Vikan


Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 23

Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 23
Simon. Við byrjuðum samtalið með því að ég spurði þig, hvort þú værir ástfanginn af Clare. Og samtalið endar með því að ég áfellist þig fyrir að þér er ekki nógu vel við hana! — Já, þarna sérðu dæmi þess hve kvenfólkið getur verið svo duttlungafullt, að karlmönnum er ofvaxið að skilja það. — Það er líka dæmi þess að karlmennina vantar hugboð, sagði hún hlæjandi er þau gengu upp stíginn. Rósirnar í beðunum voru að fella blöðin. — Mér finnst alltaf ömurlegt þegar blómin eru að fella blöð- in, sagði Faith og benti á rósa- runnana. — Simon, ég heyri þeg- ar blöðin falla. Og ilmur;inn af blómunum verður annar, þegar þau eldast. Simon tók undir handlegginn á henni. Hún var honum eins og elskulegt barn. Barn, sem mað- ur varð að vera góður við. Til- hugsunin um Clare kvaldi hann, og hann sárkveið fyrir að hitta hana aftur —■ en þráði það þó um leið. Hann skrifaði Clare bréf um kvöldið. Sagðist verða á ferðinni í Farnham og langaði til að fá að tala við hana viðvíkjandi Faith. Hann stakk upp á að þau borðuðu miðdegisverð saman á Bush Hotel. Og ef hún gæti það ekki — vildi hún þá gera svo vel að láta boð um það liggja hjá ármanninum í gistihúsinu. Þetta var mjög stutt og form- legt bréf, en samt sem áður fannst Clare það reyna mjög á taugarnar. Það var eitthvað spennandi, eitthvað óhjákvæmi- legt við þetta bréf. Og þetta, að fá að sjá hann, vakti eftirvænt- ingu... Bush Hotel . . . það var þar, sem þau hittust í fyrsta skipti. Þá hafði verið yndislegt vor, en nú var farið að hausta. Það glitr- aði á gladíólur og síðsumarsblóm í beðunum og vínviðarlaufið upp með húsveggjunum var farið að skipta litum. Clare var dofin í hnjánum og hún fékk ákafan hjartslátt er hún sá Simon koma á móti sér, háan og grannan. En hún þurfti ekki annað en líta á kaldranalegt andlitið á honum, til þess að vita, að þetta yrðu ekki skemmtilegir samfundir. Stríðsöxin var alls ekki grafin enn. Hún lagði sig fram um að vera jafn kuldaleg og hann, og nota ekki tækifærið til þess að berjast fyrir því að láta hann skilja sig og sýna sér réttlæti. — Gott kvöld, sagði hann kurteislega. — Gott kvöld, Simon. Clare var dásamlega falleg er hún kom á móti honum, og það var óskiljanlega yndislegt að heyra hana nefna nafnið hans. Svo yndislegt að skurninu sem hann hafði hlaðið á sig, lá við _ jv ^ U að brotna. En hann var stað- ráðinn í að láta ekki sigrast af töfrum hénnar og hann ætlaði að forðast að samtal þeirra beindist að persónulegum mál- efnum þeirra sameiginlega. — Eigum við að fara beint inn? sagði hann og gekk á und- an henni inn í matsalinn. Það var auðséð að hann ætlaði að gera þessa samfundi eins stutta og hægt væri. Þeim var vísað að borði, sem hann hafði pantað fyrirfram. Brytinn bauð þau velkomin og kvað leitt hve langt væri síðan Denver lælcnir hefði sýnt sér þann sóma að líta inn. Þegar þau voru orðin ein og höfðu komið sér fyrir, leit Sim- on á Clare. — Ég hef ekki komið hingað síðan við hittumst í fyrsta skipti, sagði hann. — En það lítur út fyrir, að ekki sé það sama að segja um þig. Þú kemur líklega oft hingað með kunningjum þín- um. Hann lagði sérstaka áherzlu á orðið ,.kunningjum“, eins og hann vildi gefa í skyn að rétt- ast væri að nota fleirtölumynd- ina. — Nei, ekki oft, sagði hún. — Það getur verið gaman að borða á veitingastað einstöku sinnum, en fólkið sem ég þekki hefur ekki efni á að koma oft á veit- ingastaði. Hún gat ekki leynt því að henni gramdist tónninn, sem hann hafði talað í. —■ En þú munt hafa verið hér með Ralph? — Ralph hefur verið í London alla síðustu viku. Ég hugsa að hann komi aftur til Exeter í kvöld. —■ En Kenneth Morgate? Hún hnyklaði brúnirnar. — Ég skil ekki samhengið í þessu, svaraði hún. Simon rétti henni matseðilinn. — Ég helt að þú mundir gera það. Finnst þér nokkuð undar- legt að ég geri ráð fyrir að þú hafir varaskeifur. Og ég sé að þú gengur ekki með trúlofunar- hring. Er það kannske svo, að Ralph hafi leikið sinn þátt og megi fara guði á vald? Hana sveið undan þessum storkandi orðum — og kannske enn meir vegna þess, að þau mátti til sanns vegar fæx-a. Ralph hafði í rauninni leikið sinn þátt, — það vissi hann líka vel sjálf- ur — en hún ætlaði sér ekki að láta það berast, að trúlofuninni væri slitið — ekki fyrr en Simon og Faith væru gift. Þegar því marki var náð, var hún frjáls, og áform og refjar Joan að engu orðin. Og það var mest um vert! — Við Ralph vitum vel hvað hvoi’t öðru líður, sagði hún, og kvaldist af að þurfa að villa á Framhald á næstu síðu. vikan 6. tbi. —• 23 — * »r pr» ....... ./■?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.