Vikan


Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 4

Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 4
ft Hjálmar og hofmaðurinn... Kæra Vika! Einhverntíma sá ég í Vikunni grein um fatamennt íslendinga og það hvað við fáum sorglega fá tækifæri til þess að fara í fínu fötin okkar. Þessi grein hét að mig minnir: „Þá hofmenn prjála skartið sitt“. Ég skildi nafnið eða fyrirsögnina ekki vel, kannski er þetta úr einhverju ljóði. Einhver sagði mér, að það væri eftir Grím Thomsen. Er það rétt. Með kærri kveðju og þökk. H. S. Þ., Breiðdalsvík. --------Fyrirsögnin var tekin úr vísu eftir Bólu-Hjálmar, en það skal tekið fram, að í henni fólst engin ádeila á neinn, enda þótt svo væri í vísu Hjálmars. Þannig var að Hjálmar var á ferð og mætti einum af „höfð- ingjunum". Hjálmari fannst — og sjálfsagt hefur þalð verið rétt — að þessi maður hefði betri klæði en hann. Og þá varð þessi vísa til: Fatnsnauðan hreggíð hræðir þá hofmenn prjála skartið sitt. Kulið dauðans gegnum gnæðir gisið sálártjaldið mitt. Vor daglegi fiskur... Kæra Vika! Hafðu þökk fyrir jólablaðið, sem ég las spjaldanna á milli. En segðu mér í fullri hreinskilni, finnst ykkur þessi saga hans Ind- riða góð? Ef ég á að segja ykkur, hvað mér fannst, þá fannst mér þetta vera eins og grein þar sem allt er tínt til og eiginlega ger- ist samt ekki neitt. Hváð finnst ykkur? Kær kveðja. Bjössi. --------og ekki var það ólíkt honum þarna í restina, þetta með gírstöngina og lærin á kven- manninum. Mér datt ekki ann- að í hug en að hann mundi láta kerlinguna aftan á pallinn til þess að geta látið mjólkurbíl- stjórann vera einan með skvís- unni inni... Sig. P. Kæra Vika! Þú hefur oft vel gert og ég er alltaf þakklátur, þegar ég sé ^ — VIKAN 4. tbl. sögur á síðum þínum eftir góða höfunda. Til dæmis les ég alltaf allt eftir Indriða. Sem gamall Skagfirðingur kannast ég afskap- lega vel víð söguefnið í sögunni „Vor daglegi fiskur“. Og mig langar til að það komi fram, að þessi ákveðna tækni, sem mjólk- urbílstjórinn notaði, hét — og heitir kannski enn — á máii Skagfirðinga „að taka þær á gírstönginni“ Sauðkræklingur. Á mjóum þvengjum ... Kæra Vika! Ég skrifa þér vegna þess að ég veit að þú ferð víða og marg- ir lesa póstinn. Sjálf á ég ekki börn, en ég hef augun vakandi og tek eftir ýmsu. Til dæmis því, að börn, sem búa hér í nágrenni við eina ákveðna kjörbúð, koma iðuglega með eitt og annað út þaðan undir úlpum sínum og peysum. Þetta hef ég margoft horft á og veit, að það var ekki borgað fyrir það sem þau höfðu meðferðis. Þetta er orðið eins- konar sport hér í hverfinu. Mjög spennandi sport. Eru þetta fram- farir, eða hvað? Er þetta ekki beinlínis kennsla? Á mjóum þvengjum læra hvolparnir að stela var einu sinni sagt. Eða: Grísir gjalda, en gömul svín valda. Eru ekki þessar nýtízku kjörbúðir alltof freistandi fyrir hálfgerða óvita? Ég spyr: Er ég bara svona gamaldags og er þetta gott og blessað? Ein af gömlu kynslóðinni. --------Ef þetta er staðreynd, að allmikil brögð séu að þessu og þetta sé orðið einskonar sport þarna í nágrenni við búðina, þá er vissulega alvarlegt mál á ferð- inni. Þú ættir að skrifa forráða- mönnum búðarinnar og segja þeim frá þessu. Það væri annars fróðlegt að heyra, hvað lesendur Póstsins segja um þetta vanda- mál og hvort þeir sjá fram á ein- hver ráð til úrbóta. í Þjórsárveri... Fyrir skömmu var frá því sagt í bréfi hér í póstinum, að Kópa- vogslögreglan hefði farið illa með einhvern drukkinn ungling á skemmtun í Þjórsárveri, bund- ið hann við staur og látið hann híma þar. Nú hefur VIKAN