Vikan


Vikan - 21.02.1963, Qupperneq 24

Vikan - 21.02.1963, Qupperneq 24
ANNAR HLUTI OG NIÐURLAG „Já. ViS Douglas erum svo ó- segjanlega hamingjusöm aS vera saman. Við höfum verið gift i fimm ár, og satt að segja eru fimm ár talsvert langur tími á okkar dögum.“ „Ég efast ekki um, aS fyrir get- ur komiS aS þaS virSist heil eilífð, frú,“ sagði Poirot þurrlega. „... en í raun og veru held ég, að viS séum hamingjusamari núna heldur en fyrst þegar við giftum okkur. Ég skal segja yður, að við erum alveg eins og sköpuð hvort fyrir annað.“ „Þá er auðvitað einskis liægt að óska i'rekar.“ „Það er jæss vegna, sem mig tekur svo sárt að sjá, þegar fólk er óhamingjusamt." „Þér eigið við ...?“ „Ó! ég átti aðeins við fólk svona yfirleitt, hr. Poirot." „Já, vitanlega, ég skil.“ Frú Gold lók upp silkiþráS, hélt honum upp í birtuna og fór að reyna að þræða nálina um leið og hún hélt áfram: „Til dæmis i'rú Chantry?“ hefði ekki þurft jafn athugulan á- liorfanda og Hercule Poirot til þess að taka eftir vanliðan hennar. Svo sló hún út í allt aðra sálma og sagði: „Karlmenn eru hreinustu börn! Þeir trúa bókstaflega öllu . . .“ Hún beygði sig yfir saumana. Aftur sást vasaklútnum bregða fyrir sem snöggvast. Ef til vill hefur Poirot þótt réttast að skipta um umræðuefni. „Þér hafið ekki farið i sjóinn i morgun?" sagði hann. „ Og maður- inn yðar er niðri í fjörunni." Frú Gold leit upp, deplaði aug- unurn og svaraði nú á sinn venju- lega hátt, sem nærri því mátti kalla ögrandi: „Nei, ekki i morgun. Við vorum búin að ákveða að ganga umhverfis gömlu borgarveggina. En við ■— við fórumst einhvern veginn á mis. Þau fóru án mín.“ Fornafnið, sem hún notaSi, saaSi SAKAMÁLASAGA EFTIR AGATHfl (HRISTIE „Já, frú Cantry.“ „Ég lield að hún sé alls ekki geðfelld kona.“ „Nei, nei, það má vel vera.“ „Sannast að segja, þá er ég al- veg viss um að hún er það ekki. En einhvern veginn kennir mað- ur samt i brjósti um hana. Þvi að þrátt fyrir auðæfi hennar, fegurð og allt þess konar,“ — frú Gold var svo skjálfhent að hún gat með engu móti þrætt nálina —, „þá er hún ekki i hópi þeirra kvenna, sem karlmenn geta elskað til lengdar. Ég held, aS liún sé ein af þeim konum, sem karlmenn verða fljótt þreyttir á. Haldið þér það ekki lika?“ „Vissulega mundi ég sjálfur vera orðinn þreyttur á samræðum henn- ar áður en mjög langur tími væri liðinn“ sagði Poirot varfærnislega. „Já, það er einmitt það, sem ég' á við. Vitanlega hefur liún einhvern þokka . . . „Frú Gold hikaði, varir hennar skulfu og henni hafði ekki enn tekizt að þræða nálina. ÞaS sína sögu, en áður en Poirot gat sagt fleira, kom Barnes herforingi neSan úr fjörunni og lét fallast í stól hjá þeim. „Góðan dag, frú Gold. GóSan dag Poirot. Hafið þið bæði gerzt lið- hlaupar í morgun? Það vantaði heilinarga. Ykkur bæði og manninn yðar, frú Gold — og frú Chantry.“ „Og' Chantry höfuðsmann?“ spurði Poirot eins og af tilviljun. „Nei, nei, iiann er þarna niður frá. Ungfrú Pamela hefur hertekið hann.“ Hershöfðinginn kýmdi. „Henni finnst hann ofurlítið erfið- ur. Einn af þessum fámálu krafta- jötnum, sem er sagt frá i bókum.“ Marjorie Gold hryllti sig ofur- lítið og sagði: „ÞaS er ekki laust við, að ég sé smeyk við hann. Hann — hann verður stundum svo þungur á svip- inn. Eins og hann hcfði jiað til að — gera eitthvað! ÞaS fór hrollur um hana. „ASeins slæm melting býst ég við, sagði hershöfðinginn glaðlega. „Margar sögusagnir hafa komizt á kreik um rómantiskt þunglyndi eða óstjórnleg reiðiköst, sem or- sakast hafa af meltingartruflunum." Marjorie Gold brosti ofurlitlu kurteysisbrosi. „Og hvar er yðar ágæti eigin- maður?