Vikan


Vikan - 06.02.1964, Síða 25

Vikan - 06.02.1964, Síða 25
Ég gæti ekki gert hann á henni, sagði hann. - Hefur hún nokkra hugmynd um hvernig ástatt er? a'ð þú værir fús til að gera hvað sem er fyrir Faith. — Já, en ekki fyrir borgun, sagði hún einbeitt. — Taktu nú sönsum, sagði hann biðjandi. — Þú ert hjúkr- unarkona og það er þín atvinna. Ég get ekki annað en verið á sama máli og Hamdenshjónin. — Þú mundir vera „á sama máli“ um allt, ef það gæti orðið til þess að undirstryka að þú sért á öndverðum meið við mig, svar- aði hún. Hún fann að þetta var ósanngjarnt, en kvalirnar fyrir hjartanu voru svo miklar, að hún vissi varia hvað hún sagði. ■— Það kann að vera, sagði hann kaldranalega, — en það er gagnslaust að ræða um nokkurn hlut á svona grundvelli. — Ég skal ganga frá þessari hlið málsins þegar ég hitti þau, sagði hún. Hann lét undan. — Eins og þú vilt . . Ég geri ráð fyrir að Ralph hafi ekki neitt við þetta að athuga? — Því skyldi hann hafa það? — Ætlar þú ekki einu sinni að bera þetta undir hann? Það er svei mér . . . Hann þagnaði, en bætti svo við: —- Hann er kannske ekki annað en vara- skeifa — hann líka? Hún svaraði um hæl: — Hver veit? — Og svo kemur Kenneth næst, býst ég við. Sérðu hann oft núna? — Við vinnum í sama sjúkra- húsi. — Veit ég það, sagði hann og bældi niðri í sér reiðina. — Þess vegna sé ég hann dag- lega. Við erum góðir vinir. Hann hefur allt annað álit á mér en þú. — Það er ótrúlegt að þú skulir geta verið svona móðguð á svip- inn! sagði hann. Hún gat ekki haldið aftur orð- unum: — Og það er í ranu réttri ekki Faith, sem er blind, heldur þú! Hann ókyrrðist og fum kom á hann. Svo tók hann rögg á sig og spurði: — Hvað viltu á eftir? — Kaffi, þökk fyrir. — Langar þig ekki í jarðar- ber? — Nei, þökk fyrir — bara kaffi. Hún leit á klukkuna. — Ætlarðu til baka til Falmouth í kvöld? — Nei, ég á erindi í London í fyrramálið. Þau drukku kaffið án þess að segja orð. Bæði sárkviðu fyrir skilnaðarstundinni, og bæði börðust við að halda hinni upp- gerðu andúð við — þau vildu fyrir hvern mun leyna sínum réttu tilfinningum. Loks borgaði Simon reikning- inn og stakk upp á að þau færu. Þau gengu saman út í myrkrið. — Ég skal aka þér að sjúkra- húsinu, sagði hann. •— Þökk fyrir, það er engin þörf á því, sagði hún stutt. — Þetta er ekki langur spölur, og mér þykir gott að labba. Þetta er svo fallegt kvöld. Ég kann vel við þessi kvöld, snemma hausts, þegar dálítið mistur er í loftinu. Það fylgir þeim að vísu einhver angurblíða, en . . . Allt í einu skaut upp manni beint fyrir framan þau. — Halló! sagði Kenneth Mor- gate. — Þetta var óvænt, það verð ég að segja! En það var einhver óónægju- hreimur í röddinni. Simon heilsaði kurteislega en hálf kuldalega. Hann hafði grun um, að þessir sumfundir Clare og Kenneths væru ekki alger til- viljun. — Ef ég hefði vitað að þið ætluðu að borða saman, hefði ég beðið ykkur um að lofa mér að fljóta með. Ég hef aldrei þessu vant verið að drepa tímann yfir nokkrum glösum . . . Verður þú hérna lengi, Simon? ■— Nei, ég er á leið til London og fer til Falmouth strax á morg- un. Þeir töluðu saman nokkrar mínútur, en svo sneri Kenneth sér að Clare og sagði: — Kannske þú sitjir í hjá mér heim að sjúkrahúsinu. — Já, þökk fyrir, það vil ég gjarna, svaraði Clare og leit svo framan í Simon, kuldalega og ögrandi. — Þá held ég að ég verði að kveðja, sagði Simon rólega. •— Og ég get þá sagt Faith að þú komir í næstu viku. Áreiðanlega? — Ég kem -— ég er búin að lofa því. Hann glotti hálfvegis rétt í svip. Svipur hans sagði betur en mörg orð, að loforð frá henni væri honum einskis virði. — Já, ég heyrði það, sagði hann. Svo bauð hann góða nótt aftur og flýtti sér að bilnum sín- um, settist við stýrið og ók á burt. •— Hvað gekk eiginlega að honum? sagði Kenneth forviða. — Hann mun þó ekki vera af- brýðisamur? — Út af mér? — Já. —- Það væri það síðasta sem hann gerði. Simon er laus við að lítast á mig. En það vill svo til að ég er vinstúlka unnustunn- ar hans, Kenneth horfði rannsakandi á hana. — Hvernig líður þér eiginlega, Clare? Og hvar er maðurinn þinn