Vikan


Vikan - 21.02.1963, Side 40

Vikan - 21.02.1963, Side 40
Fannir Kilimanjaro. Framhald af bls. 18. var nú lokið á þennan hátt, og hann vissi að svo var, mátti hann ekki bregðast við eins og eitursnák- urinn sem hjó í sjálfan sig vegna þess að hryggur hans var brotinn. Það var ekki konunnar sök. Ef það væri ekki hún, mundi það vera ein- hver önnur. Ef hann lifði á lygi varð hann að reyna að deyja í henni. Hann heyrði skot bak við hæðina. Hún var mjög góð skytta, þessi auðuga skækja, þessi ástúðlega for- sjá og spillir hæfileika hans. Þvætt- ingur. Hann hafði eyðilagt hæfileika sína sjálfur með því að láta þá ónot- aða, með því að svíkja sjálfan sig og það sem hann trúði á, með því að drekka svo mikið að það slævði athygli hans, með leti, með ó- mennsku, og með broddborgaraskap, með stolti og fordómum, með öllu móti. Hvað var þetta? Verðskrá yfir gamlar bækur? Hvað voru hæfileik- ar hans þegar allt kom til alls? Víst voru það hæfileikar en í staðinn fyrir að beita þeim, hafði hann gert sér þá að verzlunarvöru. Það var aldrei það sem hann hafði afrekað, en alltaf það sem hann gat afrekað. Og hann hafði frekar kosið að vinna sér fyrir lífsviðurværi með ein- hverju öðru en penna og pensli. Það var einnig alleinkennilegt eða hvað, að þegar hann varð ástfanginn af annarri konu, þá skyldi sú kona alltaf vera auðugri en sú síðasta? En þegar ást hans var öll, þegar hann var einungis að ljúga, eins og að þessari konu, núna, sem var auð- ugust af þeim öllum, sem átti pen- inga til alls, sem hafði átt eigin- mann og börn, sem hafði tekið sér elskhuga og orðið leið á þeim, og sem unni honum hugástum sem rit- höfundi, sem manni, sem félaga og sem stoltareign; það var einkenni- legt, að þegar hann elskaði hana alls ekki og laug að henni, var hann þess umkominn að láta henni meira í skiptum fyrir peninga hennar en á meðan hann hafði elskað hana í raun og veru. Við hljótum öll að vera sköpuð til þess sem við leggjum fyrir okk- ur, hugsaði hann. Hvernig sem þú vinnur þér fyrir lífsviðurværi eru hæfileikar þínir á því sviði. Hann hafði selt lífsþrótt, í mismunandi formi, alla ævi og þegar það snertir ekki tilfinningarnar um of getur maður látið meiri verðmæti koma fyrir peningana. Hann hafði komizt að raun um þetta en hann mundi ekki heldur skrifa um það úr þessu. Nei, hann mundi ekki skrifa um það, enda þótt það væri fyllilega þess virði að festa það á blað. Nú kom hún í sjónmál, þar sem hún gekk yfir rjóðrið að tjaldstaðn- um. Hún var klædd stuttbrókum og bar riffil sinn. Fylgdarmennirnir báru dverggasellu á stöng og þeir gengu spölkorn á eftir henni. Hún var enn glæsilegasta kona, hugsaði hann, og líkami hennar var til yndis. Hún var mjög góðum bólhæfileikum gædd og vergjörn, hún var ekki fríð sýnum, en honum geðjaðist vel að andliti hennar, hún las kynstrin öll, — VIKAN 8. tbl. hafði gaman af að vera á hestbaki og veiðum og vissulega drakk hún úr hófi fram. Eiginmaður hennar hafði látizt þegar hún var enn kona á bezta aldri og um hríð hafði hún lifað fyrir hálfuppkomin börn sín, sem þurftu hennar ekki við og fannst hún til trafala, fyrir reið- hesta sína, bækurnar og flöskuna. Hún las mest þegar leið á daginn