Vikan


Vikan - 06.02.1964, Síða 13

Vikan - 06.02.1964, Síða 13
íVENDAR- YLLflST OG Brennur hraun við BSáfgðil 4. hluti - Eftir GSC. Miklir jarðskjálftar ganga yfir Reykjavík, og /iokkru síðar fréttist um eldgos vestan í Bláfjöll- um, og hraunið stefnir í áttina til borgarinnar. Borgarstjóri kallar saman helztu ráðamenn borgarinnar til ráðstefnu á skrifstofu sinni, þar sem þeir ráðgast um hvað gera skuli. Tilkynningar eru lesnar í útvarpinu, þar sem ástandinu er lýst að nokkru, og allir menn kvaddir þegar í stað til vinnu við Elliðaárnar. HRAUNJAÐARINN MJAKAÐIST ÁFRAM, OG EFTIR SKAMMA STUND FÉLLU FYRSTU SKRIÐURNAR Á HÚSIN AÐ GUNN- ARSHOLMA, SEM HRUNDU EINS OG SPILABORG OG HURFU f HRAUNHAFIÐ Á NOKKRUM MÍNÚTUM. f FJARSKA SA STYRMIR HÚSIN AÐ SILUNGAPOLLI HLJÖTA SÖMU ÖRLÖG. < i Meðan Sandskeiðið var að fyllast safnaðist fjöldi bíla á öldunum vestan við Sandskeiðið og fólkið fylgdist mcð hraunrennslinu. Alit í einu gerði hraunið skjóta framrás og var áður en varði komið að veginum í hvilftinni við Vötnin. Reyndu þá allir að komast burtu í einu og skapaðist um tíma heldur ískyggilegt ástand. Styrmir stóð upp á dálítilli hæð vestan við Sandskeiðið um hádejisbilið daginn eft- ir þessa hörmungarnótt, og horfði á logandi eimyrjuna velta sér yfir sléttuna til norð- urs. Hann var tekinn í andliti og rauðeygður af vöku, gráti og víndrykkju. Hann barðist við að útiloka minninguna um slysið hræðilega um nóttina, en það var sama hvað hann reyndi að einbeita huganum við annað, eð a'itaf sá hann fyrir sér það ægilega augnablik, þegar Maggi hentist í loftkÖstum síðesía spölinn niður í glóandi hraunleðjuna og heyrði síðasta skelfingaróp hans, um leið og hann hvarf inn í rennandi eldinn. Hann minntist þess aðeins ógreinilega, að Jakob Úlfarsson hafði stutt hann að jepp- cnum og komið honum fyrir í honum, en sjálfur hafði hann setzt undir stýri og ekið honum í bæinn. Áður en þeir lögðu af stað, hafði Jakob rétt Styrmi hálfan whiskypela, og sagt honum að hressa sig á því. En Styrmir hafði aðeins setið eins og í leiðslu og starað út í loftið, mælti ekki orð af vörum, en barðist við sjálfan sig og taugarnar, kipraði saman varirnar og einbeitti sér að því að horfa á veg'inn framundan. Loks, þegar þeir voru komnir niður undir Gunnrrshólma, hafði hann sett pelann á munn- inn og teygað úr honum, eins og allt væri undir því komið að honum tækist að tæma hann í einu vetfangi. En það tókst ekki. Hann tók andköf og veinaði af kvölum, þegar óblandað vínið var að því komið að kæfa hann. Honum lá við uppköstum, en tókst með herkjum að halda því niðri. Svo hélt hann á pelanum báðum höndum, beygði sig niður að gólfi jeppans og grét eins og barn. Iiann skalf frá hvirfli til i'ja, og ekkasogin hristu hann til og frá. Jakob vissi að Styrmir hafði fengið slæmt taugaáfall, en við því var ekkert að gera eins og á stóð, aðeins að koma honum í bæinn sem fyrst, þar sem hann gæti lagt sig um stund þar til hann jafnaði sig. Við Elliðaárnar stöðvaði hann jeppann, fór út með stóran vöndul af hreinum tvist., sem hann fann við sætið, og rennbleytti hann í ísköldu vatninu. Svo gekk hann aft- ur til Styrmis, rétti honum tvistinn og skipaði honum að baða sig vel í framan. En það var eins og hann heyrði ekki, og hann kom engu tauti við hann, fyrr en hann dró hann út úr bílnum í svalt morgunioftið, og neyddi hann til að standa á eigin fót- um. Þá fór hann að jafna sig dálítið. Loks tók hann tvistinn og skellti honum framan í sig. Þannig stóð hann kyrr smástund, en fór svo að nudda sig í framan og gekk nokk- ur skref til og frá. Loks hristi hann hausinn hressilega og leit skælbrosandi og dá- litið vandræðalegur á Jakob. Framhald á næstu síðu. VXKAN 6. tbl. — 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.