væntanlegi? — Hann kemur frá London í kvöld. — Það er eitthvað bogið við þetta — milli ykkar Masons, sagði hann hugsandi. — Ef þú ert ástfangin af honum þá er ég Napoleon. Hvað er á seyði, Clare? Er þér alvara að giftast Ralph Mason? Clare varð hughægra. Það var gott að vera með manni, sem hún vissi að þótti vænt um hana og vildi henni aðeins vel. — Æ, Kenneth, þetta er allt á öðrum endanum hjá mér, sagði hún. •— Kannske ég geti hjálpað þér á einhvern hátt, Clare. Ef ég héldi að þetta væri alvara milli ykkar Masons, mundi ég ekki skipta mér af því. En mér finnst það líta þannig út, að ég hafi rétt til að skipta mér af því. í fyrsta lagi er hann alls ekki maður eftir þínu höfði. Ég veit að þú getur sagt, að það sé ég ekki heldur. En við höfum sameiginleg áhugamál og okkur kemur vel saman. Og svo er eitt- hvað við Mason, sem veldur því að ég treysti honum ekki . . . —- Það er ekki annað en fyrir- tekt, muldraði hún hikandi. — Ekki held ég það. Ef þú værir trúlofuð Simoni, þá mundi ég ekki hafa áhyggjur af þér, jafnvel þó ég mundi vitanlega vera öfundsjúkur og afbrýðisam- ur, en . . . —• Ég veit það, Kenneth, sagði Clare. — En ég verð að fá tíma til að hugsa mig um. Ég veit að ég hef sagt það sama við þig áður, og þú hefur verið einstalc- lega nærgætinn við mig. — Langt frá því, sagði Kenn- eth og reyndi að láta ekki bera á því hve hrærður hann var. Þau höfðu gengið fram og aft- ur í garðinum meðan þau voru að tala saman. Nú stanzaði Kenneth og horfði með aðdáun á hana. Og allt í einu hafði hann faðmað hana að sér og þrýst munninum ákaft að vörum henn- ar. Sorg, vonbrigði og beiskja hennar hvarf eitt augnablik í gleymsku. Kenneth elskaði hana af öllu hjarta, það vissi hún. Þess vegna var ekkert ósæmilegt við ástarlot hans. Og hún hafði heldur ekki dregið hann á tál- ar á nokkurn hátt, þess vegna tók hún atlotunum vel og von- aði að þau fengi svo góðan hljóm- grunn í henni sjálfri, að þau gætu orðið eitt að lokum. Það marraði í mölinni í gang- stígnum og sér til skelfingar heyrði hún rödd Simons, sem rauf þögnina ónotalega. — Afsakið þið að ég trufla, sagði hann. — En ég gleymdi að afhenda þér þetta bréf frá Faith. Hún vildi að ég afhenti það ekki fyrr en eftir að við hefðum talað saman. Hann bætti við, og takmarka- laus fyrirlitning skein úr svipn- um. •— Ég gat mér þess til að þið væruð hérna ennþá. Bíllinn stóð á sama stað, og einn þjónn- inn hafði séð ykkur fara í þessa átt. í annað skipti sama kvöldið sneri hann sér snöggt frá þeim og fór. Clare hallaði sér lémagna að Kenneth, andlitið var hvítt eins og mjöll og hún skalf eins og espilauf. Hún fann að nú gat ekkert afl i heimi réttlætt hana í augum Simonar. Viku síðar fór Clare til Ham- den. Faith tók fagnandi á móti henni, hrærð af þakkarhug. •— Það er dásamlegt að þú skulir vera komin, sagði hún er þær sátu saman úti á svölunum, daginn eftir að Clare kom. En Clare leið ekki dásamlega. Hún var síefilt að velta fyrir sér hvernig hún ætti að komast gegnum þessa eldraun. — En í rauninni þarftu alls ekki á mér að halda, sagði hún. — Að minnsta kosti ekki með- an þú ert í sjúkrahúsinu. — En þú getur heimsótt mig þangað, og þess utan þykir mér gott að vita að þú sért hjá mömmu og pabba, sagði Faith. — Þú getur verið þeim mikil stoð, ef þú talar í þau kjarkinn. út af mér, Clare, en ég get ekki talað við þau um það. En þegar ég tala við þig get ég svo að segja hugsað upphátt. Þú munt hafa fengið bréfið, sem ég sendi þér með Simoni? — Já, ég fékk það, sagði Clare, og hrollur fór um hana er hún hugsaði til þess með hvaða at- vikum það hafði orðið. — Og ég átti alls ekki skilið allt þetta fallega, sem þú skrifaðir um mig. — Ég vildi að þú vissir, að jafnvel þó að þú gætir ekki kom- ið, þá breytti það engu um hug minn til þín . . . Ég vissi að til mikils var mælzt, og þess vegna vildi ég ekki að þú fengir bréfið fyrr en eftir að þú hefðir svar- að já eða nei . . . Hún bætti við: — Simon hefur verið svo góður við mig. En mér finnst hann vera breyttur. Það stafar kannske af Framhald á bls. 44. VIKAN 6. tbl. — 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.