Vikan


Vikan - 21.02.1963, Qupperneq 42

Vikan - 21.02.1963, Qupperneq 42
skemmtilegustu staðirnar veldust alltaf til átakanna. Og hvers vegna hafði það verið segin saga að þær byrjuðu að rífast þegar honum leið sem bezt? Hann hafði aldrei skrifað um það vegna þess, fyrst og fremst, að hann vildi engan særa og eins virtist um nóg annað að skrifa. En hann hafði alltaf hugsað sem svo að hann mundi skrifa um það fyrr eða síðar. Það var svo mikið um að skrifa. Hann hafði séð heiminn taka stakkaskiptum; ekki einungis atburðina; enda þótt hann hefði séð mikið af þeim og veitt fólkinu at- hygli, heldur hafði hann séð sjálf stakkaskiptin og hann gat munað hvernig fólkið hafði verið á mis- munandi tímabili. Hann hafði verið þátttakandi og áhorfandi og það var skylda hans að skrifa um það; en nú mundi aldrei verða af því. „Hvernig líður þér?“ sagði hún. Hún kom út úr tjaldinu eftir baðið. „Vel.“ „Hefurðu lyst á mat?“ Hann sá Molo fyrir aftan hana með ferða- matborðið og hinn þjóninn með mat- inn. „Mig langar til að skrifa,“ sagði hann. „Þú ættir að borða svolítið af súpu til að viðhalda kröftunum." „Ég dey í nótt,“ sagði hann. „Ég þarf ekki að viðhalda kröftunum.“ „Vertu ekki með þessa móðursýki, Harry, fyrir alla muni.“ „Hvers vegna trúirðu ekki þínu eigin nefi? Ég er rotnaður upp á mitt læri. Til hvers fjandans ætti ég að fara að hella í mig súpu? Molo, komdu með viský og sóda.“ „Hvort tveggja þá, gerðu það,“ sagði hún blíðlega. „Allt í lagi.“ Súpan var of heit. Hann varð að halda á bollanum meðan hún var að kólna svo að hann gæti drukkið hana og samt lá við að hún brenndi hann í kverkunum. „Þú ert afbragðs kona,“ sagði hann. „Taktu ekki neitt mark á mér.“ Hún sneri að honum sínu kunna og elskaða andliti eins og að lesend- um „Spur“ og „Town and Country“, nema hvað drykkjan hafði spillt því eilítið, nautnin í rekkjunni spillt því eilítið, en lesendur „Town and Country" sáu aldrei hin góðu brjóst hennar og þessar notalegu lendar eða þessar smáu hendur sem gældu við bak manns, og þegar hann virti hana fyrir sér og sá hið kunna ást- úðlega bros, varð hann enn var ná- lægðar dauðans. Að þessu sinni lagðist sú tilfinning ekki að honum eins og áður. Hún lék um hann eins og vindur, eins og snarpur gustur sem veldur því að loginn á kertinu blaktir og hækkar. „Þeir geta svo komið með moskítónetið mitt og hengt það á trjágrein og kveikt upp bál. Ég verð ekki í tjaldinu í nótt. Það er ekki vert að vera að hreyfa sig neitt, nóttin er björt. Það kemur ekki til að rigni.“ Þannig bar dauðann þá að, eins og hvískur, svo lágt að maður heyrði það ekki. Jæja, þá var öllu rifrildi lokið. Því gat hann heitið. 42 — VIKAN 8. tbl. Hann skyldi ekki verða til að eyði- leggja þetta eina, sem hann hafði aldrei reynt áður. Sennilega mundi hann gera það samt. Maður eyði- lagði allt. Þó var það ekki víst. „Þú getur skrifað ef lesið er fyrir, er ekki svo?“ „Ég hef aldrei lært það.“ „Það gerir ekkert til.