fregnað, að lögreglan í Kópavogi hafi aldrei í Þjórsárver komið svo hér hefur bréfritari hlandað málum. Hitt er svo annað mál, hvort það getur talizt nokkurt ódæði að tylla ölóðum ungling við staur á skemmtistað þar sem ef til vill er engin fangageymsla. Lögreglan stendur oft og tíðum raðþrota í viðureign við slags- málahunda og samkomugestir eiga kröfu á því að þeir séu fjar- lægðir á einhvern hátt. SVAR til H. P.: — Ég skal fara með þetta eins og mannsmorð, ef þú gefur mér bara aðeins að smakka. — Ég vona samt að þú vitir, að það er ljótt að gera svona. Leiðinleg... Kæra Vika! Þessi bréf í Póstinum eru alltaf að verða leiðinlegri og leiðin- legri. Eru lesendurnir virkilega svona andlausir? í ykkar spor- um myndi ég láta blaðamennina skálda svona eitt og eitt bréf til að lífga upp á sakirnar. Lesandi. -----— Það lá við, að það yrði að grípa til þessara örþrifaráða, Lesandi góður, til þess ^tð fylla upp í, því bréfin, sem VIKUNNI hafa borizt síðustu tvær vikurn- ar, hafa verið svo andlaus og ómerkileg. En svo barst okkur þetta yfirmáta andríka og skemmtilega bréf þitt eins og sending af himnum ofan, svo að málinu er bjargað. Löng eru jólin... Kæra Vika! Ég tek eftir því mér til sárrar hrellingar, að fólk er sífellt að lengja jólin, bæði fram og aftur. Fyrir bragðið verða þau hvers- dagsleg og útvötnuð og bregða alls ekki þeirri birtu á fáa, dimma daga eins og þau hafa alltaf gert. Látum vera þó verzl- anir setji upp jólaútstillingar fyrst í desember. En ég tek eftir því æ oftar að fólk er búið að koma fyrir mislitum jólascríum utan á svalir hjá sér snemma í desember. Og jafnvel jólastjörnu með ljósi í glugga. Ósköp verð- ur þetta orðið án hátíðasvips þá loksins jólin renna upp — búið að dingla þarna allan mánuðinn. Vill nú ekki einhver hinna fjöl- mörgu, sem setur upp jóla- skreytingu heimilisins í dcsem- berbyrjun, skrifa Póstinum og skýra sjónarmið sitt. Einhver rök hljóta að liggja þessu til grundvallar, sem ég og margir aðrir skilja ekki. Kær kveðja og þökk fyrir ágætt efni og fallegar myndir. Guðm. S. Ól. --------Ég hef engu við þetta að bæta, Guðmundur, en undir- strika, að enda þótt fólki sé að sjálfsögðu heimilt og velkomið að hafa sitt jólaskraut uppi á heimilum sínum allan ársins hring, þá er hin ytri jólaskreyt- ing bæjarins ekki einkamál neins. Það fer í taugarnar á mér eins og þér að sjá „jólaseríur“ utan á húsum, jafnvel áður en desember er kominn. Kvikmyndaeftirlit... Kæra Vika! Ég er móðir tveggja barna, drengs, sem er 12 ára og telpu, sem er 14 ára. Nú fór ég í bíó eitt kvöldið, sem er ekki í frásögur færandi. Þetta var viðbjóðslegasta mynd í alla staði, enda bönnuð börn- um. En þáð var ekki að sjá. Þarna úði og grúði af börnum, sennilcga allt niður í 10 ára gömul. Nú er mér spurn: gerir kvik- myndaeftirlitið ekkert í Þessum málum? Ég tók eftir því, að krökkunum var mörgum hleypt inn eftir að búið var að slökkva Ijósin, líklega til þess að styggja ekki kerlingar eins og mig. Ég vona bara, að börnunum mínum verði ekki hleypt inn á slíkar myndir. Gallinn er bara sá, að allt bendir til þess, áð þeim verði hleypt inn á bannað- ar myndir — ef þeim þá dytti í hug að sjá svona myndir, bless- uðum. Og enn spyr ég: er ekkert eft- irlit haft með þessu? Áhyggjufull mamma. •-------Ja, það er ekki aS sjá. Kvikmyndahúsin græða á þessu, og þau hætta ekki fyrr en þau fá vel útilátna ráðningu. — En auðvitað er sökin ekki a'ðeins þeirra. Miklu fremur ber að víta sleifarlag þeirra aðila, sem eiga að hafa eftirlit með þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.