Vikan


Vikan - 06.02.1964, Síða 15

Vikan - 06.02.1964, Síða 15
gfegl _ IpÍ. Í'U! ; 'í. v. .. : f* MÉ IW Wimk'mm wmr m *J UsrÓJr- ir manna samankomin þarna, því þeir sem sloppið höfðu upp- eftir um morguninn, höfðu fæst- ir snúið til baka, en stóðu og störðu á þessar hamfarir náttúr- unnar furðu lostnir, ræddu um það sín á milli, hvaða afleiðing- ar þetta kynni að hafa fyrir íhúa Iteykjavíkur. Fssstir hugsuðu lengra en að þeirri staðreynd að vegurinn austur væri nú úr sög- unni um ófyrirsjáanlegan tíma, en það gerði ekki svo mikið til, sögðu þeir, því að Krísuvíkur- vegurinn væri allavega opinn, og hægastur vandinn að fara hann. Mjólk og aðrar landbúnað- arafurðir mundi ekki skorta þrátt fyrir þetta, og öllu væri óhætt. Flestir höfðu samt fylgzt með fréttunum um ótta ráða- manna við að hraunið mundi renna niður Elliðaárósa, en flest- ir hristu höfuðið og sögðu að til þess mundi aldrei koma. Þangað væri svo langur vegur, og hraunmagnið þyrfti að vera svo óskaplegt til þess að ná þang- að, að það væri hreint óhugs- andi. Það var líka ótrúlegt að shkt gæti komið fyrir, þegar menn stóðu þarna og sáu hve hraunrennslið dreifði úr sér á flötinni. Það var óskiljanlegt að það yrði svo mikið að það legði undir sig allt það landrými, sem var til sjávar. En síðari hluta dags sáu menn skyndilega breytingu á stefnu hraunsins. Hingað til hafði það runnið hægt, en stöðugt, yfir Sandskeiðið til norð-austurs í áttina til Lyklafells. En nú hafði það fyllt upp kvosina og fór að renna hægt og sígandi til vesturs, þrengdi sér milli hæða og át í sig veginn til Reykjavíkur. Það rann niður á sléttuna, þar sem vötnin eru rétt neðan við Sandskeiðið, og fór strax að breiða úr sér þar, og stefndi að veginum sunnan í hæðunum. Það var sýnilegt að ekki liði á löngu, þar til það rynni yfir veginn þar sem hann var lægstur. Þá fóru margir að hugsa til heimférðar. Geysilegur fjöldi var af bílum ahs staðar á veginum, og þar sem hægt var með noltkru móti að komast út af honum. Uppi á melnum vestan við Sandskeiðið hafði verið raðað bílum svo tug- um skipti, en þangað lá vetrar- vegurinn upp á melinn. Enn vest- ar á melnum var töluvert vegar- net, síðan á hernámsárunum, en þarna hafði verið skálahverfi hermanna, og víða hægt að fara með bíla þar um. Allt þetta svæði var þakið bílum og fólki á öllum aldri, í öllum stéttum — og allt í einu — þegar hraun- ið tók stefnuna á veginn, var eins og gripi um silg æði, því allir vildu komast burtu umsvifa- laust. En það var hægara sagt en gert, því fólksmergðin og bíla- þvagan var svo þétt, að þar mátti varla nokkra bifreið hræra. Lögreglan var fjölmenn þarna, og reyndi að greiða úr flækj- unni, en bæði var, að flækjan var svo óskapleg og að flestir l)ílax-nir sneru í öfuga átt frá veginum, og svo hitt, að allir Hraunstraumarnir tveir mætt- ust í Elliffavatni og fylltu þaff á skammri stund. Frá Lögbergi og alla leiff niffur aff Elliffavatni var slangur af sumarbústöðum en í sumum þessara húsa var búiff allt áriff, Það varð snemma ljóst, hver afdrif þeirra yrffu og lögreglan og hjálpai-sveitir skáta að- stoffuffu fólk viff aff bjarga eigum sínum úr húsunum. Þaff var ekki seinna vænna. Þessi hús ásamt húsunum í Gunnarshólma og Silungapolli 1/étu undan hraunstraumnum eins og spila- borgir. vildu verða fyrstir út á veginn, tróðust og gerðu allt, sem þeir máttu til að komast í burtu. En vegurinn var ekki breiðari en svo, að aðeins einn bíll losnaði í einu og komst út á veginn. Þeir, sem þegar voru á veginum, og höfðu lagt bílurn sínum þar, þurftu fyrst að snúa við, áður en þeir gátu farið að aka til bæjarins. Þeir, sem voru aftai'lega í röð- inni, eða einhvers staðar uppi á melnum, voru orðnir örvænting- arfullir, því þótt þeir óttuðust að vísu ekki að hraunið rynni yfir bílana þar, þá var viðbúið að vegurinn lokaðist alveg á stuttum tíma, og að bílarnir yrðu þá strandaglópar þarna langt uppi á heiði. Þeir sáu fram á að lítið gagn yrði að þeim eftir það. Enginn óttaðist um líf sitt, því hraunið rann ekki hraðar en svo, að hægðarleikur var að komast fótgangandi undan því, en eng- inn vildi missa bílinn sinn í bráð- ið grjótið. Framhald á bls. 29. VIKAN 6. tbl. —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.