Vikan - 06.02.1964, Síða 29
REX HARRISON
FRAMHALD AF BLS. 18.
fyrir göniguferSir. Þau hafa geng-
ið fram og aftur um allar iiæðirn-
ar í nágrenninu og talað enda-
laust saman á þeim ferðum. „Hér
iiöfum við frið, sem við höfum
mikla hörf fyrir“, segir Raehel
Harrison, „og hingaS komum við
alltaf aftur til að safna kröftum."
„Hann er ákafur maður, en hann
er ekki ráðríkur.“
Það er eitt viðurnefni, sem
Rex Harrison, þessum rólega
inanni, finnst fremur óvirðulegt
og léttúðugt, en það er nafnið,
sem honum hefur verið gefið á
stundum „sexy Rexy“. „Mér líkar
betur að horfa á eitthvað en að
láta liorfa á mig“ segir hann.
Þessi setning leiðir í ljós hlé-
drægni hjá þessum annars fram-
sækna manni, og kemur heim við
það eðli lians, sem fær hann til
að velja sér dvalarstað í svo af-
skekktum kima sem Portofino.
I’að hefur alltaf verið einhver
villtur þráður í skapgerð Harri-
sons, sem liefur gefið lilefni til
aS ætla að hann væri bardaga-
maður, þegar skap hans hefur
veriS ýft — en bardágamaður-
inn er líka efasemdamaður. Játn-
ing ihans er á þessa leið: „Ég hef
verið kviðinn frá því ég var
tveggja ára.“ „Þessi kvíði kem-
ur,“ segir liann, „af þvi að vera
fæddur undir Fiskamerkinu —
fimmta mars. Þvi fólki hættir við
að sjá of margar hliðar á hlut-
unum samtimis. Þú verður þreytt-
ur á sjálfum iþér fyrir sífellda
óákveðni og efa ■— og svo neyð-
irðu þig allt í einu til að steypa
þér út eitthvað.“
Slikt „steypti" honum út í
fyrsta sönghlutverkið hans í.My
Fair Lady og Ceasar i Cleopötru.
Svo má lika nefna „veiklundaS-
an, kvæntan skólastjóra" í
Chekov leikritinu „Platanov" sem
leikið var í litlu Londonarleik-
liúsi, en þar lék Rachel Roberts
á móti honum.
Harrison segir: „Rachel er
komin af welskum baptistaprest-
uin lið fram af lið og af kola-
námumönnum. Þetta er stórkost-
legt, ástriðufullt og jarðbundið
fólk — og það skýrir að nokkru
aðdráttarafl konunnar minnar á
mig og varpar ljósi á mikilvægan
þátt i eðli niínu. Raohel er mi'klu
skapbráðari en ég. Það er dásam-
legt að fuðra upp — og segja
allan sannleikannl“
Frú Harrison, sem er 35 ára
gömul, lýsir sjálfri sér sem „frek-
ar eirðarlaus“. „Rex hefur róað
mig meira en nokkuð annað.
Hann hefur kennt mér meira um
heilbrigt og rólegt lif en jafnvel
um ást. En hann hefur meiri orku
en ég. Hann er ákafur maður —
en hann er ekki ráðrikur. Ef
hann elskar þig eða fellur vel við
þig, er hann stórkostlegur — hlýr,
blíður, glaður og ástríðufullur.
Hann er minn Rex, og heimur-
inn mundi verða eyðilegur án
hans.“
Harrison hjónin voru sanian í
Ítalíu og á Spáni, þegar kvik-
myndin uin Cleopötru var gerð,
og frú Harrison var iþar til að-
stoðar. Hún ólst upp í Wales með
Richard og Sybil Burton. Harri-
son heldur að Cleopatra megi
teljast allsæmileg mynd. Hann
■gerir allt með vandvirkni og al-
úð, og hann las mörg bindi af
mannkynssögu til að öðlast inn-
sýn í persónuleika Ceasars og
hafði sérstakan áhuga á stjórn-
málaerjum þessa tima. En hann
tapaði aldrei sjónar á mannlegu
hliðinni: „Lang mest „sexy“ tel-
um Joe Mankiewicz leikinn milli
mín og Elízabet Taylor. Geasar
var ekki ástfanginn af Cleopötru
og luin ekki af honum. Valda-
græðgi réði gerðum þeirra beggja.
Hann vildi eignast ríkisarfa. Ast-
aratriði okkar byrjar mjög há-
tíðlega, eftir að hún hefur lokkað
mig í höllina lil sín. Það endar
i rúminu. Við eignumst son sam-
an.
í Cleopötru fannst mér ræður
Ceasars erfiðastar. Leikarinn þarf
að vera eins og æfður hátiða-
ræðumaður, en ekkert er leikur-
um jafnfjarri."
Hið nýja verkefni Harrison
er kvikmyndin My Fair Lady,
sem hefst í júli. Það tengir nú-
tiðina við leiklistarsigur hans í
sama leikriti i New Þork (i tvö
ár) og í London (eitt ár) —
og hann hefði getað leikið Henry
Higgins stanzlaust síðan. Leikrit-
ið er enn sýnt á Drury Lane leik-
húsinu í London.
