Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 06.02.1964, Qupperneq 41

Vikan - 06.02.1964, Qupperneq 41
komið málum, er ekki í fyrstu rcjð hjá unga fólkinu, heldur hjá því þjóðfélagi, sem ekki hefir betur dugað til þess að veita því hjálp á eríiðu tímaskeiði. Og stöðugt verður sú spuming þyngri á metunum hvort þjóð- fólagið sjálift taki ekki þátt í því að gera hinum ungu erfitt um aSí tileinka sér lieiit siðgæði og lifa verðmætu, sómasamlegu lífi“. En biskuparnir stóðu ekki einir — meir en þrjú þúsund kennarar sendu einnig sína álits- gerð um ástandið og norskar konur sendu Stórþinginu einnig sína álitsgerð. Meðan þessu fer fram hjá ná- grönnunum, það er að menn taka að hugsa út í það hvernig þjóið- félagið afsiðar æskulýðinn — og gera tilraun til að taka aðra stefnu, þá situr allt við það sama hjá oss. Mér var nýlega tjáð af fróðum manni að barn hafi ver- ið fermt eftir tveggja daga und- irbúning. Foreldrarnir vildu það og prestur lét til leiðast. Hér hallast ekki á. Kirkjan — leik- menn og prestar — standa sam- an í því að bregðast æskulýðn- um, koma fermingunni af áður en unglingarnir gerast of ódælir, í stað þess að fylgjast nokkuð með þeim á hinum erfiðu árum. Og þeir eru fermdir í bunkum. Fermingin er afgreidd eins og fiskvinna í frystihúsi, enda er andrúmsloftið svo kalt í kirkj- unni að útlendingar, sem ekki skilja málið, finna til kuldans í vorum vel hituðu kirkjum, og hafa orð á þessu ástandi. Hvar er siðfræSin? Fyrir kemur að ungt fólk spyr eftir siðfræði, það vill vita hvað sú fræðigrein fjallar um. Nú er nóg til af slíkum bókum á mál- um frændþjóða vorra í Vestur- Evrópu, og auðið að benda á þær bækur. En svo er um erlent efni að það fær miklu minni viðfestu en það sem er á móðurmálinu. Hvað hafa höfundar vorir •— kirkjulegir og leikmenn skrifað um þetta efni? Til eru að vísu bækur, sem hafa siðfræðilegt gildi (t. d. Athöfn og uppeldi, eftir dr. Matthias Jónasson) en áherzlan liggur þó í öðru, sem eðlilegt er. Það svar, sem maður fær í bókaverzlunum, er í stuttu máli á þessa leið: Siðfræði er ekki til. Hvers vegna ekki? Sennilega af því að það yrði með öllu til- gagnslr.ust að skrifa slíka bók, því enginn vildi gefa hana út og fáir lesa. Hjá frændþjóðum vorum er hins vegar nóg til af bé'kum handa æskulýðnum um þessi efni. „Unslingarnir sjálfir" Ekki má gleyma því svari, sem ég heí sjálfur fengið frá ungu fólki um orsakir „Þjórsárdals- viðburðanna“. Unglingarnir eiga nokkra sök sjálfir. Til eru á ís- landi fyrirmyndarmenn — hvers vegna líkizt þið ekki þeim? Til er líka góður félagsskapur — hvers vegna eruð þið ekki þar? Eða búið sjálf til nýjan, góðan félagsskap? Ég vona og veit að þið getið orðið föðurhetrungar — oftast þarf ekki mikið til — en án fyrirhafnar verður það ekki. Þið þurfið ekki aðeins að geta varizt afsiðuninni —, í út- varpi, sjónvarpi, kvikmyndum, sorpritum o.fl. Nýtt land þarf að nema og græða það, sem orðið er að auðn. Guð hefir skapað svo mikið gott í ykkur og handa ykkur að. engin skynsamleg ástæða er til að verða að síð- lausum skríl. Fylgið góðum og lærið gott. Þar með skapið þið góðan félagsskap og leggið grundvöll að gæfusömu lífi. Jóliann Hannesson. MILL J ÓN AMÆRIN G- UR í ÞJÓNUSTU ROOSEVELTS FKAMHALD AF BLS. 9. óánægðir með hann. En það merkilega gerðist, að báðir aðil- ar urðu fljótlega á einu máli um, að Joseph Kennedy hefði vissu- lega verið ómissandi maður i þetta vandasama embætti. Sam- starfsmenn Roosevelts skildu strax, að Kennedy ætlaði að vinna verk sitt vel og kauphall- armenn fundu að löggjöfin var eftir allt saman mjög heppileg og voru hæstánægðir með eftir- litsstjórn Kennedys. Var þetta raunar í eina skiptið, alla stjórn- artíð Roosevelts, að stuðnings- menn forsetans og andstæðingar urðu á einu máli um umbóta- ráðstöfun hans. Þetta var ekki