Vikan


Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 24

Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 24
FLÖTTINN FRÁ CÖLDITZ Framhald af bls. 23. að fara að því að hleypa þrettán manns, tólf strokumönnum og hjálparmanni, sem lokaði síðan á eftir okkur, inn í matsalinn. Dag nokkurn, meðan matsalur- inn var opinn, athugaði ég kross- Jásinn mjög vandlega og sá, að ég gat losað um hann innan frá, svo að hurðin var opin eftir sem áður, þótt honum væri læst. Flóttinn varð að fara fram eft- ir kvöldkönnunina og þegar myrkrið var dottið á. Við ákváð- um hinn örlagaríka dag — 29. maí. Ég gerði ráðstafanir til að rífa falska vegginn í ræsinu dag- inn áður og dró fram vistir okk- ar og ferðaútbúnað. Þetta var tiltölulega auðvelt mál. Um eitt- leyti dagsins var salurinn lokað- ur í tvær stundir, en rétt áður en honum var læst, læddist ég inn og faldi mig í þríhyrndri kompu, sem var notuð sem vöru- geymsla, en ég hafði lykil að skoti þessu. Þegar hurðinni á matsalnum hefði verið læst, mundi ég hafa tvær stundir til umráða til að ganga frá öllum undirbúningi. Ég reif falska vegginn niður, tók fram flótta- búnað okkur og faldi hann í kytrunni, en lagði að því búnu síðustu hönd á gangmunnann til að spara dýrmætan tíma, þegar leiðin til frelsisins skyldi um síðir opnuð. Með hæfilegan f.iölda foringja til að skýla mér kom ég út úr kytrunni, þegar matsalurinn hafði verið opnaður aftur, og síðan tókst okkur að koma flóttahúnaðinum til her- bergja okkar. Sjálfur flóttinn átti að fara fram sem hér segir: Þegar ég væri kominn að enda ganganna og tiibúinn til áð opna mönnum leiðina til frelsisins, átti ég að láta boð ganga um það til How- ard Gees, sem átti ekki að vera í fyrsta strokuhópnum, en How- ard átti að gefa verðinum um- samið merki, sem fyrr er getið. Þegar allir væru komnir út fyrir fangabúðasvæðið, átti að gefa annað merki með snæri, sem lægi frá veggnum til gangmunn- ans, — um að nú mætti hann byrja að ganga fram og aftur á hýjan leik. Loft var þungbúið þann 29. maí og brátt byrjaði að rigna. Allan daginn var hellirigning, mesta rigning, sem við höfðum enn komizt í kynni við, en þetta táknaði aðeins, að nóttin mundi vera enn dimmari en ella og auð,veldara að hrinda fyrirætl- unum okkar í framkvæmd. Um daginn fékk vörðurinn að vita, hverni-r hann ætti að hegða sér. Hann fékk einnig umsamda fyr- irframgreiðs'u. og var sagt, að hann mætti ckki vera í nómunda 24 - VIKAN 4. tbl. við matsalarbygginguna, þegar gefið hefði verið ákveðið merki, og hvergi koma nærri henni, fyrri en henn hefði fengið merki númer tvö. Taugaspennan jókst, er á dag- inn leið. Þeir tólf, sem áttu að reyna að komast undan, klædd- ust flíkum þeim, sem útbúnar höfðu verið með margra mán- aða umstangi. Var það mála sannast, að í flíkunum þeim kenndi margra grasa og mis- jafnara, og þegar við vorum komnir i þær, klæddumst við einkennisbúningum okkar utan yfir þær. Landabréf og heima- gerðir áttavitar voru einnig dregnir fram, og rætt var í lág- um hljóðum um síðustu flótta- fyrirmæli og flóttaleiðirnar. Er fram liðu stundir, jókst óþolin- mæðin hröðum skrefum. Við vildum