Vikan - 06.02.1964, Qupperneq 24
ÞRIGGJA KOSTA VOL
Clare barSist við grátinn. - Ég skil vel aS þú viljir ekki gera uppskurSinn sjálfur, sagSi hún lágt
sér heimildir. — Og hvað trú-
lofunarhringinn snertir, þá hef
ég ekki sérlega gaman af skart-
gripum.
-— Það er merkilegt — að
minnsta kosti þegar um trúlofun-
arhring er að ræða!
— Það er líklega allt merki-
legt, sem ég hefst að, sagði Clare
og var talsvert áköf.
— Það stafar líklega af því,
að „fyrirtæki" þín eru oft ein-
kennileg, svaraði hann. — En
hvað má bjóða þér? Hvernig
væri að fá lax og andasteik?
Eða viltu heldur nautakjöt?
— Lax og önd er ágætt, sagði
hún.
Hann benti þjóninum, pantaði
og fór að rýna í vínspjaldið.
— Ég held ég vilji helzt sleppa
víninu, sagði Clare.
— En kannske glas af kampa-
víni?
Hún leit kuldalega á hann. —
Mér finnst ekki sérstök ástæða
til þess, eins og nú stendur á,
sagði hún.
Hvorugt þeirra vildi líta und-
an. Svo fór að Simon bað um
öl, og meðan þau voru að bíða
eftir matnum varð ömurleg,
ólgufull þögn. Beiskjan sauð í
þeim báðum. Slæmu endurminn-
ingarnar byggðu þeim góðu út.
Reiði og beiskja eyðilagði allt
hitt, sem hafði verið fagurt.
Loks sagðí Simon: — Finnst
þér ekki, úr því að við höfum
hitzt á annað borð, að við ætt-
um að reyna að líta hlutlaust
hvort á annað, eins og við vær-
um kunningjar? Það væri okk-
ur báðum léttara.
— Ég er þér sammála um það,
svaraði Clare, en henni leið svo
illa að hún átti erfitt með að
kingja matnum. Það var kval-
ræði að sitja þarna og elska
hann og hata hann um leið, —
og þrá hann svo heitt að hún
átti erfitt með að varna tárun-
um framrásar. — En ég ætla að-
cins að minna þig á, að það ert
þú, sem hefur beðið mig að koma
hingað, en ég ekki þig.
— Ég er hérna af því að Faith
bað mig um það, sagði hann. —
Og hennar vegna.
Andrúmsloftið breyttist strax
og nafn Faith var nefnt. Clare
gleymdi öllu öðru er hún minnt-
ist vínkonu sinnar.
— Það hefur vonandi ekkert
alvarlegt komið fyrir? spurði
hún óðamála.
— Ekki á þann hátt sem þér
dettur í hug, svaraði hann og
horfði fast á hana. — Leyfist
mér að spyrja hvaða áform þú
hefur fyrst um sinn?
— Áform? hváði hún og skildi
ekki hvert hann var að fara.
24 — VIKAN 6. tbl.
-— Já, varðandi — hjónaband-
ið. Það er vant að koma hæfi-
legum tíma eftir trúlofunina.
—>, Þá verð ég kannske undan-
tekning sem staðfestir regluna,
sagði hún. — Nei, ég giftist ekki
fyrst um sinn. Og áform mín eru
í lausu lofti. Ég er ekki bund-
in sjúkrahúsinu. En hvers vegna
spyrðu að þessu?
— Vegna þess að Faith vill að
þú komir aftur til Hamden áður
en uppskurðurinn verður gerður
á augunum á henni.
— Aftur til Hamden? hváði
Clare eins og hún tryði ekki sín-
um eigin eyrum.
— Mér sýnist á þér að það sé
þér ekki geðfelld tilhugsun,
sagði hann hvasst.
— Það er ekki af þeirri ástæðu,
sem þú heldur, svaraði hún
áköf. — Það er ekkert til á jarð-
ríki, sem ég mundi ekki vilja
gera fyrir Faith.
— Þú virðist nærri því eins
sannfærandi og þú varst þegar
þú sagðir þetta í fyrra skiptið,
sagði hann kuldalega. — Þá not-
aðir þú þessi orð sem átyllu til
að komast burt frá mér. Ég hef
aldrei þekkt stúlku, sem tekur
þér fram í því að verka sannfær-
andi á mann.
Hún horfði brennandi augum
á hann.
— Þú getur sjálfsagt ekki
hugsað þér, að ég hafi nokkurn
góðan eiginleika! sagði hún.
— Finnst þér ég hafa nokkra
ástæðu til þess? Þú ættir að vita,
Clare, að mig langaði til að trúa
þér . . . En það er nú allt önnur
saga, og ég er ekki kominn hing-
að til þess að tala um hana, sagði
hann æstur. — Við skulum halda
okkur að þessu, sem Faith er að
biðja um.
— Ég vil ekkert fremur, sagði
hún kuldalega.
— Og eitt verð ég að játa, að
þú hefur verið Faith einstaklega
góð, sagði hann og nú var rödd-
in mýkri.
-— Þökk fyrir það, muldraði
hún hikandi.
- Og ég væri þér mjög þakk-
látur ef þú vildir hjálpa okkur
núna, sagði hann svo alvarlega
að hún hrökk við.
—- Hvenær verður hún skor-
in? Og hvað segir Margeton
læknir?
— Hann ætlar að skera hana
í næstu viku. Ég veit að þetta
er stuttur frestur, sem þú færð,
og að þú hefur skyldur við
sjúkrahúsið.
