Vikan


Vikan - 06.02.1964, Side 9

Vikan - 06.02.1964, Side 9
gamagBBg , << Rose og Joseph Kennedy vöktu athygli í Bretlandi fyrir margra hluta sakir, þegar Joseph var ambassador Bandaríkjanna þar, t.d var hann af mörgum talinn glæsi- legasti fuliltrúi, sem bandarsíka þjóöin liefði átt þar. Barnamergð þeirra vakti líka athygli og var sagt, að frúin klæddi börnin öll eins og til þess að eiga hægara með að fylgjast með þeim. Það var að nokkru leyti af eigin- hagsmunaástæðum, að Joseph Kennedy studdi Roosevelt til for- setaembættis. Joseph var þá orð- inn stórauðugur maður og treysti Roosevelt helzt til þess að sjá svo um að ekki yrði allt að engu. Hér óskar Joseph Kennedy forset- anum til hamingju með kosninga- sigurinn. Uppruni og ævi John FifzgeraSd Kenned^ Bandaríkjaforseta II. hluti Ásmundur Einarsson blaðamaöur tók saman Joseph Kennedy varð einn af sex auSugustu mönnum Bandaríkjanna vegna snilli sinnar í verðhréfaviðskiptum. Hann fór furðu vel út úr kreppunni miklu og studdi Roosevelt til forsetaembættis af ráðum og dáð, vegna þess að hann treysti honum til að bjarga því sem bjargað yrði. Vegna afskipta sinna af stjórnmálum og stuðnings við Roosevelt var Joseph um tíma ambassador í Bretlandi, en mis- reiknaði sig á gangi málanna í stríðinu og hrökklaðist úr embætti. Hann þótti annars snjall maður, dug- mikill og hvassyrtur. Joseph Kennedy slapp lítl kalinn frá verð- bréfahruninu 1929, og telja margir, að það hafi verið með allra stærstu sigrum hans í kauphallarviðskiptum. A næstu árum hefst nýr þáttur í lífi hans og fjölskyldunnar. Aður en um hann verður fjallað er þess að geta, að Kennedy hafði árið 1926 flutzt frá Boston til Kew York með fjölskyldu sína. Hann hefur aldrei dregið dul á ástæð- urnar fyrir þessu. „Auðvitað var ein þeirra sú að miðstöð fjármálastarfsemi minnar var í New York í Wall street. En meginástæð- an var fordómar gömlu ættanna í garð írskra kaþólikka. Þeir reyndu að hefta frama íra eftir getu sinni. Það var ekki óalgengt að sjá auglýsingar frá þeim, eitthvað á þessa leið: ökrifstofumaður óskast. Irskum kaþól- ikkum er gagnslaust að sækja um. Aðeins mótmælendur koma til greina.“ Þeir höfðu einnig sniðgengið Kennedy-fjölskylduna þrátt fyrir frama hennar og velgengni. Þetta gat Joseph Kennedy ekki þolað. Hann afréð með sjálfum sér að ílytjast brott og að aldrei aftur skyldi fjöiskylda hans þurfa að þola að litið væri niður á hana. Hann yfir- gaf Boston með pomp og pragt. Sérstök járnbrautarlest, sem beið á braut sinni skammt frá húsi hans, flutti fjölskylduna og farangur hennar beint til New York. Þar til John F. Kennedy hafði um alllangan tíma verið þingmaður, kosinn í Massachus- etts, átti fjölskyldan ekki annan bústað í fylkinu en sumarbústað í Hyannis Port. En sagt hefur verið að Hyannis Port væri eitt- hvað annað en Boston. Flestir nágrannar Kennedy-fjölskyldunnar voru frá New York. Þrátt fyrir brottflutninginn hefur Joseph Kennedy ætíð verið kenndur við Boston vegna uppruna síns og síðar frama sonar hans í sjórnmálum borgarinnar c.; Massac- husetts. Joseph Kennedy varð snemma einn af helztu stuðningsmönnum Franklin Delsno Roosevelts, er það kom til umræðu, að Rossevelt yrði frambjóðandi Demokrata við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 1932. Eðlilegast hefði þó verið að ihalds- samur fjármálamaður úr Wall Street, á borð við Kennedy, yrði meðal stuðningsmanna republikanans Herberts Hoover. En Kennedy leizt illa á ástandið í efnahagsmálum Banda- ríkjanna, taldi að þau þörfnuðust róttækrar endurskoðunar og að Roosevelt einn hefði á takteinum ráð við þeim vanda sem blasti við. Hann sagði síðar um ástæðurnar fyrir stuðn- ingi sínum við Roosevelt: „Ég hafði löngu fyrir verðbréfahrunið, meðan efnahagslífið var einna blómlegast, eða þegar Jack (John F. Kennedy) var níu eða tíu ára gamail, myndað milljón dollara sjóð handa sérhverju