Vikan


Vikan - 06.02.1964, Síða 36

Vikan - 06.02.1964, Síða 36
Electronumeria KALKULATORINN. Kostar aðeins kr. 12.710,00. Numeria Handsnúinn KALKULATOR. Kostar aðeins kr. 7.750,00. EINFALDAR — LÉTTAR 1 VINNSLU — TRAUSTAR. OTTO A. MICHELSEN Klapparstíg 25—27 — Sími 20560. sem rætur eiga að langfeðratali í Evrópu, og um 3 þeirra búa í landinu, sem mig langar nú a'ð inega gista, Suður-Afríku. Það er í Angola, portúgðlsku nýlendunni, sem við ætlum að lilaða okkur kvöldverði, og elds- neyti í þennan gamla og góða Skymaster okkar, sem húrrar nú örugglega með okkur suður á bóginn, ofar skýjum, skógum og byggðum. Það er í Angola, sem hermenn bróður okkar í Atlantshafsbandalaginu, Salaz- ars, heyja stríð við blámennina, sern hrekja vilja iivítu iierrana aftur öfuga út í það Atlantsliaf, sem skolaði þeim fyrir löngu að ströndum jiessa sólbakaða lands. Það eru fremur óhugnan- legar sögur, sem okkur liafa borizt af baráttu Portúgalanna þar í dag og samúð flestra með þeim úti á íslandi er áreiðan- lega mjög skorin við nögl. Ég gerði það áðan að gamni nlínu að spyrja einn minna samferða- manna, suður-afríkanskan kaup- sýslumann, um Angola. Hann svaraði inér á þesa leið: „Ég veit ekki nógu mikið um Angola til þess að geta leitt þig þar í ailan sannleika, en ég geri ráð fyrir að þar sé sömu sögu að segja og í öðrum þeim blá- mannaríkjum, sem annað hvort hafa nýlega fengið sjálfstæði cða eru i þann veginn að fá það. Þau eru ailtof veikburða r?* v 36 ~ til þess að geta staðið enn á eig- in fótum. Sjálfstæðið er þeim þess vegna hin mesta hefndar- gjöf. Það er að visu mjög þægi- iegt fyrir þá forystumenn, sem njóta nú miklu meiri forrétt- inda en livítir menn fengu nokk- urntíma og beita sína svörtu meðbræður enn meira harðræði og ranglæti en hvítir menn gerðu. Fyrir þá er jietta sjálf- stæði, hinn mesti hvalreki, en öllum almúga er það ekkert nema böl, og verður til þess eins að tefja fyrir þeirri eðli- lega jiróun í átt til meiri vel- megunar og aukinnar menning- ar, sem orðið iiefði undir lengri stjórn hvííra manna. Ég skal nefna þér dæmi: Kenya fær sjálfstæði eftir nokkra daga, og því mun fagnað með skrúðgöngum, ræðuhöldum,- lúðrablæstri og fylliríi. En eng- um lieilvita manni kemur til hugar að þetta land geli sjálft staðið á eigin fótum. Þvi mun verða lijálpað af Bretum og Sam- einuðu Þjóðunum. Allir þeir hvítir kunnáttumenn, sem geta, munu flýja landið, ótrúlegur fjöldi alls konar illa menntaðra stjórnherra þiggur iaun fyrir lítið, örbirgðin mun aukast, jirátt fyrir alla iijálp, en Jomo Kenyatta er nýbúinn að kaupa sér Roils Royce í London, þing- húsið verður stækkað um helm- ing og betinefndir Kenyattas til London og New York munu bæði verða fjölmennar og halda sig ríkmannlega. Svo koma stór- veldadraumar og bræðravig. Sómalar, sein byggja norðaustur hluta Kenya, vilja sameinast Somalíu. Þetta er brúðuleikhús, pappírssjálfstæði, grátlegt og broslegt í senn. Sumum stíga þessi nýfengnu völd svo til höfuðs, að þeim finnst að þeir hljóti endilega að vera orðnir guðir, eins og þessi apaköttur, Nkrumah í Ghana, Ég veit ekki hvaða öfl liar eru, sem berjast gegn Portugölum i Angola. Það geta auðvitað verið einhvcrjir þeir, sem i góðri trú á málstað sinn vilja berjast fyr- ir bættum kjörum ibúa lands- ins. En það geta líka verið ó- svífnir og fyrirhyggjulausir vald- streitumenn, sem bíða þess eins að sölsa undir sig ávextina af erfiði livítu mannanna og kæra sig svo kollótta, þótt allur al- múgi falli aftur niður á það frumstig, sem einkenndi hann,\ jiegar hvítir menn komu fyrst til sögunnar í þessu landi fyrir nokkrum hundruðum ára. Vel má vera, að Portugalar kunni ekki til mannaforráða og séu óþarflega harðhentir. Um það veit ég ekki, en trúið var- lega þeim sögum, sem sagðar eru af samskiptum okkar við svertingjana hér i Afríku. Það er hyggilegast, svo sem raunar í öðruin málum, að kanna rök beggja deiluaðila, áður en dóm- ur er felldur, og á það jafnt við Angola sem önnur Afríku- lönd.