— Eins og ég sagði áðan, hef
ég enga samninga við sjúkrahús-
ið. Ég er varaskeifa um stund-
arsakir, og þeim þótti gott að fá
hjálp.
— Er það svo að skilja að þú
ætlir að koma?
— Ég er fús til þess. Ég get
ekki sagt „með ánægju“, þegar
um svona alvarlegt mál er að
ræða. Hve alvarlegt er það, Sim-
on?
— Við vitum það ekki.
— Er sjúkdómsákvörðun
erfið?
---Já, þú veizt að við erum
enn á tilraunastiginu þegar um
þessa tegund af glaukomblindu
er að ræða. Við getum auðvitað
notað geislavirkar ísótópur við
rannsóknina, en . . .
— En ef það er mjög alvar-
legt —■ getur það þá ekki orðið
til þess að . . . hrópaði Clare
skelfd.
Hann andvarpaði og leit niður.
— Jú, það getur hugsazt að við
verðum að taka augað.
Clare barðist við grátinn.
— Ég skil vel að þú viljir ekki
gera uppsurðinn sjálfur, sagði
hún lágt.
— Ég gæti ekki gert hann á
henni, sagði hann.
— Hefur hún nokkra hug-
mynd um hvernig ástatt er?
Hann andaði djúpt.
- Það er ómögulegt að segja.
Hvernig getur maður lesið hug-
renningar annarrar manneskju,
hversu vænt sem manni þykir
um hana? Undir niðri erum við
í rauninni öll ókunnug hvert
öðru. En ég held samt, að hún
sé miög vongóð. Hún saknar þín
og verður öruggari þegar hún
veit af þér nærri sér.
— Og þess vegna ertu svo
göfugur að sætta þig við nær-
veru mína, svaraði hún kaldrana-
lega. — Mér þykir, hvað .sem
öðru líður, vænt um að tilfinn-
ingar þinar til hennar eru í fyr-
irrúmi fyrir öllu öðru.
— Já, ást mín til hennar er
meiri en nokkuð annað í veröld-
inni, svaraði hann og reyndi að
leita skjóls bak við kuldahjúp.
Hann varð að hafa eitthvað til
varnar sér ef hann ætti að geta
verið í nálægð við Clare dag
eftir dag.
Orðin þrengdu sér inn í með-
vitund hennar, eins og þau kæmu
úr fjarska. Fyrst í stað skildi
hún ekki hvað í þeim lá, en svo
var eins og hún vaknaði af
draumi. Hann elskaði Faith! Frá-
leit, skerandi og ósæmileg — en
mannleg — afbrýði blossaði upp
í henni og titringur fór um hana.
Hún fann að hann horfði á hana,
og fannst að hann hefði fróun
af að kvelja hana.
— Það þykir mér vænt um!
gat hún loksins stunið upp.
— Já, þú hefur kannske gert
mér greiða, þegar á allt er litið,
sagði hann.
Hún hefði viljað skýra málið
fyrir honum, fá hann til að trúa,
að hún hefði alltaf elskað hann
og mundi aldrei geta útrýmt
honum úr huga sér. En •— að
hvaða gagni kom það? Hann
hafði Faith . . . og hvað um hana
sjálfa? Framtíð hennar var jafn
óviss núna og fyrst þegar þau
hittust. Það var alls ekki óhugs-
andi að hún mundi finna sálar-
frið í hjónabandi með Ralph ...
ef hann þá kærði sig um að
giftast henni. Þau gætu orðið
kunningjar og átt sameiginleg
áhugamál, og hann hafði óneit-
anlega gert henni greiða þegar
hann féllst á gervitrúlofunina —
til þess að hún gæti eytt öllum
grun hjá Faith.
— Karlmannseðlið er undar-
legt og rökfast, sagði hún. — Þú
dæmdir mig fyrir það sem þú
hélzt að væri hviklyndi og ástar-
brall . . . En ert þú ekki sekur
um það sama, þegar á allt er
litið?
Hann andmælti með ákefð.
— Þetta er mesta fjarstæða
sem ég hef heyrt. Þessi tilfelli
eru alls ekkert skyld!
— Auðvitað ekki, svaraði hún
beisk. — Karlmennirnir fara að
sínum eigin lögum. Það sem þeir
gera er alltaf rétt, og hafið yfir
alla gagnrýni.
— Nú talar þú barnalega —-
kvenlega barnalega — en það er
kannske eitt og sama, sagði hann
ergílegur.
Þau mældu hvort annað með
augunum, það sem gerzt hafði
áður æsti hugrenningar þeirra.
Vonbrigði, beiskja og iðrun
blandaðist hjá Clare hryggðinni
yfir að hafa misst þann sem hún
elskaði. Fyrir stuttu var hún
reiðbúin til að játa ást sína og
reyna að sanna honum sakleysi
sitt . . . En nú, er hún vissi að
hann elskaði Faith, var tilgangs-
laust að lása hann vita um hvað
Clare hafði gert — hvort það
var rétt eða rangt.
— Það eina sem um er að
ræða í svipinn er hvenær ég á
að koma, sagði hún með ískaldri
rþddu. — Og hvað er um Meg
og Jock?
-— Þau báðu mig að heilsa og
segja að þau væru meira en
þakklát ef þú vildir koma. Hann
hikaði og varð vandræðalegur
á svipinn. — En þau — og Faith
líka — vilja ekki heyra annað
nefnt en að þú . . .
Clare tók fram í:
— Farðu nú ekki að tala um
viðskiptamál. Ef ég fæ ekki að
koma sem gestur, er ég hrædd
um að ég geti ekki komið.
— Mér heyrðist þú segja áðan,