barni okkar. Eft- ir hrunið var ég ekki viss um nema þeir pen- ingar yrðu einskis virði á næstunni. Ég var mjög áhyggjufullur. Ég var sannfærður um nauðsyn stórkostlegra breytinga á efnahags- kerfi landsins og ég var jafnsannfærður um, að Roosevelt væri eini maðurinn, sem gæti gert þær breytingar að veruleika. Ég vildi sjá hann í Hvíta húsinu vegna öryggis sjálfs míns og barna minna og ég var reiðubúinn til að gera allt sem í mínu valdi stóð til að hjálpa honum. „Þeir sem höfðu andúð á Joseph Kennedy sögðu hann hafa stutt Roosevelt aðeins vegna sannfæringar um sigur hans. Joseph Kennedy var ekki verr á vegi stadd- ur fjárhagslega en svo, að hann gaf 25 þúsund dollara í kosningasjóð Roosevelts, og lánaði sjóðn- um 50 þúsund dollara. Þetta gat hann gert aðeins örfáum árum eftir verðbréfahrunið. Síðan safn- aði hann 100 þúsund dollurum í kosningasjóðinn hjá vinum sínum og kunningjum. Hann tók loks að sér yfirstjórn fjársöfnunarinnar fyrir kosninga- sjóð Roosevelts og ferðaðist sem slíkur með Roose- velt á fundaferðalögum hans víðsvegar um Banda- ríkin. Kennedy var lítt gefin fyrir allar ræðui-n- ar og gauraganginn á kosningafundunum. Með- an á því stóð rölti hann inn í borgir og bæi, kom við á rakarastofum, veitingahúsum, í verzlunum og skrifstofum til að spjalla við fólk um kosn- ingarnar. Vegna frábærrar frammistöðu sinnar og marg- víslegrar reynslu og þekkingar var álitið að Joseph Kennedy yrði gerður ráðherra í stjórn Roosevelts, annað hvort viðskiptamálaráðherra eða fjármálaráðherra. En sagt er, að ritari Roose- velts hafi haft megna andúð á Kennedy og talið forsetann á að láta þessi mikilvægu embætti í hendur öðrum mönnum. Kennedy sat því eftir með sárt ennið. Engu að síður var hann innileg'a virtur af forsetanum og fjöldamörgum starfsmönn- um hans fyrir frammistöðuna í kosningabarátt- unni og átti jafnvel sonur hans John F. Kennedy eftir að njóta þess mörgum árum síðar. Forset- inn var staðráðinn í notfæra sér starfskrafta mill- jónamæringsins. Það gerði hann í sambandi við eina af um- deildari umbótaráðstöfunum sínum. Þessar aðgerð- ir voru lögin um kauphallarviðskipti. Samkvæmt þeim voru bannaðir þesskonar viðskiptahættir sem Joseph Kennedy hafði hagnazt á að l)eita, svo og allir aðrir sem auðgazt höfðu á kauphallarvið- skiptum undanfarinna ára. Jafnframt var gert ráð fyrir skipun sérstakrar nefndar sem átti að fylgjast með því, að eftir reglunum væri farið í hvívetna. Frumvarp að þessum lögum hafði hlotið harðari mótspyrnu í Bandaríkjaþingi en menn höfðu áður kynnzt. Auðugustu menn Banda- ríkjanna með Richard Whitney, aðalforstjóra New York-kauphallarinnar í fararbroddi, höfðu snúizt gegn frumvarpinu og beitt sér innan veggja Banda- ríkjaþings á þann hátt að einsdæmi var talið í sögu þingsins. Frumvarpið hafði samt náð fram að ganga. Samstarfsmenn Roosevelts, einkum þeir sem undirbjuggu löggjöfina, álitu nauðsynlegt að ein- hver úr þeirra hópi yrði valinn formaður eftirlits- nefndarinnar svo og að þeir skip- uðu meirihluta hennar. Þeir voru hinir ánægðustu þegar forsetinn skipaði fjóra af fimm nefndarmönn- um úr þeirra hópi, en þegar Joseph Kennedy var skipaður formaður nefndarinnar ætlaði allt um koll að keyra í þeirra hópi. Þeir fóru sér- stakar ferðir á fund forsetans til að reyna að fá hann til að breyta ákvörðun sinni, og áhrifamenn í bandarísku þjóðlífi, utan þings og stjórnar, leyfðu sér að reyna að hafa áhrif á forsetann, svo mjög var mönnum í mun að koma Kenn- edy frá starfinu. En Roosevelt svar- aði alltaf: Joseph þekkir þetta allt sjálfur, hann veit hvernig kauphall- arviðskiptin gengu fyrir sig. Það er heppilegt að hann skuli vilja taka starfann að sér. Kauphallarmenn töldu Kennedy hafa svikið sig í tryggðum. Báðir aðilar voru því augljóslega mjög Framhald á hls. 41. g — VIKAN 6. thl. VIKAN 6. tbl. — 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.