sízt að þakka framkomu Kenn- edys. Milljnóamæringurinn óx veru- lega í áliti hjá Roosevelt eftir þessa glæsilegu frammistöðu og var þegar ætlaður aukinn frami. Skipulagshæfileikar Kennedys voru óumdeilanlegir. En hvergi átti eítir að reyna jafn mikið á þessa hæfileika hans og eftir að Roosevelt kvaddi hann til að endurskipuleggja kaupskipaflota Bandaríkjanna. Það virtist raun- ar vera mál manna, að enginn væri heppilegri í starfið en Kennedy. Þingið gekk svo langt í því að sýna honum traust sitt, að það samþykkti, gagnstætt venju, að milljónamæringurinn mætti halda hlutabréfum sínum í þeim fyrirtækjum, skipafélög- um eða skipasmíðastöðvum, sem hefðu viðskipti við stjórnina eða ættu ef til vill einhverra hags- muna að gæta gagnvart þeirri nefnd sem hann átti að stjórna. Verkefni nefndarinnar var ónvenjulega flókið og erfitt að /anL ASTER Specifique Traitement kemur í veg fyrir blóðsókn til augnalokanna, lífgar blóðrásina og fjörgar vöðvana í augnalokunum. Berið Lancaster Specifique Traitement í kringum augun rétt áður en þér far- ið að sofa og komið i veg fyrir að þér fáið bauga eða poka í kringum augun. /AN^/ ASTER ÚTSÖLUSTAÐIR. — REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Orion, Holts- Apótek, Tjarnarhárgrciðslustofan. — AKUREYRI: Verzlunin Drífa. allra dómi. Flestir töldu það vera minnst tveggja ára verk, en Kennedy var gefið eitt ár, enda mikið í húfi vegna styrjaldar- innar. Hann lauk því á tíu mán- uðum. Niðurstöður hans voru síður en svo jákvæðar. Hann gaf meðal annars þá yfirlýsingu, að hann myndi framvegis banna börnum sínum að ferðast með bandarískum farþega- eða vöru- flutningaskipum. Átti þetta að undirstrika það álit hans, að verzlunarfloti Bandaríkjanna væri í niðurníðslu. Þessi og önnur stóryrði hans voru sízt til þess fallin að vekja trú á því, að hann gæti orðið góður sendiherra. Roosevelt hafði í huga að skipa hann am- bassador Bandaríkjanna í Stóra- Bretlandi, Forsetann vantaði í starfið mann, sem hafði vit og þekkingu til að taka upp samn- inga við Breta um hinar miklu stríðsskuldir þeirra við Banda- ríkin. Kennedy hafði sýnt, að hann var þrátt fyrir hvassyrði sín, snjall samningamaður. Framan af var hinn nýskipaði ambassador í miklu dálæti hjá Bretum. Hann varð einnig þekkt- ari og vinsælli í Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr. Ástæðan fyrir því var fyrst og fremst sú, að bandarísk blöð, einkum tíma- rit, skrifuðu mikið og lofsamlega um hann og fjöí'skyldu hans, enda gáfu brezku blöðin ærið tilefni til þess. Þau tóku á móti ambassadornum með þeim um- mælum, að hann væri glæsileg- asti Bandaríkjamaðurinn, sem farið hefði yfir Atlantshafið síð- an á dögum Lindbergs. Hann var kallaður „Jolly Joe“ sem rnætti útleggja sem „Káti Jói“ og gerði allt vitlaust þegar honum tókst, nokkrum dögum eftir komu sína til Bretlands, að leika „hole in one“ í fyrstu þátttöku sinni á brezkum golfvelli. „Stórkostleg byrjun“, æptu brezku blöðin með stærsta fyrirsagnaletri sínu. Þá vakti barnahópur Kennedy-hjón- anna ekki svo litla athygli, níu talsins. Eitt af bandarísku viku- ritunum fullyrti, að frú Kennedy hefði skjalasafn til að hafa reiðu á vitneskju sinni um barnasjúk- dóma krakkanna níu, bólusetn- ingar, tannviðgerðir og þess hátt- ar og klæddi þau öll í samlit baðföt til að eiga auðveldara með að telja þau á baðströndinni. Vikuritið Time fullyrti, að Kenn- edy hefði sagt við Bretadrottn- ingu, að hún væri „allra lag- legasta hnáta“ og að drottning- in hefði orðið upp með sér af hrósinu. Þegar ambassadorinn sagði á fundi með klæðskerum í Lundúnum að enskar buxur og sokkar væru að hans dómi of há og skyrturnar of síðar, voru ummæli hans birt í rammafrétt- um á forsíðum hundruða dag- blaða. Vegna vinsælda hans er- VIKAN 6. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.