Vikan


Vikan - 23.01.1964, Page 55

Vikan - 23.01.1964, Page 55
 iE NVercury V' # * ^/Mercury Comet ^ismode^ cS |Fegurr(. \ jfk......* * * innan og utan « Mercury árgerð 1964 Cometinn hefur sannað yfirburði sína, með léttleika, styrkleika og sparneytni. Kynnið yður hinar mörgu nýungar, verð og myndalistar fyrirliggjandi, Fjölbreytt fyrstu bílarnir að koma. litaúrval, innan og utan. SYEINN EGIL .SSON H.F. UAABOÐIÐ LAUGAVEG 105 SÍMI 22470 það, sagði Ralph ákafur. — Þið getið óskað mér til hamingju. Clare hefur lofað að giftast mér! Andlitið á Simoni varð eins og gríma í grískum sorgarleik. Hann leit á Clare og hún skajf, eins og henni væri kalt. f aug- um hans var engin miskunn, enginn skilningur. Og hún fann að það var eðlilegt að hann fyr- irliti hana og héldi að hún hefði svikið sitt eigið hjarta. En Clare sá ekki neina aðra leið til að Faith eignaðist þá hamingju, sem henni var svo nauðsynleg. Til þess að fá því framgengt varð Clare að baka sér fyrirlitningu Simonar — og jafnvel hatur. Faith rak upp fagnaðaróp og Meg létti auðsjáanlega. Þetta sannaði að Joan hafði farið með lygi, hugsaði hún með sér. — En hvað þetta var gaman. — Ég verð að segja að ykkur hefur tekizt vel að varðveita leyndarmálið, gat Simon loks- ins sagt. —• Og ég sem hélt að þetta sæist langar leiðir, sagði Ralph hlæjandi. — Ég hef hitt Clare oft uppá síðkastið. —• Ekki veit ég neitt um það, sagði Simon. — Mig óraði ekki fyrir þessu. — Það getur verið að þig hafi ekki órað fyrir því, Simon, sagði Meg, •— en okkur grunaði nú sitt af hverju, samt. —• Karlmennirnir eru sjálf- sagt venjulega utangátta þegar um þessháttar er að ræða, sagði Simon þurrlega. Nú var Jock kominn inn og athugasemd hans fór í bága við Simon. -— Ég hef verið að búast við þessu lengi, sagði Jock glað- lega. — Það er vandi að leika á mig! Meðal annarra orða ■—■ ávísunin er tilbúin, Ralph, bætti hann við. — Er þá allt klappað og klárt? spurði Simon. — Já, eiginlega, svaraði Ralph. —■ En þessir málaflutn- ingsmenn eru svoddan erki- slóðar. — Við byrjum strax og kaupsamningurinn er undirskrif- aður. Simon kveikti sér í vindlingi. —• Það er skrítið að seljandinn skuli láta standa á sér. Honum er venjulega áfram um að ná sem fyrst í peningana sína. — Já, en þessi náungi er ekki í Englandi sem stendur, sagði Ralph. —- Hann er listamaður, eins og ég mun hafa sagt ykkur, og hann er seinn til að svara bréfum. Og honum liggur ekk- ert á peningunum, því að hann fékk stór-arf nýlega. En nú er ekki nema um nokkra daga að ræða, segir málflutningsmaður- inn hans ... Annars get ég sagt ykkur aðrar fréttir, bætti hann við. Hann tók í höndina á Clare. — Clare ætlar að vinna með mér. Við rekum fyrirtækið saman! Eins og ég hafði óskað frá upp- hafi. • - Þið ætlið þá að giftast bráðlega, sagði Simon hásróma. — Já, við giftumst eins fljótt og hægt er, sagði Ralph glað- lega. — Við ætlum að borða miðdegisverð hjá foreldrum mín- um í dag, svo að þau geti sam- fagnað okkur. Clare var nauðugur einn kost- ur, að láta sem hún samþykkti þetta — með þögninni. Hún gat ekki stungið upp í Ralph nema afhjúpa sinn eigin þátt í þess- um lygaleik um leið. — En hvað þáð er gaman, að þig skuluð líka geta unnið sam- an, sagði Meg ljómandi af ánægju, — Þetta nýja fyrirtæki getur ekki gengið öðruvísi en vel, úr því að Clare verður við það riðin. — Og þú verður að lofa mér að heimsækja okkur sem oftast, sagði Faith glaðlega. —- Vitanlega, muldraði Clare. — Clare hefur sannarlega orð- ið mér mikill heillahrólfur, sagði Ralph brosandi. — Ég held tæp- lega að þið hefðuð tekið mér svona dæmalaust vel, ef ég hefði ekki verið kunningi henn- ar. Er það ekki rétt, kannske? —■ Jú, ég verð að játa það, sagði Jock. — Að minnsta kosti réði það miklu um að ég lagði peninga í fyrirtækið. — Hvað segir þú, Simon? — Ég hef alltaf haft áhuga fyrir þessu áformi, sagði Simon stutt. — Maður ætti aldrei að láta persónulegar tilfinningar hafa áhrif á kaupsýslumálefni. Clare var kvíðin fyrir að hún gæti ekki stillt sig lengur. Hún fann tárin brenna undir augna- lokunum. Hún fann að nú hafði hún óafturkallanlega lokað sína eigin hamingju úti — til þess að bjarga hamingju Faith. Clare og Simon urðu ein nokkrar mínútur, skömmu síðar, og henni fannst sér gefið utan- undir þegar hann sagði: — Ég verð að óska þér til ham- ingju með það, sem frá þinni hálfu var ekki annað en gaman- leikur — falskt dufl! Þú munt hafa skemmt þér vel meðan þú dvaldist hérna undir því yfir- skini að þú værir að hjúkra Faith! Mér finnst hátterni þitt hafa verið meira en lúalegt. Og ég var það flón að halda, að þú værir ærleg og hreinskilin! Hún gat engu svarað vegna þess, að hún hafði blátt áfram engin orð til þess. Hún stóð í sömu sporum og horfði á hann örvæntingaraugum. Það eina sem hún kom uppúr sér var nafnið hans. Og þá sleppti hann sér alveg. — Viltu gera svo vel að hlífa mér við öllum afsökunum! sagði hann. — Ég hafði ekki ætlað mér að afsaka neitt, sagði hún. — Nei, það er alger óþarfi, ég VIKAN 4. tbl. — gg

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.