komast af stað sem fyrst. Mér var ýmist heitt eða kalt, þvalur í lófum og þurr í munni. Okkur leið öllum eins, svo sem að greinilega mátt heyra á upp- gerðarhlátrum og gamansögum, sem báru miklum taugaóstyrk vitni, og smástríðni. Ég leyndist í matsalnum, þegar honum var lokað fyrir nóttina og losaði síðan um lásinn. Þeg- ar kvöldkönnun fór fram, skauzt ég út að baki fangahóps, sem hafði skipað sér á heppilesan stað. Úti var um okkur, ef Þjóð- verji kæmi óvart við hurðina á matsalnum. Ekkert hélt henni aftur nema pappírsvisk, sem stungið hafði verið milli stafs og hurðar. Verðir voru settir á ýmsa staði, meðan á kvöldkönn- un stóð, og einn þeirra var í grennd við matsalinn. Við urð- um að flýta okkur, jafnskjótt oe könnun var lokið, því að allir fangar urðu að fara á sína staði, kastalanum var læst os varð- menn Þjóðverja prófuðu allar læsinear. Við urðum allir þrett- án að smeygia okkur inn í mat- salinn. án bess að eftir væri tekið, þótt Þjóðveriar væru enn á strjákH fyrir utan, og síðan varð að skrúfa lásinn fastan aft- ur í skyndi. Flóttamennimir tólf komu til kvöldkönnunarinn- ar í flóttabúninsum sínum und- ir einkenn’sbúninsunum. Bak- pokar með flóttavistunum höfðu verið settir ofan í göngin í há- degishléinu. Meðan lásinn var skrúfaður fastur á hurðina á matsalnum, fór ég úr einkennisbúningi mín- um og fékk hann þrettánda manni, sem átti að safna öllum einkennisbúningunum og koma þeim undan. Ég flýtti mér ofan í göngin og að enda þeirra með Rupert á hælum mér, því að við ætluðum að halda hópinn á flóttanum, og byrjaði aB grafa mig upp úr gangaendanum, þar sem ég hafði komið fyrir hler- anum, sem fyrr er getið. Dimmt var úti og hellirigning, vatn byrj- aði brátt að seytla ofan í göng- in og ég varð gegndrepa af vatns- þunnri leðju. Þýzkur varðmaður tók í dyrnar á matsalnum eins og aðrar og hélt áfram eftirlits- göngu. Kyrrð færiðist yfir allt í búðunum, og svo fengum við boð um, að varðmaðurinn væri kom- inn á sinn stað. Ég lét berast til baka, að nú mætti hann ekki koma nálægt gangaopinu. Ég lauk nú við að opna göng- in og skreið upp úr þeim. Ljós- kastari, sem lýsti .upp húshlíð- ina og garðinn, kastaði á mig skellibirtu, og mér fannst, að ég væri eins og leikari á sviði. Ég sá skuggann af mér á húsveggn- um rétt hjá mér. Rupert rétti mér bakpokann sinn og bjóst til að koma upp úr á eftir mér. Þá varð mér aftur litið á vegg- inn og nú kom ég auga á tvo skugga, boginn skugga minn og yfir mér risastóran skugga af manni, sem beindi skammbyssu að mér. „Niður! Niður!“ hrópaði ég til Ruperts, rétt i sama mund og gormælt rödd sagði að baki mér: „Hánde hoch! Hánde hoch!“ Ég leit við og sá þýzkan liðs- foringja, sem miðaði á mig skammbyssu, en um leið stökk annar að holunni. Hann ætlaði einmitt að fara að skjóta ofan í göngin. „Schiessen Sie nicht!“ hróp- aði ég hvað eftir annað. Ein eða tvær kúlur, sem skot- ið hefði verið ofan í ræsið, hefðu getað valdið ærnum skaða, þar sem svo margir menn voru þar fyrir. En liðsforinginn skaut ekki. Hins vegar komu Þjóðverj- ar hlaupandi úr öllum áttum, 02 foringjarnir gáfu allir skip- anir hver upp í annan. Ég var leiddur inn í kastalann og til baðherbergis, þar sem mér var leyft að þvo mér, en síðan var ég leiddur til skrifstofu fangabúð- anna, þar sem ég stóð augliti til auglits við Priem höfuðs- mann. Hann var í bezta skapi — af eðlilegum ástæðum. „Ah-hah! Es ist der Herr Hauptmann Reid. Das ist schön!