Vikan


Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 27

Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 27
DAGBOKARBROT FRA AFRÍKU Eftir Sigurð Magnússon fulltrúa - 1. Iiluti skilnaðar væri hlaðinn þeirra i niilli. Mellanthin fannst þetta áreiðanlega góð grein. Og kannski er greinin góð. Kg yeit það ekki. Hver veit nema ég verði fróðari um það :>ð leiðarlokum en nú i upphafi þessarar Afrílcureisu minn- ar: Hver veit? Mellanthin þykist að minnsta kosti alveg viss um það, að þetta sé öllum aðilum fyrir beztu, og hann ætti að vita meira um það en ég, þar sem hann hefir ver- ið langdvölum í Afrílui. Hann er raunar sonur þýzks gen- eráls, sem van Mellanthin heitir og er sá nú forstjóri Jó- hannesborgardeildar Lufthansa. Mér er sagt, að hann hafi unnið einhver mikil frægðarverk í stríðinu. Ég veit eklc- ert um þau sem hetur fer. Mér hefir, ef frómt skal frá segja, aldrei þótt mikið koma til hernaðarafreka Þjóð- verja og því minna sem ]jeir hafa verið liærra settir. Aldrei fór þsð svo, að hinn sárþráði langferðabíll kæmi ekki. En þegar bctur var að gáð, kom i ljós, að fjórum farþegum var ofaukið i þau sæti, sem til voru, og þurfti nú enri að grípa til skyndiúrræða. Sem ég nú stend þarna i þokurini með þrem væntanlegum ferðafélögum mínum heyri ég alll í einu góðkunna rödd að baki mér, og sé að bar cr kominn minn spikfeiti, hási heiðursmaður, León Breuscher, leigubifreiðastjóri og ferðafélagi í tveim reis- um mínum um Luxemborg og' nágrenni. Það er hann sem á að aka okkur, utandyramönnunum fjórum til Þuslara- þorps. Ekki var það nú amalegt. Svo luirrum við af stað og hefjum við León ferð með þvi að rifja upp gömul og góð kynni. Ferðalag okkar var lengi vel óhappa- og tillmigðalítið. Þó að þokan tefði förina og yrði ökkur til ergelsis þá var samt gaman að aka í gegn um hin snoturlcgu þorp og gömlu borgir og njóta þess að sjá hve þess er vandlega gætt, að ]}ar verði hvorki á blettur né hrukka. Mikið mætt- um við íslendingar af Þjóðverjum læra i þessum efnum. Það er stundum alveg óskiljanlegt hverju menn hrúga að sér, einkum í úthverfum Reykjavikur, tína spýtnarusl og annað skran saman til þess að fleygja því svo á tvist og hast einhversstaðar í námunda við hibýli sin, þar sem þessi samtíningur rotnar svo eða ryðgar niður. En svo að vikið sé aftur að ferðinni, þá gerðist það einliverntimá rétt áður en lcomið var í nágrenni Kötnar, að minn góði León ákvað að stytta sér leiðina til Dusseldorf með þvi að komast á einn af liinum stórfrægu hreiðvegum Hitlers sáluga, en frá þvi er þcssi ákvörðun var tekin virtist eins og við værum með öllu horfnir þeim fararheillum, sem hingað til höfðu verið í fylgd með okkur. Lcón gerði tvær árangurslausar tilraunir áður en honum tókst loks að aka upp á iireiðveginn, en þegar þangað var komið tók hann of scint eftir Diisseldorf leiðarmerkinu og ætl- aði þá að aka lítinn spöl afturábak, rétt eins og hánn var vanur að gera i sinni kyrrlátu og ljúfu tuixemborg, en hér gegndi, satt að segja, allt öðru máli. Við vörum ekki fyrr húnir að grilla í týrur bílanna í þokunni fyrir aftan okk- ur en hvinurinn söng i eyrum okkar af eldingarhraðanum um leið og l>eir þutu áfram. Rétt sem ég ætlaði að hafa orð á þvi, að réttara væri nú að hafa hér nokkra gát, þá kom til sögunnar annar og áhyrgðarmeiri aðili. Æpandi sirenur boðuðu komu þriggja lögreglumanna og sem minn maður ætlaði að sleppa með að stinga hausnum út úm gluggann Kano varð fyrsti viðkomustaðurinn í Afríku. Það er víðáttumikil borg í Mið-Afríku, byggð á gömlum úlfaldakrossgötum. Hér sjást innfæddir vera að stafla kornsekkjum í pýramida. Myndin að neð- an: suður-afrískar stúlkur þykja mjög fagrar. Hér er ein — eitt- hvað af blönduðum litarhætti — að syngja og dansa í næturklúbbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.