Vikan


Vikan - 23.01.1964, Síða 18

Vikan - 23.01.1964, Síða 18
 ATBURÐARÁS: Simon Denver læknir, er trú- lofaður ungri blindri stúlku, Faith Hamden. En þegar hann hittir Clare Ruthland, hjúkrun- arkonu hennar, verður þeim báðum ljóst að þau elskast, og að „ást“ hans til Faith er aðeins meðaumkun. Þau Clare skilja samt að þau mega ekki unnast og ákveða því að liittast ekki framar. Joan Latimer, einkaritari Sim- enar, er einnig ástfangin af hon- um, og gerir allt til að ná í liann. Hún fer til móður Faith, Meg að nafni, og segir henni frá því að hún hafi séð þau Simcn og Clare hittast í sumarhúsi hans. Faith heyrir samta'ið og örvingl- ast, og til þess að róa hana verð- ur Clare að sverja það að hún sé ekkert hrifin af Simoni og að ekkert sé milli þeirra. En Meg er ekki ánægð með þessa yfirlýsingu . . . Meg hrökk við þegar hún sá ákefðina í Clare. -— Af hverju heldurðu það? — Af því að hún hatar bæði Faith og mig! Af því að hún vill ná í Simon sjálf. Clare var að heyja lokaharátt- una og hirti ekki um að vega og meta orð sín. Ef Joan yrði ekki afhjúpuð, mundi Faith aldrei verða óhult fyrir henni, jafnvel eftir að hún væri gift Simoni. Meg leið mjög illa. Vandamál- in voru að sliga hana. Að vísu hafði henni aldrei litizt vel á Joan Latimer. En hún háfði ver- ið Simoni til aðstoðar í mörg ár, og hann treysti h?nni. Hverj- ar sem hvatir hennar voru til þess að rægja Clare, þá var það auðséð, að hún bar hag Simon- ar fyrir brjósti. Og þó að ekki væri annað en gott um Clare að segja, að því er virtist, þá var hún ókunnug manneskja. I raun- inni vissi Meg afar lítið um hana. Þess vegna svaraði Meg tals- vert hvasst: —■ Ef svo væri, þá finnst mér hún haga sér ein- kennilega. Hún reynir að bjarga trúlofun Faith, reynir að hindra að þú spillir gæfu hennar. Mér finnst það ekki benda til þess að tilgáta þín sé rétt. -—■ En hún vill ekki bjarga trú- lofun Simonar og Faith, sagði »Clare í öngum sínum. — Hún Jgerir sér þvert á móti von um að slíta þau hvort frá öðru með því að bendla mig við þetta. Ég er ekki nema peð í svikataflinu. — Því er alls ekki svona var- ið, Clare, sagði Meg alvarleg. Joan er sannfærð um að eitthvað sé á milli ykkar Simonar. Og hún hlaut að gera ráð fyrir, að ef hún gæti hagað öllu þannig, að trúlofunin færi út um þúfur, stæði ykkur Simoni opin leið til að trúlofast. — Og samt varst þú fús til að trúa mér núna rétt áðan, sagði Clare lágt. — Það er satt, en þar með er ekki sagt, að hún ljúgi vís- vitandi, heldur að hún hafi dreg- ið rangar ályktanir af því, sem hún vissi. Hún sá þig og Simon saman... Það er skiljanlegt, að hún hafi dregið ályktanir af því, og það var enginn hugarburður hennar, að þið hefðuð hitzt í sumarhúsinu. Clare sá, að Joan hafði haft vaðið fyrir neðan sig, og að ekki væri til neins að halda áfram að þjarka um þetta. — Þá hef ég ekki neitt meira að segja, sagði hún. — Faith er það eina, sem máli skiptir í mín- um augum, og nú verðum við að sannfæra hana um, að ekkert sé milli mín og Simonar... Þú ef- ast enn um mig, er það ekki, Meg? Jafnvel eftir það sem þú hefur sagt? Meg andvarpaði og hristi höf- uðið. —■ Mig langar ekki til að efast um þig, Clare, sagði hún. Það var komið fram á varirnar á henni að minnast á Ralph Mason iíka, en hún tók sig á. Þetta var nógu flókið samt. — Ég skal tala við Faith, sagði Clare rólega. ■— Reyndu að láta mig um þetta, Meg, og gerðu það fyrir mig að treysta mér. — Finnst þér ekki, að við ætt- um að tala við Simon líka? spurði Meg. — Hvers vegna ættum