fyrir kvöldmat og hún drakk viský og sódavatn meðan hún las. Um kvöldverðarleytið var hún orðin all- drukkin og þegar hún hafði neytt flösku af víni með matnum var hún venjulega orðin nógu ölvuð til að geta sofnað. Þannig var það áður en elskhug- arnir komu til sögunnar. Eftir að þeir komu til sögunnar drakk hún ekki eins mikið því að þá þurfti hún ekki að drekka til að geta sofnað. En henni leiddust elskhugarnir. Hún hafði verið gift manni sem aldrei þreytti hana og þessir náungar þreyttu hana ákaflega. Þá fórst annað af börnum hennar í flugslysi og eftir það sneri hún baki við elskhugunum, og þar sem áfengið gat ekki deyft, varð hún að byrja nýtt líf. Allt í einu, þá varð hún gripin óumræðilegri hræðslu við að vera ein. En hún þarfnaðist samvista við einhvern sem hún gat haldið virðingu sinni með. Þetta hafði byrjað eins og af sjálfu sér. Henni féll vel það sem hann skrifaði og hún hafði alltaf öfundað þá sem lifðu slíku lífi. Hún hélt að hann gerði einungis það sem hann langaði til. Það sem hún gerði til að vinna hann og hvernig hún hafði að lokum orðið ástfangin af honum var hvort tveggja áfangar í ákveðinni sókn þar sem hún lagði grundvöllinn að nýju lífi sér til handa og hann hafði selt það sem enn var eftir af hans gamla lífi. Hann hafði selt það fyrir öryggi, líka fyrir lífsþægindi, því varð ekki neitað, og fyrir hvað annað? Hann vissi það ekki. Hún mundi hafa keypt handa honum hvað sem hann girntist. Hann vissi það. Auk þess var hún fjandans ári yndislegur kvenmaður. Hann var eins fús að sofa hjá henni og sérhverri annarri; fremur en nokurri annarri, því að hún var öðrum auðugri, því að hún var ákaflega þóknanleg og þakklát og því að hún gerði aldrei uppsteil Og nú var þetta líf sem hún hafði endurbyggt að líða undir lok fyrir það að hann hafði ekki notað joð- áburð fyrir hálfum mánuði þegar hann rispaði hné sitt á þyrni er þay voru á leiðinni að reyna að ná ljós mynd af hjörð vaðbukka sem stóðu með reist höfuð, skimuðu á meðan nasir þeirra hnusuðu í veðrið, eyr- un sperrt til að skynja minnsta hljóð sem yrði til þess að þeir þrifu sprettinn inn í kjarrið. Þeir höfðu líka tekið til fótanna áður en hann náði myndinni. Og nú var konan komin. Hann vatt sér til í rekkjunni svo að hann gæti horft í áttina til henn- ar. „Halló,“ sagði hann. „Ég skaut gazelluhafur," sagði hún honum. „Þú færð góða súpu af honum og ég ætla að láta þá merja kartöflur með. Hvernig líður þér?“ „Mun betur.“ „Er það ekki dásamlegt? Ég var hálft í hvoru að vona það. Þú svafst þegar ég fór.“ „Ég svaf vært. Fórstu langt?“ „Nei. Rétt á bak við hæðina. Mér tókst vel, þegar ég hæfði gazelluna.“ „Þú ert frækin skytta, það veiztu.“ „Ég hef yndi af að skjóta. Ég hef haft yndi af að vera hérna í Afríku. Það er satt. Ef þú ert hress hef ég aldrei átt eins skemmtilega daga. Þú getur ekki ímyndað þér hve það hefur verið gaman að vera á veið- um með þér. Ég hef fest ást á land- inu.“ „Ég hef líka ást á því.“ „Vinur minn, þú gerir þér ekki í hugarlund hve dásamlegt það er að sjá að þér líður betur. Ég gat ekki afborið að vita hvernig þér leið. Og þú ætlar ekki að tala svona til mín aftur, er það? Lofarðu því?