Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 23.01.1964, Qupperneq 45

Vikan - 23.01.1964, Qupperneq 45
STANDARD TRIUMPH Nýr bíll frá LEYLAND er byggður þannig að ökumaður og farþegar hafi sem mesta ánægju af vagninum. er byggður til að þola mikla áreynslu, erfiða vegi og endast lengi án þess að hægt sé að sjá það á honum. er ekki stærri en fyrirrennarar hans en hann hefur flest þau þægindi, styrkleika, útlit og gæði, sem aðeins finnast í dýrustu gæðaflokkum bifreiðasmiðja. er mörgum flokkum betri en verðið gefur til kynna. sameinar á bezta hátt ítalskt útlit (nýjasta útlit frá Michelotti) og enska vand- virkni í öllu sem viðkemur bifreiðaiðnaði. hefur hið fullkomnasta miðstöðvarkerfi, sem blæs sérstaklega fyrir farþega í aftursætinu. er bíll hinn vandlátustu því er merki þeirra. fllmenrid verzínnarfélogið h.f. Box 137 - Laugavegi 168 Sími 10199 - Reykjavík — Hvenær fáum við tíma til að gera þetta allt? — Tíma, við fáum nógan tíma. Nógan. Allt lífið. — Allt lífið er langur timi. — Ekki of langur fyrir okkur. Þegar hann beygði sig niður og kyssti hana á öxlina, fann hún að hann var órakaður. — — O Málarinn hnykkti til höfðinu og hristi þykkt, svart hárið frá augunum. — Nú, þarna hefurðu eina af myndunum hans Viggós. Ósköp heiðarleg litameðferð, en form- ið hræðilegt. — Hann pírði aug- un. Mér finnst hún góð, sagði hún. - Já, guð hjálpi mér, ekki skal ég lasta hana. En þér hæfði betur eitthvað tilþrifameira. Komdu á sýninguna mína og gáðu hvort þar er ekki eitthvað, sem þér iíkar. — Já, þakka þér fyrir. Hún tók upp síðustu flöskuna, sem stóð þarna milli tæmdra glasa. — Rauðvínið er búið, þeir hafa drukkið það allt saman. - Bjóstu við öðru, sagði hann. Hvað ættum við líka að gera með rauðvín. — Ég er bara að hugsa um morgundaginn. — Fjandinn hirði morgundag- inn. — Hann stóð við dyrastaf- inn í slyttislegri stellingu, sem fór löngum, grönnum líkama hans vel. — Nú skal ég hjálpa þér að laga til, sagði hann, án þess þó að hreyfa sig. — Ég geri það seinna. — Hún lét sig detta niður í stól. Hann slangraði í áttina til hennar og settist á móti henni. — Hvar er náunginn, sem hékk yfir þér alla síðustu viku? spurði hann. — Heima hjá sér hugsa ég. — Leiðinlegur. Þú varst of góð handa honum. — Ég er bú- inn að sitja hér og horfa á þig í allt kvöld, meðan hinir voru hérna, og líka í gær, heima hjá Viggó. Þú hlýtur að hafa tekið eftir því. Hún svaraði engu. —■ Veiztu að hálsinn á þér minnir á styttu eftir Maillal, - spurði hann. — Nei, það vissi ég ekki. — Þannig er það þó, — hann sveiflaði hendinni eins og til að sýna form styttunnar. Löng, mjúk lifandi hönd. — Þú hefðir átt að verða myndhöggvari, sagði hún. — Merkilegt að þú skulir segja þetta, sagði hann, fullur áhuga, ■— Ég held sjálfur að ég hafi hæfileika í þá átt. Og þú finnur það meira að segja líka. Ég minntist á þetta við kon- Framhald á bls. 51.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.