“ Að sjálfsqgðu var tíminn alltof naumur, enda þótt honum virtist opnast sú yfirsýn, að hann gæti komið því öllu fyrir í eina setningu ef hann fyndi rétt orðalag. ÞAÐ var bjálkakofi, þéttaður með hvítu kalki, á hæðinni við vatnið. Það hékk klukka á stólpa við dyrnar til að kalla fólkið heim á matmálstímum. Bak við bjálka- kofann tók við akur og síðan skóg- urinn. Aspir stóðu í röð frá húsinu og niður að naustinu. Það uxu líka aspir úti á nesinu. Vegur lá upp á hæðina meðfram skógarjaðrinum og fyrir utan veginn týndi hann kræki- ber. Svo brann þessi bjálkakofi og allar byssurnar sem hangið höfðu á hjartarhornum fyrir ofan opið eldstæðið og eftir það lágu hlaupin með blýið bráðnað í kökk í skot- hólfunum og skeptin brunnin af úti á öskuhaug en askan var notuð í lút í sápuna sem soðin var í járn- pottunum stóru, og maður spurði afa hvort maður mætti fá þau til að leika sér að, og hann sagði, nei. Auðvitað voru það byssurnar hans eftir sem áður og hann keypti aldrei aðrar í þeirra stað. Ekki fór hann heldur á veiðar framar. Húsið var endurbyggt á sama grunni en úr flettum viði og málað hvítt og af veröndinni sá yfir aspirnar og vatn- ið; en um byssur var ekki framar að ræða. Hlaupin af byssunum sem hangið höfðu á hjartarhornum á vegg bjálkakofans lágu þarna úti á öskuhaugnum og enginn gerði svo mikið sem að snerta þau. f Svartaskógi, eftir styrjöldina, tókum við silungsá á leigu og lágu tvær leiðir að henni. Önnur frá Tri- berg niður dalinn og eftir dalbraut- inni í skugga trjánna sem uxu með- fram hvítum veginum, síðan eftir akbraut upp í fjöllin framhjá mörg- um litlum býlum með stórum hús- um í Svartaskógastíl, unz brautin lá yfir ána. Þar byrjuðum við sil- ungsveiðina. Hin leiðin lá upp bratta brekkuna upp að skóginum og síðan yfir hæð- ina gegnum furulundina, út að eng- inu og niður engjarnar yfir að brúnni. Þar uxu bjarkir meðfram ánni sem var ekki vatnsmikil eða breið, en tær og straumhörð, með hyljum, sem hún hafði grafið inn undir rætur bjarkanna. Það var góð vertíð hjá veitingamanninum í Tri- berg þetta sumar. Þar var skemmti- legt og við vorum öll beztu vinir. Árið eftir kom kreppan og peniijg- arnir sem honum höfðu græðzt árið áður nægðu ekki til kaupa á birgð- um svo að hann gæti opnað veitinga- húsið og þá hengdi hann sig. Maður gat lesið þetta fyrir, en maður gat ekki lesið fyrir um Contrascarpehverfið þar sem blóma- salarnir lituðu blóm sin á strætum úti og litarvökvinn rann um alla gangstéttina þar sem strætisvagninn lagði af stað eða öldungana og kon- urnar, síölvuð af víni eða lélegum miði; börnin með horinn lekandi úr nefinu í kuldanum; dauninn af skítugum svita og fátækt og drykkjuskap í Café des Amateurs og hórunum frá Bal Musette sem höfðu aðsetur þar uppi. Mellufóstr- una, sem hafði ofan af fyrir riddara- liðanum úr Garde Republic inni í dyngju sinni, þar sem hrosstagls- skreyttur hjálmur hans lá á stól. Eiginkonu kappakstursmannsins sem leigði hinum megin við ganginn og fögnuði hennar um morguninn niðri í rjómaíssölunni þegar hún hafði opnað L'Auto og sá að hann hafði orðið sá þriðji í Paris-Tours, fyrsta meiriháttar kappakstrinum, sem hann tók þátt í. Hún hafði kaf- roðnað og hlegið og síðan haldið upp stigana hrópandi með gula íþrótta- fréttablaðið í