við að gera það? — Vegna þess að ég held, að ef Faith á að fá trúna og traustið aftur, verði hann með eigin orð- um að gera henni Ijóst, að það sé hún og engin önnur, sem hann vill giftast. Clare vissi, að einmitt núna mótti í engu út af bera. Hún svar- aði, eins rólega og hún gat: — Karlmönnum er lítið um allt uppistand. Og ég er sannfærð um, að ef hann óskaði að slíta trúlofuninni, þá mundi hann hik- laust gera það. Það eru takmörk fyrir því, hve mikið menn vilja fórna sér, jafnvel þó tekið sé til- lit til þess að Faith er blind. Ég held, að Simoni muni finn- ast þetta mál óviðfeldið, og ef ég þekki hann rétt, mundi hann taka sér mjög nærri, ef hann væri rengdur... Clare varð allt í einu áköf: — Getur það verið, að þú þekkir hann svo lítið, að þú haldir, að hann gæti gert sig sekan um lygar og svik? Faith hafði heyrt rödd Clare. Hún fór á fætur, flýtti sér í morgunkjól og fór niður. Hún kom hljóðlega inn í dagstofuna. - Ó, Faith! kallaði Clare er hún sá vinstúlku sína. Það var örvæntingar- og ótta- svipur á fölu andliti Faith. Hún stóð hreyfingarlaus stutta stund, — svo hneig hún í faðm Clare. Það er ekki satt? Er það? hvíslaði hún. — Segðu að það sé ekki satt! Þú og Simon.. þið munduð aldrei gabba mig, Ijúga að mér? Ó, Clare, ég elska hann svo óumræðilega heitt... og mér hefur þótt svo vænt um þig. En ég held, að ég gæti hat- að þig, ef það væri satt, sem Joan sagði. Clare þrýsti blindu stúlkunni að sér. ■—■ Það er ekki satt, elskan mín, hvíslaði hún. — Ég sver, að það er ósatt. Það ert þú, sem Simon elskar. Bæði hann og ég elskum þig, Faith. Þetta er óhugnanlegur misskilningur, allt saman. Ég hitti hann eitt kvöld- ið við sumarhúsið, og Joan hef- ur séð okkur þar... En við töl- uðum eingöngu um uppskurð- inn á augunum í þér. Þar gerð- ist ekkert — ekkert, sem spillt gæti gæfu þinni! — Og þið .. . þið elskið ekki hvort annað? Clare lokaði augunum brot úr sekúndu, og bað um styrk til að segja lygina, sem hún varð að segja. — Við elskum ekki hvort ann- að, muldraði hún, og reyndi að hugsa sér eitthvað til þess að rökstyðja orðin með. —■ Ertu búin að gleyma því, sem ég minntist á sem ástæðu til þess að ég vildi komast héðan sem fyrst? Faith vai’p öndinni. — Attu við að þú sért trúlofuð? —- Nei, svaraði Clare, — en ég trúlofast bráðlega. Svo að þú skilur að ... — Þá er allt gott aftur, hvisl- aði Faith. — Veröldin er orðin björt aftur. Ég hef lifað í myrkri þessa hræðilegu klukkustundir. Ég hélt, að ég hefði misst Sim- on — misst hann fyrir fullt og allt. Clare fann að hún skalf, en hún féklt styrk við að heyra játningu Faith um hve heitt hún elskaði Simon. Hún fann núna, að hún fórnaði sér ekki árang- urslaust. Henni fannst hún vera eins og móðir, sem verndar barn- ið sitt, en um leið fann hún, að hún var að afneita og sleppa til- kalli til sinnar eigin hamingju. Hún hafði dæmt sig og Simon til visnunardauða ... Clare hafði vonað, að hún kæmist burt frá Hamdenfólkinu án þess að þurfa að sjá Simon aftur. Hún fann, að það mundi verða hræðilega erfitt að kveðja hann. Meg, Faith og Clare hafði komið saman um, að hann skyldi ekki fá neitt að vita um ásakan- rinar, sem Joan hafði borið fram. Það væri ekki til annars en valda nýjum erfiðleikum, en hins veg- ar væri ekkert unnið við það. Clare óttaðist, undir niðri, að Meg væri ekki enn fyllilega sannfærð um, að hún segði satt, en huggaði sig við, að sá ótti mundi stafa af því, að hún var með samvizkubit. Jg — VIKAN 4. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.