Vikan - 21.02.1963, Side 44
Látið
Dubarry
CLEANSING CREAM
hreinsa og fegra
húð yðar.
og
Dubarry
YANISHING CREAM
verndar litaraftið í
vetrarkuldum.
Þegar þér kaupið snyrtivörur,
biðjið um
I) ii barry
Heildverzlun
HALLDÓRS JÓNSSONAR,
Hafnarstræti 18.
Símar 12586 og 23995.
og kveiktu í bálköstunum, helltu
á þá steinolíu og þar sem þeir voru
þaktir grasi þá lagði mikla reykj-
arbólstra upp sinn við hvorn enda
brautarinnar og morgungolan bar
þá að tjöldunum og flugvélin hnit-
aði enn tvo hringa, lægra en fyrr,
og renndi sér síðan niður, tók lárétt
aðflug og lenti mjúklega og eftir
andartak kom Compton gamli labb-
andi til hans á stuttbrókum, í vað-
málsjakka og með brúnan dúkhatt.
„Hvað gengur að þér, gamli
skarfur?“ spurði Compton.
„Fótarmein," svaraði hann. „Viltu
snæða morgunverð?11
„Þakka þér fyrir. Mig langar að-
eins í tesopa. Ég er í litlu Moth-
vélinni, skilurðu. Ég get því ekki
tekið Memsahib með. Það er ekki
rúm nema fyrir einn. Flutningabíll-
inn þinn er á leiðinni."
Helen tók Compton afsíðis og
ræddi eitthvað við hann. Compton
kom aftur kátari en nokkru sinni
fyrr.
„Við berum þig tafarlaust um
borð,“ sagði hann. „Ég kem svo aft-
ur að sækja Memsahib. Ég er hrædd-
ur um að ég verði að koma við í
Arusha og taka benzín. Við verðum
að koma okkur af stað.“
„Hvað um teið?“
„Mig langar ekki svo í það.“
Fylgdarmennirnir tóku hengi-
rekkjuna á milli sín og báru hana
framhjá grænum tjöldunum og nið-
ur klettana og út á sléttuna og fram-
hjá bálinu sem brann nú með björt-
um loga, því að grasið var fuðrað
upp, og golan espaði eldinn, að litlu
flugvélinni. Það var örðugt að koma
honum þar inn, en þegar það hafði
tekizt fór vel um hann í leður-
dregnu sætinu, þar sem hann gat
legið og teygt fótinn að sæti Comp-
tons. Compton ræsti hreyfilinn og
kleif um borð. Hann veifaði til Hel-
enar og fvlgdarmannanna og þegar
lágir smellirnir runnu saman í þann
háværa gný, sem lét honum kunn-
uglega í eyrum, sneri Compie vélinni
og hafði stöðuga gát á vörtusvína-
holunum þegar hún rann öskrandi
með hörðu hossi spölinn á milli eld-
anna og lyftist á síðasta hossinu og
hann sá þau öll standa fyrir neðan,
veifa, og tjaldstaðinn undir hæðinni
sem lækkaði óðum, víkkandi slétt-
una, trjálundina, kjarrskóginn sem
flattist út, og dýraslóðirnar sem lágu
rakleitt að uppþornuðum vatnsból-
unum og þarna voru ný vötn sem
hann hafði ekki vitað af áður. Zebra-
dýrin ávöl á bak að ofan að sjá og
örsmá, og villidýrin, hausmiklir díl-
ar sem virtust á ferð upp í móti
þegar þau héldu í halarófu út á
sléttuna en stukku í allar áttir þeg-
ar skugginn af flugvélinni fór á móti
þeim, nú smækkuðu þau stöðugt og
öll lyfting hvarf úr hreyfingum
þeirra, og sléttan víkkaði eins langt
og augað eygði, gulgrá og bar við
vaðmálsjakkabak Compies gamla og
dúkhattinn. Þeir flugu síðan yfir
fyrstu hæðirnar og villidýrin runnu
á brattann og því næst yfir fjöllin
með grændjúpum skógarhyljum og
bambusviðarbrekkum, þá tók við
enn þunglamalegur skógurinn, sem
myndaði hnjúka og skörð unz þá
bar yfir fjöllin sem hölluðu niður
að annarri sléttu, heitri og purpura-
brúnni, það varð ókyrrt í hitanum
og Compie leit um öxl til að sjá
hvernig færi um hann. Þá risu önn-
ur fjöll, myrk, framundan.
Og þá sveigðu þeir til vinstri í
stað þess að taka stefnu á Arusha,
hann hélt þá víst að þeir hefðu
nóg benzín, og þegar honum varð
litið niður sá hann fölrauða skýhulu
á hreyfingu upp af jörðinni og í loft-
inu eins og fyrstu snjókornin undir
aðvífandi stórhríð, sem virðast koma
úr heiðskíru lofti, og hann vissi að
þarna var engisprettusveimurinn á
leið að sunnan. Þá hækkuðu þeir
flugið og stefndu í austur að hann
hélt og það dimmdi og þeir flugu í
stormsveip og rigningin var svo þétt
að líkast var því að þeir færu gegn-
um foss og þegar út úr henni kom
og Compie leit um öxl og benti
skælbrosandi, sá hann rísa framund-
an eins víðfeðma og veröld alla og
ótrúlega hvíta í sólskininu hina
miklu hábreiðu Kilimanjaro. Og um
leið var honum ljóst að það var
þangað sem för hans var heitið.