“ „Nei,“ sagði hann. „Ég man ekki hvað ég sagði.“ „Þú ert ekki tilneyddur að tor- tíma mér. Eða hvað? Ég er ekki annað en miðaldra kona sem elskar þig og vill mega gera þér allt til hæfis. Mér hefur þegar verið tor- tíma tvisvar eða þrisvar. Ekki er þér neinn akkur í að tortíma mér enn einu sinni, eða hvað?“ „Ég hefði ekkert á móti því að tortíma þér noklcrum sinnum í rekkju,“ sagði hann. „Já. Sú tortíming er af hinu góða. Við erum sköpuð til slíkrar tortím- ingar. Flugvélin kemur á morgun." „Hvernig veiztu það?“ „Ég er viss um það. Hún hlýtur að koma. Fylgdarmennirnir hafa gengið frá bálköstunum og þakið þá grasi svo að rjúki. Ég fór þang- að aftar í dag til að athuga það. Hún hefur nóg svigrúm til lendingar og kestirnir standa við endamörkin báðum megin." „Hvers vegna heldurðu að hún komi á morgun?“ „Ég veit að hún kemur. Hún er þegar á eftir áætlun. Þegar til borg- arinnar kemur, gera þeir að fótar- meini þínu, þegar því er lokið, njót- um við góðrar tortímingar svo um munar. Fellum niður þessi hræði- legu brígzlyrði." „Eigum við að fá okkur í glas? Það er komið sólarlag." „Heldurðu að þú hafir gott af því?“ „Ég er með í mínu.“ „Þá fáum við okkur eitt saman. Molo, letti dui whiskeysoda!“ kall- aði hún. „Það er vissara fyrir þig að fara í moskitó-stígvélin,“ sagði hann. „Þegar ég er búin að fá mér bað .. « Þau drukku á meðan dimmdi og rétt áður en almyrkt var orðið og ekki næg skíma til að miða byssu, gekk hýena yfir rjóðrið á leið upp í ásinn. „Þessi ófreskja fer hér um á hverju kvöldi," sagði maðurinn. „Hverju kvöldi í hálfan mánuð.“ „Það er hún sem vælir á nótt- unni. Mér stendur á sama um það. En þetta eru viðbjóðslegar skepnur.“ Þau drukku saman, hann fann ekki til neins sársauka en það var óþægilegt að liggja stöðugt á sömu hliðina, fylgdarmennii-nir kveiktu bál, skuggar léku um tjöldin, hann fann að hann hneigðist aftur til sátta við þetta þægilega undanhald. Hún var honum ákaflega góð. Hann hafði verið grimmúðlegur og ósann- gjarn við hana í dag. Hún var indæl kona, í rauninni frábær. Og í sömu svifum kom honum í hug að hann væri að deyja. Það settist að honum; flæddi ekki um hann eins og vatn eða lék um hann eins og vindur heldur sett- ist að hinum eins og skyndilegur og daunillur tómleiki og það ein- kennilega var að hýenan læddist meðfram jöðrum hans. LANGAR ÞIG í ÓKEYPIS FERÐALAG TIL FRAICKLANDS? AuðvitaS, og þér getur orðið að ósk þinni, ef þú ert stúlka, með kunnáttu í almennum skrifstofustörfum, vélritunar- kunnáttu og getur annast almenn bréfaviðskipti á ensku. Svo er mál með vexti, að heiidsölufyrirtæki, hér í Reykja- vík, sem aðallega verzlar með snyrtivörur, vill ráða til sín stúlku til fyrrgreindra starfa. f því tilefni hefir það ákveðið að bjóða þeirri stúlku, sem það ræður til starfsins í áður- nefnt ferðalag til Frakklands. Ef þú hefir áhuga fyrir þessu starfi, skaltu senda umsókn þína til Fél. ísl. Stórkaupmanna, Tjarnargötu 14, merkt „FRAKKLAND“, ásamt mynd af þér og nánari upplýsingum um menntun þína og fyrri störf, að ógleymdum þeim kaup- kröfum, sem þú telur þig þurfa. Einnig skaltu taka fram hvenær þú gætir tekið að þér þetta nýja starf.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.