“ Kl. er 16.05. Flugstjórinn til- kynnir: „Við erum yfir miðbaug jarð- ar“ — og til þess að við skulum elcki vera í vafa lyftir hann vél- inni skyndilega, en um leið og hún fellur segir hann: „Allt í lagi. Við erum nú kom- in yfir bauginn.“ Hjá Varig fá nýgræðingarnir heilmikið plagg, þar sem vottað er af flugstjóra, að þeir hafi unnið það frægðarverk að fara yfir þennan baug, en þeir hérna hjá Trek eru ekki með neinn slikan leikaraskap, enda hefir ýmsum áreiðanlega reynzt það örðugara en okkur, sem sitjum hérna uppi í svalanum, að ég nú ekki tali um farþegahópinn, sem sat í Boingþotunni miklu, þar sem ég fór áleiðis til Rio, skýjum ofar í liinum iburðar- miklu veizlusölum Varig, braz- ilianska flugfélagsins. „Og svo hér Lambarene á Iiægri bönd“ segir flugstjórinn. Við sjáum ógreinilega ármynni tvö. Þar fyrir sunnan er liknar- stöð hins mikla mannvinar. En hún er hulin móðunni, sem byrgir alla fjarsýn. Einu sinni var ég með ráðagerðir um að fara til Lambarene, í þvi skyni að heyja mér efni i bókarkorn um Schweitzer, en sem betur fer varð ekkert af þvi. Um hann hafa að verðleiknm margar góð- ar bækur verið skráðar. Allir hljóta að bera mikla lotningu fyrir ævistarfi þessa mikla mannvinar, en hitt er það, að þó að ég meti brjóstgæði mik- ils, þá hef ég enga trú á að þau — ein saman — frelsi Afríku eða önnur þau lönd, sem hrjáð eru af örbirgð, fáfræði, sjúk- dómum og þjáningu. Frumskil- yrði lausnarinnar af þeim klafa er að finna leiðir til að koma fólkinu sjálfu til efnahagslegs sjálfstæðis, og aukinnar menn- ingar. Þá getur það farið að ganga eitt og óstutt þá leið, sem liggur til meiri lífsham- ingju. í Lambarene hefur Schw- eitzer áreiðanlega frelsað sina eigin sál. En sál sjálfrar Afríku verða Afríkuhúar einir að frelsa. Sú lausn verður náttúrlega kristi- legt miskunnarverk en hún yrði engu að síður sigur heiðrar og skipulagðrar skynsemi, sem leit- ar leiðanna til þess að kenna fólkinu sjálfu að lækna sin eig- in mein. Klukkuna vantar 20 mínútur í 6. Við höfum undanfarið siglt ofar skýjum en séð þó stöku sinnum grilla i brúnleitt frum- skógabeltið mikla. Nú birtir allt í einu yfir og þá skýrir flug- stjórinn okkur frá að við séum alveg að komast út að Atlants- hafsströndinni. Þar lieitir Point Noiré. Þaðan sýnist mér á kort- inu að ekki muni langt suður til áningastaðarins næsta S. Paulo de Luanda i Angola. Yfir Kongófljót munum við sigla. Nú erum við yfir hafi og vestur- strönd Afríku okkur til vinstri handar. Skógi vaxnar hæðir risa ofan hinnar rauðgulu strandlínu en innar þeirra er landið hulið móðu. Sennilega er byrjað að bregða birtu. Hér eru þorp og borgir til vinstri handar, en nöfn þeirra skipta mig eklci máli. Ég ætla bara að virða fyrir mér hið mikla Kongófljót. En dæmalaust hlýtur að vera fallegt i þessum litlu og snoturlegu bæjum hérna á ströndinni. Við erum búin að færa fram um einn klukkutima. Nýja klukk- an okkar er rúmlega 10, og er klukkan heima i Reykjavík þá rúmlega 7. Við erum að leggja af stað i síðasta áfangann frá Luanda suður til Jóhannesborg- ar, en þangað er ráðgert að við komum eftir hérumbil liálfa ni- undu klukkustund. Ferðafélagarnir eru léttir i bragði og hafa uppi spaugsyrði. Allir hlakka áreiðanlega til þess að eiga þess von að næst þegar dyrnar verða opnaðar þá göng- um við öll út á leiðarenda. Þetta hefir verið mjög sam- valinn hópur og finnst mér að vegna þess eigi áhöfnin miklar þakkir skildar. Hún flaug þess- Framhald á bls. 40. VIKAN 6. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.