Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 23.01.1964, Qupperneq 21

Vikan - 23.01.1964, Qupperneq 21
5. hl. - Ettir Patrick Reid - Teikn: Baltasar Pólverjarnir voru staðnir að verki, og síðan settu Þjóðverjar upp stóran ljóskastara, sem beindist að húshliðinni, þar sem þeir höfðu ætlað að brjótast út. Einnig lék birtan um grasflöt- ina fyrir framan bygginguna. Er þetta gott dæmi þess, sem hlýt- ur að koma fyrir í fangabúðum, sem eru fullar af mönnum, er hugsa ekki um annað en mögu- leikana á að komast undan. Við höfðum þegar beðið Pólverja að samræma allar flóttatilraunir, svo menn væru ekki að þvælast og skemma hver fyrir öðrum, og nú boðaði German ofursti til fundar með æðstu foringjum Pólverja, svo að komizt yrði að einhverri niðurstöðu um þetta mál. En elzti, pólski foringinn var í slæmri aðstöðu, því að Pólverjar tóku ekkert tillit til hans, og hann vissi, að þeir gátu vel byrjað að undirbúa flótta, án þess að nefna það á nafn við hann. En samvinnan fór batn- andi eftir þennan fund, og þegar við gerðum Pólverjum það til- boð, að einhverjir úr þeirra hópi skyldu fá tækifæri til að taka þátt í flóttaundirbúningi okkar, var gagnkvæmt traust skapað um þetta mál. Skömmu eftir þetta voru 250 franskir liðsforingjar fluttir til Colditz, og var Le Bleu hershöfð- ingi æðstur þein-a. Aðeins um 100 þeirra höfðu hug á að kom- ast undan á flótta. f þessum hópi voru allmargir franskir Gyðing- ar, sem Þjóðverjar geymdu sér- staklega uppi á efstu hæð kastal- ans. Við urðum að komast að samkomulagi við Frakka um ýmsar flóttafyrirætlanir — eins og gert hafði verið við Pólverja — en því miður var samstarf við Frakka erfitt og lélegt, unz við gátum loks komizt að sam- komulagi við þá. En tökum aftur upp söguþráð- inn. Okkur var ekki leyft að hafa hjá okkur niðursuðuvarn- ing af neinu tagi á þeim for- sendum, að hægt væri að nota hann á flótta. Við höfðum þess vegna allir neitað okkur um ýmislegt í langan tíma, til að eiga einhvern vistaforða, sem hægt væri að útbýta meðal manna, þegar göngin væru full- gerð. Þetta voru brátt þrír full- ir pokar, en erfitt var að geyma þá í stofum okkar, svo að við fluttum þá ofan í göngin eina nóttina. Rupert bar þá, einn í einu, þvert yfir garðinn og inn í matsalinn. í síðustu ferð hans voru ljós kveikt allt í einu í garðinum og hann var þá stadd- ur milli dyra. Hann sneri aftur til þeirra, sem hann hafði kom- ið frá, en komst þar ekki inn strax, ekki fyrr en búið var að opna hurðina. Okkur til mikill- ar undrunar varð ekkert meira úr þessu, svo að við lukum nátt- verkinu og fórum síðan að sofa. Þessu atviki fylgdi dálítið leiðinlegur viðburður. Þótt Þjóð- verjar kæmu oft óvænt í stofur okkar að næturlagi, létum við okkur fátt um finnast. Værum við í gangavinnu, var hurðin læst eins og venjulega, og þannig gengið frá hvílunum, að allir herbergisbúar virtust viðstaddir, ef aðeins var lýst með vasaljósi á rúmin. En eina nóttina höfðu Þjóð- verjar setið að sumbli og höfðu þeir svo hátt, að það hafði vak- ið þjóna okkar, óbreytta her- menn, sem voru okkur til aðstoð- ar. Þetta voru fimm menn, allir tryggir og traustir, sem vissu um fyrirætlanir okkar og höfðu lagt inn pantanir til þátttöku í flóttanum. Þessum mönnum okk- ar hafði veitzt erfitt að festa blund vegna hávaða Þjóðverj- anna, svo að einn þjónanna, Goldman að nafni — Gyðingur frá Whitechapel, sem var hinn mesti háðfugl -— tók upp á að senda næsta þýzka verði tóninn út um glugga. Goldman hafði komið í búðirnar sem þjónn Ger- mans ofursta, og hann var svo kjaftfor, þegar fangabúðastjór- inn yfirheyrði hann, að haldið var, að hann væri æðsti brezki foringinn í hópnum! Þjóðverj- unum, sem sátu að drykkju, hef- ir líklega verið sagt frá svívirð- ingum Goldmans, því að þeir komu nokkru síðar til herbergja okkar. Prime, yfirliðþjáfi að nafni Gephard og hálf tylft varða gengu inn í stofuna og æptu ,,Aufstehen'/ (Á fætur!) Þeir vöktu alla foringjana í stofunni og rótuðu í hvílunum, en við það upgötvuðu þeir, að fjóra menn vantaði. Þetta setti Þjóðverja alveg úr jafnvægi. Þeir höfðu komið upp, fullir og hávaðasamir, til að skemmta sér á okkar kostnaS, og þeir höfðu alls ekki átt von á þessum árangri. Gephard, sem minnti á góða dátann Svæk, var í viðhafnareinkennisbúningi. Hann var gyrtur löngu, bognu sverði, sem var alltaf að þvæl- ast milli fótanna á honum. Hann var nú sendur til að kasta tölu á þjónana. „Aufstehen! Aufstehen!“ hróp- aði hann. „Á fætur með ykkur ensku svín! Ég skal kenna ykk- ur ...“ Hann datt kyllflatur um sverðið, brölti á fætur og hélt áfram: „Þið ensku svín! Ég skal sýna ykkur, hvað þaS5 kostar að hæðast að þýzkum hermönnum, sem gera skyldu sína! Þið verð- ið skotnir í dögun í fyrramálið! Allir. Ég skal sjálfur gefa af- tökusveitinni skipunina ...“ Hann skálmaði fram og aftur um gólfið, um leið og hann reyndi að hækka sig til að vega upp á móti sverfðinu, sem dróst við gólfið. „Goldman!" öskraði hann. „Hvað eruð þér að gera við þessi spil?“ Goldman hafði hinn rólegasti fengið hinum þjónunum spil með bakið upp. „Vlð erum að varpa hlutkesti um, hvern eigi að skjóta fyrst“, svaraði hann. Gephard frussaði og reyndi að bregða sverðinu. „Svín! Þú dirf- ist að hæðast að mér upp í opið geð^ð á mér . ..“ Hann barðist enn við sverðið, sem var svo langt, að hann gat naumast brugðið því. „Fleygið spilunum samstundis. Þú verður fyrstur, og nú er nóg komið af þessari vitleysu. Ég skal höggva af þér hausinn“. Honum tókst loks að bregfea sverðinu með því að halda báð- um höndum um hjöltun, en síð- an gerði hann atlögu að Gold- man og sveiflaði sverðinu ógur- lega. Goldman forðaiði sér undir rúm, en virðing Gephards bann- aði honum að veita honum eftir- för þangað, svo að hann lét sér nægja að dansa umhverfis rúm- Framhald á næstu síðu VIKAN 4. tbl. — 2\

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.