EINMITT þá hætti hýenan gjammi
sínu í náttmyrkrinu og tók að gefa
frá sér annarleg næstum því mann-
leg grátvein. Konan heyrði þau
gegnum svefninn. Hún vaknaði ekki.
f draumum sínum var hún heima
í húsinu að Long Island og það var
kvöldið fyrir samkvæmisvígslu dótt-
ur hennar. Faðirinn var þar einhvers
staðar og hafði verið harla rudda-
legur. Þá hækkaði hýenan svo kvein-
in að konan vaknaði og andartak
áttaði hún sig ekki á hvar hún var
stödd og varð ákaflega hrædd. Þá
tók hún vasaljósið og beindi því yfir
að hengirekkjunni sem þeir höfðu
borið inn eftir að Harry var sofn-
aður. Hún sá móta fyrir líkama
hans undir moskitónetinu, en ein-
hvern veginn hafði hann smeygt
fætinum út fyrir svo hann hékk
niður með rekkjunni. Umbúðirnar
höfðu raknað af og henni var um
megn að huga að þeim.
„Molo,“ kallaði hún. „Molo, Molo!“
Því næst sagði hún, „Harry,
Harry!“ og loks hærra, „Harry!
Hvað er að, Harry!“
Það var ekkert svar og hún gat
ekki heyrt að hann andaði.
Úti fyrir tjaldinu rak hýenan enn
upp þessi annarlegu kvein sem
höfðu vakið hana. En hún heyrði
þau ekki fyrir sínum eigin hjart-
slætti. ★
E n d i r .
Ungfrú ísland.
Framhald af bls. 19.
um að útfylla, en Yikan sér um að
hafa samband við stúlkuna, en hún
kemur síðan fyrir dómnefnd, sem
sker úr um það hvort hún verður
ein þeirra sex fyrstu. Þetta er
stúlkunum að sjálfsögðu að kostn—
aðarlausu, og þær hafa af þvi eng-
in óþægindi, þótt þær komist
ekki með í keppnina, önnur en
þau að mæta fyrir dómnefnd eina
stund eða svo.
Nú reynir á kappann.
Framhald af bls. 27.
að standa upp, sem yrði bæði ó-
þægilegt og óeðlilegt.
Karlmenn eru oft ósköp feimnir
við að umgangast kvenfólk. Þetta
stafar af misskilningi, því að þeir
gera sér ekki grein fyrir að lcven-
fólkið hefur mlveg eins mikinn
áhuga fyrir að umgangast þá, eins
og karlmenn hafa fyrir að um-
gangast þær. Það er því ekkert á
móti því að hringja í stúlkur, sem
mönnxun lízt vel á og bjóða þeim
í bíó, á dansstaði, eða ef menn
vilja hafa sérstaklega mikið við,
má bjóða þeim út að borða og ekki
má glcyma þvi að það er mjög
liuggulegt að hjóða dömu í leik-
hiis.
Þess ber að gæta, að ef stúlkum
er boðið i leikhús eða á skemmti-
stað, að hafa ekki minna en eins
dags fyrirvara, þvi að nokkuð ör-
uggt má teljast að hún vill fá sér
hárgreiðslu. Ef um er að ræða sér-
staklega fina skemmtun, er vissara
að hafa fyrirvarann lengri, þvi
að annars má búast við að hún
hiafi alls ekki tök á að þiggja boðið.
Þegar hún einu sinni er búin að
segja nei hefur karlmaðurinn engin
tök á að vita livort hún gat ekki
farið, eða vildi ekki fara út með
honum. Þetta verður til þess að
hann á mjög erfitt með að hringja
til stúlkunnar aftur. Bezta trygg-
ingin gegn því er að hafa fyrir-
varann nógu langan. Þegar stúlku
er boðið út, er eðlilegt að athuga
livað hún vill helzt gera og livert
fara. Það skyldu þó menn hafa i
huga að ekkert fer meira í taug-
arnar á kvenfólki en það, þegar
karlmenn ætlast til að þær taki
ákvarðanir um slíkt. Það' er karl-
mannsins að ákveða þetta, með
eðlilegu tilliti til óska stúlkunnar.
Samband pilta og stúlkna hér á
landi fer mjög mikið eftir föstum
venjum. sér í lagi þegar kynningin
á sér stað á skemmtistað. Venju-
lega byrjar það á því að þau sjást
á skemmtistað, skiptast á augna-
gotum, en þora ekki fyrir nokkurn
mun að talast við (þetta á meira
að segja við um fólk, sem komið
ér langt yfir tvitugt, þó að ótrii-
legt sé). Eftir liæfilegan drátt, sem
getur verið klukkutími eða mánuð-
ur, eftir hugleysi mannsins, býður
hann henni upp. Næsta stig cr að
dansa vangadans og er undir
báðum aðilum komið hvenær það
verður. Þegar þeim áfanga er náð,
býðst pilturinn til að fylgja stúlk-
unni heim, ef liann hefur nokkuð
vit í kollinum, og vonar ákaft, ef
liann hefur ekki haft vit á að kynna
sér það fyrst, að stúlkan eigi heima
í Reykjavík, frckar en í Hafnar-
firði eða á Suðurnesjum.
Þá er komið að því erfiða atriði
kossunum. í flestum tilfellum ekur
pilturinn heim með stúlkuna í
leigubil. Þau fara inn í bílinn og
fallast i faðma og kyssast til leiðar-
enda. Þetta er þó alls ekki algild
regla. Til eru þær stúlkur, sem
ekki vilja kyssa karlmann í leigubíl-
um og öðrum opinberum stöðum,
— VIKAN 8. tbl.