“ spurSi liershöfðinginn. Hún svaraði hiklaust — og rödd- in var alveg eðlileg og glaðleg. „Douglas?“ Ó, hann fór með frú Chantry inn i borgina. Ég held að þau hafi ætlað að skoða gömlu borgarmúrana.“ „Nú, já — það er ákaflega skemmtilegt. Frá riddaratímunum og allt slikt. Þér liefðuð átt að fara líka, kæra frú.“ „Ég er hrædd um, að ég liafi verið of sein á mér að koma niður. Hún stóð skyndilega á fætur, gekk inn i gistihúsið. Barnes liershöfSingi liorfði á eftir lienni með áhyggjusvip og hristi höfuðið góðlátlega. „Snotur lítil kona, þetta. Meira virði en tylft af máluðum drósum eins og ein, sem við skulum ekki nefna. Ja, svei! þvílíkur bjáni, eiginmaðurinn! Kann ekki að meta það, sem hann á.“ Iiann hristi höfuðiS aftur, reis á fætur og gekk inn. Rétt í þessu liafði Sara Blake komið neðan úr fjörunni og heyrt það, sem liershöfðinginn sagði síð- ast. „Hvar er Chantry höfuSsmaður?" spurði Poirot. „Niðri í fjöru, þar sem Pamela er að kryfja hann (og hún er i essinu sínu, skal ég segja yður) og liann varð ekki blíðari í skapi við þá aðgerð. Hann var eins og þrumuský, þegar ég fór að neðan. Trúið mér, þaS eru liryðjur í að- sigi. „Það er dálítið, sem eg skil ekki,“ síagði Poirot. „Það er minnstur vandinn að skilja,“ sagði Sara. „En hvað er það, sem á eftir að gerast ■— þaS er spurningin." Poirot hristi höfuðið og muld- raði: „Þér liafið rétt að mæla, ungfrú — það er ókomni tíminn, sem veldur nianni áhyggjum.“ „En hvað þér orðið það vel,“ sagSi Sara um leiS og hún gekk RHODES- tiún gretti sig á eftir striðsmann- inum, þegar hann gekk i burt, fleygði sér i stól og hermdi eftir honum: „Snotur lítil kona — snotur lítil kona! Alltaf skulu karlmennirnir dásl að konum með lélegan smekk — en þegar til alvörunnar kemur, þá eru það samt uppdubbuðu dræs- urnar, sem fara með sigur af hólmi! Sorglegt, en salt.“ „Ungfrú,“ sagði Poirot, og rödd hans var liörkuleg. „Mér geðjast ekki að þessu öllu!“ „Ekki það? Og mér ekki heldur. Ónei, það er vist bezt að vera hrein- skilinn. Satt ,aS segja býst ég við að mér geðjist einmitt að þvi. Það er einhver andstyggilegur þáttur í manni, sem hefur ánægju af slysuin, opinberum hneykslum og öðrum óþægindum, sem vinir manns lenda í.“ inn i gislihúsið. ÞaS munaði minnstu að hún ræk- ist á Douglas Gold i dyragættinni Ungi maðurinn var að koma út, sýnilega allvel ánægður með sjálfan sig, en jafnframt vottaði fyrir ofur- litlum sektarsvip á andlitinu. „Halló, lir. Poirot,“ sagði hann, og bætti svo við dálitið hreykinn, „Ég var að sýna Chantry múrana frá krossferðatimunum. Marjorie kærði sig ekki um að koma með.“ Poirot lyfti augabrúnunum eilit- ið, en þót.t hann hefði viljað, hef'ði honum ekki unnizt tími til að segja neitt, því að i sömu andrá kom Valentine Chantry jijótandi út og hrópaði liárri röddu: „Douglas — eitt staup af eini- berjabrennivíni — ég hlátt áfram verð að fá eitt staup af einiberja- brennivíni." Douglas Gold gekk burt til þess aS panta drykkinn. Valentiné lét fallast i stól viS hliðina á Poirit. Hún var glæsileg og andlit hennar Ijómaði jiennan morgun. Hún sá eiginmann sinn og Pam- elu á leiðinni til þeirra, hún veif- aði með hcndinni og hrópaði: 2^ — VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.