Vikan - 06.02.1964, Side 18
REX
OG HANS EIGIN
..PAIR LADY.,
Hjónin leggja af staS í jeppanum sínum niður hæðina. Á
þeim fjórum ekrum lands, sem Harrison á þarna, framleiða
hændurnir 400 flöskur af víni.
Rex og Raehel Harrison giftust í marz 1962. Hann byggði hús sitt í Portofino eftir stríðið á
einu varnarvirki nazista. Villa San Genesio er, segir hann: „hamingjuland okkar“.
Rex Iiarrison, sem alltaf liefur farið sínar eigin götur
iivað snertir lifnaðarhætti og klæðaburð, hefur nú við fimm-
tiu og fimm ára aldur náð nýjum áfanga á leiklistarferli
sínum. Hann leikur núna, eins og kunnugt er, Caesar, elsk-
huga Cleopötru, í hinni nýju Taylor-Burton-Harrison kvik-
mynd, sem fullgerð var í marz. Harrison er nú kominn aftur
til Ameriku eftir margra ára starf erlendis, og býr sig nú
undir að taka aftur við hlutverki hins fræga og duttlunga-
fulla prófessors Henry Higgins í Hollywood útgáfunni af
My Fair Lady. Þetta verður sérstök mynd, bókmenntaleg-
ur söngleikur. Svo er liann líka önnum kafinn við að kynna
Ameríku fyrir nýju konunni sinni, þeirri fjórðu í röðinni,
leikkonunni Racliel Roberts frá Wales, en siðasta mynd henn-
ar var „This sporting life.“ Innifalið í kynningunni er m. a.
málsverðarboð í Hvíta Húsinu og ferð um landið þvert og
endilangt i Rolls-Roycebílnum hans.
Þessar myndir eru teknar að heimili Harrisons, sem stend-
ur á afskekktri hæð við Portofino á ítölsku Riveriuströnd-
inni. Síðan 1950 hefur Rex verið einna enskastur íbúanna
þar, en hús sitt nefnir hann Yilla San Genesio, eftir aðal-
verndardýrlingi leikara. Hann segir: „Við Rachel tölum
pigeon-itölsku, en komumst ágætlega af með það.“
Við komum hingað til að safna kröftum ...“
Harrison Iijónin eru í Portofino eins marga mánuði árs-
ins og þau framast geta starfs sins vegna. Hvort sem borg-
in er bökuð ítölsku sólskini eða ísköldu regni, elska þau
hana. Á myndinni liafa þau búið um sig á hafnarbakkan-
um, og í þetta skipti eru þau ekki ónáðuð af ferðamönn-
um. Bæði eru þau ákaflega mikið rramhaid a bis. 29.
Jg — VIIÍAN 6. tbl.