mín- um . ..“ Þvottakonan virtist vilja segja eitthvað. „Frú Rupp . . . hvað var það?“ Þvottakonan tók höndunum um magann, eins og hún vildi halda að þunga sínum. „Herra dómari . . . maðurinn minn var hjá kunningja sínum í sumarbústaðahverfi, og aðstoðaði liann eitthvað við garðyrkju. Kunn- ingi hans greiddi honum aðstoð- ina í eggjum og grænmeti og öðru þessháttar.“ „Hvað heitir þessi kunningi yð- ar?“' „Brösig,“ svaraði eiginmaður þvottakonunnar. „Josef Brösig. Við vorum að taka upp kartöflur, og ég hafði pund af kartöflum með mér lieim. Og þegar ég svo kom, hafði þetta gerzt . . .“ Það leyndi sér ekki að þvotta- konan var ánægð með svar og fraministöðu hans; hann rétti upp höndina eins og skóladrengur og hvíslaði siðan einhverju að verj- anda sínum. „Hann segir, að það sé ekki vist að Brösig dveljist enn þarna í hverfinu," sagði verjandinn. „Við höfum áj'eiðanlega upp á honurn," svaraði Droste stuttur í spuna. Hann reis enn úr sæti sínu, sleit réttarhöldunum og tilkynnti að þau hæfust aftur að morgni. Ilann hafði teiknað vínþrúgur á pappírs- örkina, sem lá á borðinu fyrir framan hann; þétta þrúguklasa, cn það var ávani hans. Nú skrif- aði hann nafn Brösigs á blaðið sér til minnis. En ahnars var hann svo minnugur á nöfn manna, síma- númer og heimilisföng, að það nálgaðist það að vera óþægilegt. Áheyrendur risu úr sætum sinum með hósta og ræskingum og liröð- uðu sér á dyr. Lögreglumaðurinn rak þvottakonuna á undan sér eins og þunglamalega belju, sem rekin er á bás sinn. Eiginmaður hennar kippti kæruleysislega í buxna- streng sinn um leið og hann reis úr sæti sínu, hrjúfur og karlmann- legur i senn, hélt á brott i fylgd með lögregluþjóninum, gleiðgeng- ur og hnarreistur. Þegar Droste liafði séð svo um að Brösig yrði stefnt sem vitni, liélt hann líka leiðar sinnar og blistraði lágt stef úr Pílagrimskórnum á meðan hann beið eftir sporvagninum. Ilann var þreyttur, en ákefð hans var end- urvakin, því að hann þóttist þess fullviss, að eitthvað nýtt mundi kotna fram i málinu í sambandi við þennan Brösig. Droste fann ekki Evelyn strax þegar hann kom heim. Venjulega gat ltann gengið að henni vísri í rekkjunni, þar sem hún lá ofan á ábreiðunni, samanhnipruð eins og kisa, innan um allt dótið. Hann sá blóm liggja á náttborðinu, þegar ltann virti alla óreiðuna hrosandi fyrir sér, en veitti því ekki neina nánari athygli og liélt beina leið inn i snyrtiherbergið til að skola hálsinn. Hann heyrði í börnunum inni í herbergi þeirra, en þangað þorði hann ekki fyrir nokkurn mun, þvi að fóstran var þess full- viss að hann bæri með sér sótt- kveikjur svo tugmilljónum skipti úr réttarsalnum, og kannski hafði liún rétt fyrir sér. Hann naut þess að skola hálsinn með allri þeirri atliöfn, sent því fylgdi, en hætti því þegar Evelyn bar að, þar eð hann vissi að hún þoldi illa skol- hljóðið. Hann bað hana þess i stað að hafa innöndunartækið til taks eftir matinn. Hann gekk um gólf í dagstof- unni og beið með óþolinmæði eft- ir kvöldmatnum, lieyrði Veroniku glamra i mataráhöldum frammi i eldhúsinu oð varð enn svengri fyr- ir það. Evelyn hlaut að fara að leggja á borðið. Iiann óskaði þess heilshugar að hann þyrfti ekki að 2Q — VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.