Vikan


Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 33
„En — Marjorie Gold?“ Poirot varð liarður á svip. „Ég aðvaraði hana,“ sagði liann. „Já, ég varaði hana við . . . Uppi á Fjalli Spámannsins . . . Það var eini möguleikinn til að af- stýra glæpnum. Ég sagði henni það næstum því berum orðum, að ég liefði hana grunaða. Hún skildi það. En hún taldi sig enn færari og slungnari en hún er. Ég sagði henni, að hún skyldi yfirgefa eyj ■ una, ef henni væri lifið nokkurs virði. Hún kaus — að vera kyrr. « Sjálfsmynd. Framhald af bls. 9. gallaðar að byggingu og atburðarás. Frásögnin er oft þreytandi lang- dregin, mas sem minnir á máluga sögusmettu. Þeir virðast hafa óljósa hugmynd um hvað gerist í næsta kafla. Og á stundum hlaupa þeir út undan sér og taka að segja frá óþörfum atriðum, sem ekki koma sjálfri sögunni hið minnsta við. Þeir draga oft nýjar persónur fram á sjónarsviðið undir sögulok- in. Og sögupersónur þeirra eru ann- aðhvort djöflar eða englar, og lýs- ingin á þeim óþolandi nákvæm og smásmuguleg. Viðbrögð þeirra skortir oft rökréttan tilgang, þær eru kaldar og ólífrænar, eingöngu tákn, sem notuð eru til að leysa einhverja óljósa og fáránlega ör- lagagátu. f þessum sögum er harla fátt í tengslum við lífið, eins og það gengur og gerist. UM STARFIÐ OG TÍMANN. Það er lítill vandi að stýra logn- sléttan sjó. En sífellt skin án skugga, stöðug vellíðan án nokkurs sársauka — það er ekkert líf. Athugum hlut- skipti þeirra, sem hamingjusamast- ir eru — þar er sín ögnin af hverju. Þegar blessun fylgir böli breytist hryggðin í fögnuð. Jafnvel dauðinn sjálfur eykur ástina á lífinu. Menn komast næst því að vera sannir og sjálfum sér samkvæmir á alvöru- stundum lífsins, í skugga sorgar og saknaðar. Hversdagsleg athugun ætti að sann- færa okkur um hversu ógerlegt það er að komast hjá öllum örðugleik- um, eigi manni að takast að hrinda einhverju í framkvæmd, sem kveð- ur. Við ættum að vera þakklát fyrir örðugleikana. Þeir sýna hvað í okk- ur býr. Skapgerðin styrkist við mót- lætið. Það er ekki fyrr en við höf- um reynt að kynnast sjálfum okk- ur og hvers við séum megnug og ofmetið hæfileikana okkar til skaða hvað eftir annað, sem við öðlumst þá reynslu sem gerir okkur kleift að meta réttilega krafta okkar og veikleika. Að harma mistök sín svo sárt að maður endurtaki þau ekki, það er hin eina sanna iðrun. Það er ekki neitt göfugt eða karlmannlegt við það að vera einhverjum öðrum fremri. Sönn göfgi og karlmennska er í því fólgin að fara fram úr því sem maður var sjálfur áður. í lífi, starfi og viðskiptum eru það ekki gáfurnar, heldur skapgerðin sem mestu varðar, ekki heilinn, heldur hjartað, ekki snillin heldur sjálfsaginn og þrautseigjan undir stjórn dómgreindarinnar. Vísdómurinn er lokagjöf lífsins til hins þroskaða manns. Reyndur maður hefur lært að treysta á tím- ann sem samherja sinn. Tíminn hef- ur verið talinn fegra og græða; en hann er kennari engu síður. Reynsl- an eykst með árunum, í jarðvegi tímans á vísdómurinn rætur sínar. Hann getur verið æskunni bæði vin- ur og óvinur. Og hann getur verið þeim aldna bæði huggari og kval- ari, það fer allt eftir því hvort við- komandi hefur notað hann vel eða misnotað hann, hvernig hann hefur lifað lífi sínu. Lífinu er næstum lokið áður en okkur hefur tekizt að gera okkur grein fyrir þvi. En tilvera okkar öllum áskapað að deyja, en lydd- urnar deyja til einskis. Ég hef allt- af talið það fyrstu skyldu mannsins að kunna taumhald á ótta sínum. Ekkert rænir manninn eins þreki og hugleysi og óttinn við hætturn- ar. Það gerir sléttan veg torfæran, slæman veg ófæran. Maðurinn þjáist oft þunglega af ástæðulausum ótta fyrir það að hann þorir ekki að kynna sér allar staðreyndir. Af ótta við það, að staðreyndimar kunni að reynast enn uggvænlegri en þeir óttast, verður ótti þeirra oft meiri en staðreyndirnar gefa tilefni til. Þeir þjást af myrkfælni alla ævi vegna þess að þeir halda að þeir hafi séð draug. Það er betra að vita hið versta þegar í stað, en að óttast hið versta vikum saman. UM ÓDYGGÐIR. Af öllum þeim viðurstyggilegu löstum sem setja smánarbletti á J verður ekki eingöngu mæld í árum. Eikin getur lifað öldum saman á meðan kynslóðir koma og fara. En hver mundi vilja skipta á lífi henn- ar og lífi hugsandi manns? Það er margt í lífinu, sem er svo fagurt og unaðslega hrífandi, að við liggur að ég blygðist mín fyrir að hafa ekki sinnt því frekar. Samt sem áður get ég gert upp líf mitt í fjórum orðum: Ég hef notið lífs- ins. UM DAUÐANN OG ÓTTANN. Bókin sem ég