Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 23.01.1964, Qupperneq 36

Vikan - 23.01.1964, Qupperneq 36
Sjá upplýsingar um nýju bílana á bls. 26-34. Hvar fæst hver? Orka: Fiat, Jaguar. Sólfell h.f.: Citroen, Panhard. Bifreiðar og landbúnaðarvélar: Moskvitz, Volga, GAZ. Þ. Þorgrímsson: Morris. Garðar Gíslason: Austin. O. Johnson & Kaaber: Daffodil. Tékkneska bifreiðaumboðið: Skoda. Kólumbus: Renault. Fálkinn h.f.: NSU. Hekla h.f.: Volkswagen, Rover. Raftækni h.f.: Rootes motor (Hillman, Singer, Sunbeam). Bergur Lárusson: Simca. SÍS: General Motors (Chevrolet, Chevy, Chev- elle, Corvair, Buick, Cadillac, Vauxhall, Opel). Sveinn Egilsson og Kr. Kristjánsson: Ford (Anglia, Taunus, Consul, Zephyr, Zodiac, Comet, Falcon, Mercury, Thunderbird, Lin- coln). Almenna verzlunarfélagið: Leyland Motor (Triumph). Ræsir h.f.: Chrysler Corporation (Chrysler, Dodge, Plymouth), Mercedes Benz og DKW. Sveinn Björnsson & Co.: SAAB. Egill Vilhjálmsson: Kaiser Corporation (Jeep, Wagoneer). Peugeot umboðið, Sigurður Steindórsson: Peugeot. Gunnar Ásgeirsson: Volvo. Jón Loftsson h.f.: Rambler. * ll Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ÖHrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Honfur eru á því að allt muni ganga þér í hag eins og ráð hefur verið fyrir gert. Það gæti staðið í sambandi við breytingar á heimili þínu. Þú ert áhyggjufullur út af erfiðleikum sem þú veizt að bíða þín, en eru ekki fullkomnlega á valdi þínu að leysa. ©Nautsmerkið (21. apríl 21. maí): Þú skalt láta til skarar skríða með að koma því í lag sem dregizt hefur um of á langinn. Þú skalt skipuleggja vinnu þína og láta ekkert utanaðkom- andi trufla áætlanir þínar, hvað svo sem á dynur. Það gæti reynzt happadrjúgt að gera leynilega samninga# Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú ert að leggja lokahönd á verk, sem hefur kost- að þig talsvert umstang, en þú þarft ekki að sjá eftir því vegna þess hve vel þér hefur tekizt til. Það kemur þér ýmislegt á óvart og þú munt njóta þess að vera til. Fjölskyldulífið verður mjög hamingjuríkt. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Samstarfsmenn þínir munu reynast þér vel, er þú þarft að leita aðstoðar þeirra. Vikan getur reynzt þér nokkuð útlátasöm en þú skalt gæta hófs 1 aðgerðum þínum. Þú færð ekki mikinn tíma til að sinna hugðarefnum þínum, því þú hefur í nógu öðru að snúast. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): ©Þú veizt vel hvers þú mátt þín og notfærir þér það, en hafðu samt gát á, að þú skaðir ekki neinn með gerðum þínum. Gerðu nauðsynlegar ráðstafanir til þess að vernda efnahag þinn. Haltu þig að þeim, sem hafa upplífgandi áhrif á þig. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú hefur tilhneigingar til að dvelja í einverunni og hafa hægt um þig, en nú skaltu hressa þig upp og ef þú finnur ekki næg verkefni heimafyrir eru nógir sem þarfnast aðstoðar þinnar. Það mun ýmis- legt koma þér óvænt og gleðja þig. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú ert afkastamestur ef enginn er til að trufla þig. Þú vinnur leynilega að verkefni, sem þú ætlar svo öðrum að njóta, þetta verk mun veita þér mikla ánægju og uppfyllingu. Efnahagur þinn er ef til vill ekki sem beztur, en með hugkvæmni og nýtni þarf hann alls ekki að vera svo bágborinn. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú skalt gera þig ánægðan með ástandið eins og það er, því það er orðið of seint að ráða bót á því, í bili. Vikan verður þér ánægjuleg og hátíðleg á margan hátt og muntu njóta tilverunnar og sam- skipta þinna við aðra. Heillatala er 7. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. desember): Þú varst hyggin að vera búinn að undirbúa þenn- an annasama tíma, og þú munt njóta þess, þó þú hafir samt sem áður mikið meir en nóg á þinni ” könnu. Þú færð fréttir úr fjarlægð, sem munu gleðja þig. Heimilislíf þitt færir þér mikla ánægju. ©Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Ráðleggingar og aðstoð náinna félaga þinna koma þér að miklu gagni, eins og málum er nú háttað. Það er ekki ólíklegt að þú fáir kunningjaheimsókn langt að. Þótt þú eigir annríkt mun þér liða mjög vel og að öllu leyti vera sáttur við guð og menn. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar); Þú tekur þátt í einhverju skemmtilegu, sem snert- ir þá mest sem næst þér standa. Þú færð tækifæri til að endurgreiða gamla skuld. Persóna, sem þú hefur átt í einhverju brasi með, hýður þér nú vin- áttu sína, og skaltu ekki hafna henni þó þér sé dálítið þungt niðri fyrir. ©Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú veltir mikið vöngum yfir fjármálum þínum, og hvort þú getir veitt þér eitt og annað, en þar sem þú ert yfirleitt ekki svo örlátur við sjálfan þig, skaltu nú einu sinni veita þér það sem þig langar til. Þú átt hamingjuríka daga í vændum. m

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.