hendinni. Eiginmaður konunnar scm rak Bal Musette var leigubílstjóri og þegar hann, Harry, varð að ná í flugvél árla morguns barði eiginmaðurinn á dymar hjá honum til að vekja hann og þeir fengu sér glas af hvítvíni við skenk- inn áður en þeir lögðu af stað. Þá þektki hann alla nágranna sína í því hverfi því að þeir voru allir fátækir. Þarna í hverfinu var um tvenns konar manngerðir að ræða; drykkju- rútana og íþróttaáhugamennina. Drykkjurútarnir höfðu sitt lag á að vita ekki örbirgð sína; hinir þjálf- uðu sig frá henni. Þeir voru afkom- endur komúnardanna og það kostaði þá ekki neina innri baráttu að átta sig á pólitíkinni. Þeir mundu hverj- ir höfðu skotið feður þeirra, ætt- ingja, bræður og vini þegar Versala- hersveitirnar réðust inn í hverfið og tóku það úr höndum kommún- unnar og drápu hvern þann mann sem þeir náðu til sem hafði sigg í höndum, bar húfu, eða einhver önnur merki þess að hann væri verkamaður. Og í þessari fátækt, og í þessu hverfi handan við strætið frá Boucherie Chevaline og vín- samsöluna hafði hann skrifað upphaf allra verka sinna. Hann unni aldrei neinum hluta Parísar eins og þess- um, kræklótt trén, gömlu hvítu byggingarnar, brúnmálaðar neðst, langar grænar reinarnar þar sem strætisvagnarnir námu staðar við krnglótt torgið, purpurarauður blómaliturinn á gangstéttinni, bratt- ur hallinn, þar sem Rue Cardinal Lemoine lá niður að ánni og í hina áttina mannhafið og þrengslin á Rue Mouffetard. Strætið sem lá upp að Pantheon og hitt sem hann ók alltaf á reiðhjóli, eina malbikaða strætið í því hverfi, mjúkt undir börðun- um, þröngt á milli hárra húsa og ódýra gistihúsið, þar sem Paul Verlaine hafði látizt. íbúðin þeirra var ckki nema tvö herbergi og hann leigði herbergi á efstu hæð þessa veitingahúss fyrir sextíu franka á mánuði þar sem hann skrifaði, og þaðan gat hann séð þökin og reyk- háfana og allar hæðir Parísar. Úr íbúðinni gat maður einungis séð skóginn og kolasöluna. Kola- salinn seldi líka vín, slæm vín. Gullni hrosshausinn úti fyrir Bouc- herie Chevaline þar sem gripa- skrokkarnir héngu skærgulir og rauðir í opnum glugganum, og grænmálað samsöluhúsið þar sem þau keyptu vínin; góð vín og ódýr. Að öðru leyti veggir og gluggar ná- grannanna. Nágrannanna sem á nóttunni, þegar einhver lá drukk- inn á götunni, andvarpandi og stynjandi í þessari einkennandi frönsku ofurölvun sem reynt var með áróðri að fá mann til að trúa að ekki fyrirfyndist, mundu opna glugga sína og svo kliður af rödd- um. „Hvar er lögregluþjónninn? Þeg- ar maður þarf ekki á honum að halda þeim þrjót er hann hér’alltaf á stjái. Hann liggur með einhverri mellufóstrunni. Náið í eftirlitsmann- inn.“ Þangað til einhver hellti úr vatnsfötu út um gluggann og stun- urnar þögnuðu. „Hvað var þetta? Vatn? Já, það er snjallræði. Og gluggunum skellt aftur. Marie, hans femme de ménagc, andmælti átta stunda vinnudegi þessum orðum, „ef eiginmaðurinn vinnur til sex verður hann ekki nema kenndur á heimleiðinni og sóar ekki pening- um að ráði. Ef hann vinnur ekki nema til fimm er hann fullur á

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.