vildi að yrði kórón- an á ævistarfi mínu var „Gamli maðurinn og hafið“. Sú saga var rituð við erfiðar aðstæður. Elli kerling hafði knúið mig til fang- bragða. Fæstir hljóta þó aldurtila af þeirri glímu. Flestir deyja af von- brigðum, geðríki, ástríðum, andlegu eða líkamlegu striti, eða þá slys- förum. Maðurinn stritar mest af öllum skepnum skaparans. Lang- lífið rænir manninn oft bjartsýni hans. Skammlífi er betra. Sá maður fyrirfinnst varla, sem ekki hefur einhvern tíma á ævinni þjáðst meira en menn gera venjulega í dauðanum. Frægur læknir sagði mér einu sinni, að dauðasársaukinn væri oft og tíðum lítið harðari en tannpínukippur. Öll erum við kölluð til orrustu og þennan heim, er kreddufestan vissu- lega skaðlegust og skelfilegust. Eng- inn löstur kemst í hálfkvisti við þetta myrka og illa hugarástand. Kreddufestan veldur því að menn þverskallast við að taka tillit til nokkurs annars en sinna eigin skoð- ana. Hinn áráttuháði gagnrýnandi er að eðli til málþófsmaður og þref- ari. Allt sem er uppbyggilegt og nokkur stoð að er honum framandi. Hans persónulega álit er harðstjóri hans og ofstækið hans hirtari. Að hans sjúklega áliti hefur hann ó- hjákvæmilega alltaf á réttu að standa. Metnaðurinn er frumrót allra lasta, faðir hræsninnar, fóstri öfundarinn- ar, smiður vélabragðanna. Flestir menn glata dyggðum að sama skapi og þeim græðist fé. Sjá- ið manni fyrir öllum nauðsynjum, og hann krefst lífsþæginda. Sjáið honum fyrir lífsþægindum og hann krefst munaðar. Veitið honum mun- aðinn og hann krefst glæsibrags og skarts. Látið honum það eftir og hann vill mega haga sér eins og fífl. Veitið honum það allt, og hann kvartar yfir því að hann hafi verið svikinn í viðskiptunum og fengið oflítið fyrir ofmikið. Mannlegt eðli mun fyrr eða síðar standa augliti til auglits við örlög mannkynsins ... og þann dag verð- ur sprenging, svo um munar. UM TILGANG LÍFSINS. Frá vöggu til grafar, í þörfum sín- um og skemmtunum, í heimsskynj- un sinni og sjálfskynjun, verður nútímamaðurinn að glíma við að greiða úr endalausum flækjum. Ekkert er einfalt lengur; hvorki hugsun né starf eða skemtun, jafn- vel ekki það að deyja. Ég hef allítaf litið svo á, að um leið og maðurinn tekur að lifa alvar- legra innra lífi, taki hann að lifa fábrotnara ytra lífi. Á þessari öld hófleysisins og sóunarinnar, vildi ég óska þess að ég mætti sýna heim- inum það og sanna hversu fábrotn- ar hinar raunverulegu þarfir manns- ins eru. Ég vildi frekar vera þess umkom- inn að kunna að meta þá hluti, sem ég verð að vera án, en að hafa þá hluti, sem ég kann ekki að meta. Mér virðist furðu gegna hve mörg- um dýrmætum stundum er sóað í tilgangslaust sjálfsdekur, eltingar- leik við hégóma, einskisnýtt þvaður, í tilgangslaust svall. Öll yfirborðs- útþensla lífsins án dýpkunar dreg- ur einungis úr gildi þess. Þú verður að framkvæma. Óvirk íhugun er hættulegt hugarástand. Við eigum ekki að sóa lífinu í drauma. Þeir sem tefla djarft og treysta á heppnina, deyja oftast í armóði og fátækt. En jafnvel þegar ungir menn verða fyrir heppni, verður hún þeim oftast til ógæfu. Þeir vanr rækja hina nauðsynlegu, þrjózku viðleitni. Iðni og starfsáhugi fara forgörðum. Þeir fá andúð á allri vinnu og sóa lífinu í bið eftir tæki- færum, sem aldrei bjóðast. Fólk er alltaf að reyna að stytta sér leið til hamingjunnar. Það er ekki um neinar styttri leiðir að ræða. Það er stórt skref í rétta átt þegar manninum hefur skilizt að eklcert samband er á milli þess að hafa ánægju af hlutunum og að fram- kvæma þá. Skilyrðislaus einlægni og heiðarleiki er einkenni mikilla rithöfunda. Líf þeirra er oft erfitt og gleðisnautt, en þeir liggja aldrei á liði sínu. Allt sem þeir taka sér fyrir hendur, hvort heldur sem það er á sviði trúmála, stjórnmála eða upplýsingar, eða til að afla sér lífs- viðurværis, gera þeir heilshugar og leggja sig alla fram. UM EINMANALEIKA. Á stundum skrifa ég allan daginn til að sigrast á einmanaleikanum. En hugdjarfir menn hafa oft hag- nýtt sér þann einmanaleika, sem á þá var lagður, til að vinna hin mik- ilvægustu afrek. Það er einmana- leikinn sem gerir menn strangasta í kröfunum til sjálfs sín um alla fullkomnun. f einverunni og ein- manaleikanum finnur maðurinn sjálfan sig og verður þá oft tvíefld- ur að orku. Eigi maðurinn að verða nokkru sinni hamingjusamur, verð- ur hann að hafa tíma og tækifæri til að vera einn með sjálfum sér. En hvort einmanaleikinn verður manninum ávinningur eða ekki er VIKAN 8. tbl. — 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.