“ tók hann til máls, en hélt svo áfram: „Enginn þekkti svert- ineiann, fyrri en hann hafði ver- ið þveginn í framan. Hvað hefir svertinginn þá að segja sér til varnar?“ „Ég held nú, að það hafi ver- ið annar svertingi, ómálaður, sem hefir unnið sér meira til frægðar — viss, þýzkur varð- maður, eða var það ekki?“ svar- áði ég. „Jú, vitanlega, höfuðsmaður. Þýzkir varðmenn gera alltaf skyldu sína. Ég hefi verið lát- inn fylgjast með þessu frá upp- hafi“. ,,0g kannske fyrr, höfuðsmað- ur?“ „Reid höfuðsmaður, hér er ekki um það atriði að rælða. Hvar hefjast göngin yðar?“ „Það hlýtur að liggja í aug- um uppi“, svaraði ég. „Það er að segja í matsaln- um?“ „Já“. „En þið voruð læstir inni í klefum ykkar. Það hljóta þá að vera göng úr þeirri byggingu til matsalarby ggingarinnar? “ „Nei“. „En það hlýtur að vera! Þið' voruð taldir við kvöldkönnun- ina, og matsalurinn hefir verið^ læstur klukkustundum saman. Þið hafið göng?“ „Við sjáum nú til. Hve marg- ir vorul'ð þið?“ „Svo margir, að ég hefi aldrei getað talið hópinn almennilega“. „Svona nú, höfuðsmaður, voru það allar búðirnar eða aðeins fáeinir menn?“ „Aðeins tveir eða þrír.“ „Ágætt, þá vona ég, að ein- menningsherbergin okkar verði ekki troðfull", sagði Priem og brosti breitt. Svo bætti hann við: ,,Ég varð dálítið kvíðinn, þegar ég kom auga á yður. Ég gaf skipun um, að enginn mætti skjóta. Þér skiljið, ég hafði menn mína við alla glugga og niðri á veginum. Þeim var skipað að skjóta, ef einhver fanganna tæki á rás eða veitti mótspyrnu. Svo kom ég auga á yður og ég sá ekki betur en að þér lægjuð á iörðinni og engdust af kvölum. Ég hélt, að þér hefðuð stokkið ofan úr glugga og væruð stór- slasaður". Meðan þetta gerðist í skrifstof- unni, var allt vitlaust úti í fangabúðagarðinum. Hann var fullur af Þjóðverjum, sem þutu fram og aftur og virtust alvcg hafa misst glóruna við þessa flóttatilraun okkar. Inni í bygg- ingunum réðust Þjóðverjar á gólfborðin hingað og þangað til að finna göngin okkar — fleiri göng en til voru — og þegar leitað var í herbergjum okkar, fundust þar þrettán hreyfingar- lausir „líkamar" úr ábreiðum og allskonar druslum, Loks fóru Þjóðverjar um ræsið, sem var göng okkar, og þá fóru' þeir að dansa af taugaæs- dng og veifuðu skammbyss- um sínum. Fyrir þeim var roskinn liðsforingi, lágrar gráðu. Hann skalf og nötraði frá hvirfli til ilja og var mesta furða, að skot skyldi ekki hlaupa úr skammbyssu hans og gera ein- hvern skaða. Hinir handsömuðu flóttamenn voru hins vegar hinir rólegustu. Þegar einn þeirra kveikti í vindl- ingi, var bikarinn fullur. Þjóð- verjar sneru sér að honum alveg óðir. Þyrptust þeir utan um hann og urðu við þetta nokkr- ar stympingar, en svo varð allt rólegt, þegar German ofursti kom á vettvang. Framhald í næsta blaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.