Vikan - 21.02.1963, Qupperneq 50
Heildsölubirgðir: Ö. VALDEMARSSON OG HIRST H.F. Sími 38062.
..........................................................
hugsa um önnur börn, heldur bara
mín börn, því ég veit að þau vilja
það líka helzt.“
Hún var „sjúkdómstilfelli". Hans
eigin dóttir var óhamingjusöm og
trufluð, og hvorki hann né Margit
höfðu tekið eftir því, og samt sem
áður voru þau bæði barnasálfræð-
ingar, sem unnu með sálsjúk börn
nær allan sólarhringinn. Litla skyn-
sama dóttir hans þjóðist af skorti
á ást og alúð frá foreldrum sínum.
Hve mörgum börnum hafði hann
ekki hjálpað undir sömu kringum-
stæðum? En sinni eigin dóttur hafði
hann alveg gleymt. Hann hafði að-
eins leikið sér við hana örfá skipti
þegar hann átti smástund heima, en
síðan gleymt henni í ákafa sínum
við að hjálpa öðrum ungum börn-
um. Honum leið afar illa, og reyndi
árangurslaust að finna leið út úr
þessum ógöngum. Hann tók telpuna
í fang sér og bar hana inn á skrif-
stofu sína. Þar settist hann með hana
í kjöltu sér, tók fram bandarísku
myndirnar, sem hann notaði ávallt
til þess að fá upplýsingar um sólar-
ástand barnanna, kveikti á segul-
bandstækinu og bað hana að segja
sér sögu um það, sem hún sæi. Hún
byrjaði að segja söguna af bjamar-
pabba og bjarnarmömmu og bjarn-
arungum litlu tveimur, sem sátu
saman við matborðið. Bertil heyrði
þegar Margit kom inn, og sendi
henni aðvarandi augnaráð.
Það voru einu sinni bjarnarpabbi
og bjarnarmamma, sem áttu tvö
börn. Ekki bara eina litla einmana
telpu, heldur líka lítinn bróður. Og
það var alltaf svo gaman við mat-
borðið. Bjarnarpabbi fór út að
vinna á daginn til að afla matar fyr-
ir mömmuna og börnin, en mamm-
an var alltaf heima á daginn að elda
matinn. Stundum sullaði bróðirinn
á dúkinn, og þá byrsti pabbinn sig,
en mamman bara hló og sagði, að
það væri allt í lagi, því hún ætti
þvottavél. Og á kvöldin þurfti
börnunum aldrei að leiðast, því
pabbinn og mamman voru alltaf
heima. Stundum fóru þau þó í boð,
en samt leiddist börnunum ekkert,
af því þá höfðu þau hvort annað.
Stundum meiddi bróðirinn systur-
ina, og þá leiddist henni, en á eftir
var hún glöð á ný, því hún hafði
bróður sinn, og þurfti aldrei að vera
einmana. Bróðurnum þótti líka
vænt um hana, og hann meiddi
hana bara óvart. Og svo var sag-
an búin.
„Hvernig ber okkur að lækna
þetta tilfelli,“ sagði Bertil seinna
þetta sama kvöld, eftir að þau
höfðu í sameiningu breitt sængina
yfir dóttur sína, og boðið henni
góða nótt.
„Ég læt undan," sagði hún alvar-
leg. „Þú hefur áður haft orð á því
að þú vildir bæta við enn einum
aðstoðariækni, og þá léttast mín
störf nógu mikið til þess að ég get
sinnt Sofie meira en ég hef gert.“
„Svo þú vilt ekki algerlega hætta
að vinna við sjúkrahúsið?"
„Nei,“ svaraði hún fastmælt, og
nú skildi hún fyrst til fullnustu,
hvers vegna svo margar mæður
höfðu mótmælt harðlega, þegar hún
hafði reynt að fá þær til þess að
hætta að vinna úti, og sinna börnum
sínum meira.
„Bertil, við gerum tilraun með
Nisse.“
„Með Nisse?“
„Já, ég skal taka hann að mér
persónulega á sjúkrahúsinu, og þeg-
ar ég kemst að raun um, að hann er
ekki raunverulega slæmur, þá lofa
ég því, að hann skal fá að koma
með okkur í sumarleyfið. Auðvitað
getur verið að hann kenni Sofie
einhver ljót orð, en þó held ég,
að það sé stærri möguleiki á því,
að hún geti kennt honum nokkur
góð orð og hugsanir.“
í rúmunum sínum hvíldu Sofie og
Nisse. Sofie með hamingjubros á
vör, en Nisse hafði kvíðann sem
sinn fylgisvein inn í draumalandið.
Tvær sálir með sameiginlega mein-
semd, sem ástúðin ein gat læknað.
Örvita þrenning.
Framhald af bls. 21.
þungur og heldur óviðkunnanleg-
ur blómailmur inni í stofunni, en
nú liafði hin sterka angan af furu-
nálaoliunni náð yfirhöndinni og
honum leið vel. Hann opnaði við-
tækið og tónar Beethovens fylltu
stofuna.
Evelyn stóð allt í einu hjá lion-
um. llún hafði komið inn án þess
hann veitti því athygli. Hann virti
hana fyrir sér; hún var fegurri en
nokkru sinni, enda þótt hann gæti
ekki gert sér ljóst hvað þvi olli.
Hún var ekki snyrt á annan hátt
en venjulega og ekki í nýjum kjól,
og samt sem áður fannst honum
sem hann hefði ekki séð hana slíka
lengi, eða þá að hann hefði ekki
veitt henni atliygli um langt skeið
og sæi hana nú allt í einu sem ó-
kunnuga. Hann hallaði þreyttu
höfði að barmi hennar og heyrð'i
hjarta hennar slá, hratt og létt.
Að sjálfsögðu hafði landsyfir-
réttardómarinn átt sín ástarævin-
týri áður en hann kvæntist;
kynnzt að minnsta kosti fjórum eða
fimm konum náið, venjulegum
konum á venjulegan hátt. En kynni
hans og Mariönnu höfðu ekki ver-
ið með venjulegum hætti . . . log-
andi ástriða, sem ýmist brá til
ástar eða haturs, en var svo allt í
einu slokknuð jafn skyndilcga og
hún hafði blossað upp. Droste vissi
ekki enn hvort þeirra hafði átt
upptökin, eða hvort þeirra hafði
kólnað fyrr, hann eð|a Maríanna.
gQ — VIKAN 8. tbl.