„Það er erfitt fyrir leikmann
að skilja, að leikstarfsemi er eins
og hver önnur vinna. í My Fair
Lady var ég um ellefu leytið,
þegar flestir leikarar eru að byrja
á fyrsta drykknum, en í fullu
starfi. Það eru heldur engar ró-
legar helgar fyrir leikara i vin-
sælu leikriti.“
Þar sem tclku Cleopötru er nú
loks lokið, horfa Harrisonhjónin
björtum augum fram á langa dvöl
í Californíu, meðan hann lei’kur
í My Fair Lady. „Að hugsa sér
þá ánægju að sjá allt ]iað nýja
og skemmtilega i Ameriku i fyrsta
sinn sem frú Rex Harrison!“ segir
konan hans.
GVENDARBRUNNAR
FYLLAST
FRAMIIALD AF BLS. 15.
Það var bakkað og ekið áfram,
troðizt, flautað, pípt og kallað,
hrópað, æpt, blótað og bölsótazt,
en allt til einskis, nema fyrir þá,
sem fremstir voru í röðinni, og
mjökuðust hægt áfram í rétta átt.
Hraunið rann nær og nær, stund-
um runnu skyndilega út úr því
lækir af þunnri, rauðglóandi
leðju, sem teygði sig í áttina til
bílanna. Menn sátu við stýrið á
bílunum og börðu hnefunum af
örvæntingu í stýrið, fylgdust
með öðru auganu með því hve-
nær þeir kæmust áfram, en með
hinu horfðu þeir vanmátta á
hraunjaðarinn, sem þokaðist æ
nær veginum í áttina til þeirra.
Þeir létu vélina ganga og flaut-
una hamast, — en ekkert gekk.
Loks fór samt að þynnast
þvagan, enda höfðu lögreglu-
þjónar raðað sér á veginn og
ýtt á eftir mönnum að aka eins
hratt og hægt væri í burtu, svo
að þeir tefðu ekki fyrir hinum,
sem eftir voru. En þegar síðasti
bíllinn var lagður af stað eftir
vegarspottanum sem var í mestri
hættunni, þá var logandi hraun-
ið í aðeins 5—6 metra fjarlægð
frá honum.
Tveir bílar komust aldrei í bæ-
inn, og hurfu undir hraunið eft-
ir skamma stund, en fólkið, sem
í þeim var, hafði forðað sér löngu
áður. Annar þeirra hafði farið
út af veginum og runnið niður
af vegarkantinum, svo að ógern-
ingur var að ná honum upp,
nema með aðstoð kranabíls.
en framöxull hafði brotnað und-
an hinum, sem lá á nefinu utan
við veginn og þurfti líka krana-
bíl til að koma honúm af staðn-
um. Þeir voru báðir horfnir eftir
klukkutíma.
Niðri við Selás stöðvaðist
bílalestin aftur og tafðist um
stund, því þar stóðu lögreglu-
þjónar á veginum og beindu um-
ferðinni til suðurs, eftir vegin-
um sem liggur meðfram Elliða-
ánum, yfir að Vatnsenda og það-
an til Reykjavíkur fyrir vestan
Blesugróf. Umferð yfir Elliðaár-
brýrnar var takmörkuð aðeins
við þá, sem þar áttu brýnt er-
indi í sambandi við tilraunir
borgaryfirvaldanna til að bjarga
mannvirkjum og öðrum verð-i
mætum frá hraunflóðinu, sem
óttazt var að gæti runnið þar til
sjávar.
Fyrir neðan hraunjaðarinn,
sem var að þoka sér hægt og
sígandi vestur af Sandskeiðinu,
niður að Lækjarbotnum, höfðu
lögreglumenn og skátar dreift
sér. Þeir gengu á undan hraun-
inu, eins og til að vísa því vegar,
og gættu þess vel að þar væri
engin lifandi vera á ferli. Skát-
arnir dreifðu sér á sumarbústað-
ina fyrir neðan, brutu þá upp
og fullvissuðu sig um að þar
væri enginn maður, hlupu til
hvers kofa, sem þeir sáu og
rannsökuðu þá, ráku hesta, kind-
ur og kýr á undan sér og hreins-
uðu svæðið.
Víða voru eigendur bústað-
anna komnir til að bjarga því,
sem þeir áttu þar verðmætt, og
biðu skátar þá hjá þeim, þar til
allri voru örugglega farnir, en
í síðustu eftirleit komu svo lög-
regluþjónarnir, sem gengu á und-
an hrauninu.
ÞAÐ ER
SPARNAÐUR I
AÐ KAUPA GÍNU
Öskadraumurinn
viS heimasaum
Ómissandi fyrir allar konur,
sem sauma sjálfar.
Stærðir við allra liæfi.
Verð kr. 550.00
m/klæðningu kr. 700.00
Biðjið um ókeypis leiðarvisi
Fæst i Reykjavik hjá:
Dömu- & herrfibúðinui
Laugavegi 55 og
Gísla Marteinssyni
Garðastræti 11, sími 20G72
í suðri bar gosstrókinn hátt
við himin, þar sem glóandi
hraunleðjan þeyttist 300 -500
metra í loft upp, áður en hún
féll til jarðar og rann niður hlíð-
ar gígsins í stríðum straum og
beindist í farveg undan brekk-
unni.
Drunurnar og dynkirnir heyrð-
ust langar leiðir, og reykur og
aska bólstruðust enn hærra til
himins, þar sem austanvindur-
inn þyrlaði því í áttina til
Reykjavíkur og út á Faxaflóa.
Það vissu færri, að annar
hraunstraumur var á hraðri leið
vestur yfir Húsafellsbruna og
Hólmshraun og stefndi þar niður
VIKAN 6. tbl. — 29