Vikan - 06.02.1964, Side 2
HEiLDSöLUBiRGoiR: EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F.
I fullri alvöru:
Auðni rnar
eru
auðæfi
í haust hitti ég að máli þýzk-
an ferðaskrifstofumann, umboðs-
mann Loftleiða í heimaborg
sinni, Saarbrucken. Af þeim sök-
um hafði hann á dögunum komið
til íslands og gert sér far um
að kynnast landi og þjóð. Hon-
um var margt minnisstætt héð-
an, t.d. hvað fiskréttirnir í Naust-
inu höfðu verið frábærir og hvað
hann varð fyrir miklum von-
brigðum á öðrum veitingastað,
þegar hann fékk amerískan
kjúkling í stað einhvers Þjóðlegs
réttar, sem hann hafði vonað
að hann fengi. Allir ferðamenn
reyna að kynnast sem bezt líf-
inu í þeim löndum sem þeir
gista, m.a. með því að borða
þann mat, sem þjóðin sjálf neyt-
ir. Þetta misskilja margir og
bera á borð fyrir ferðamenn mat,
sem þeir geta fengið hvar sem
er í heiminum og er í þeirra
augum afar hversdagslegur Það
er margt fleira, sem misskilst,
þegar útlendir ferðamenn eru
annars vegar. Til dæmis það
sem landið hefur að bjóða. Einn
af fararstjórum útlendra ferða-
manna á íslandi sagði mér: „Uti
á landsbyggðinni er þjónustu og
aðbúð svo herfilega ábótavant,
að mér líður aldrei vel, fyrr en
ég er kominn með hópinn inn
á öræfi. Þá er alltaf allt í lagi“.
Það var lóðið. Inni á öræfum
er alltaf allt í lagi, svo framar-
lega sem nestið er sæmilega úti-
látið og bílarnir ganga. Þeir sem
leita á vit óbyggðarinnar búast
ekki við neinu sérstöku í lúxus
eða fágætri þjónustu og þess
vegna verða þeir heldur ekki fyr-
ir vonbrigðum.
Þýzki ferðaskrifstofumaðurinn
sagði við mig: „Þið eigið að
leggja áherzlu á þann frið og þá
hvíld, sem auðnirnar búa þreytt-
um taugum. Og nú til dags eru
allir með þreyttar taugar. Ekki
sízt þeir, sem hafa efni á því
að ferðast. Segið þeim, að fsland
sé ólíkt öllum öðrum löndum.
Segið þeim að leita hvíldar frá
erli stórborganna inni á öræfum
íslands þar sem fólk getur ver-
ið eitt með sjálfu sér og stór-
brotinni ntátúru".
íslendingar eru að finna þetta
Framhald á bls. 51.