Vikan - 06.02.1964, Side 46
ástfangin af honum. Og ég varð
skelfingu lostin . . .
Ég hef séð þær svo tugum
skipti, sem l)áru hjarta sitt, blæð-
andi af ástarsorg, eins og skart-
grip utan á sér í samkvæmum
og á mannamótum. Og fyrsta
ákvörðunin, sem ég tók í því
sambandi var sú, að slíkt skyldi
aldrei henda Caroline Lee. Á
einu vetfangi gerði ástin mig
skyggna á 'það að Luke væri
líka haldinn þessari brjálsemi,
þó að hann léti ekki á bera —
ég varð því umfram allt að haga
mér á allan hátt eins eðlilega og
mér var unnt, til að girða fyrir
að hann, eða nokkurn annan
gæti grunað neitt varðandi þetta
leyndarmál mitt. Þennan sama
dag stórmóðgaði ég tvo af mikil-
vægustu viðskiptavinum mínum,
skammaði vélritunarstúlkuna
mína svo að hún féll í grát, og
þegar við Luke hittumst var ég
svo annars hugar og öll önnur
en ég átti að mér, að hann spurði
mig hvað eftir annað hvort ég
væri eitthvað lasin.
Smásaman tókst mér þó að
ná betra valdi á framkomu
minni. Um leið beið ég þess af
heitri óþreyju, að ég fengi ein-
hverja óyggjandi sönnun fyrir
því ósjálfráða hugboði mínu, að
eitthvað svipað væri ástatt með
Luke. Gat það átt sér stað, að
tilfinningar hans gagnvart mér
væru einungis fólgnar í systur-
legri vináttu og virðingu fyrir
dugnaði mínum, fyrst að ekki
þurfti við nema minnstu snert-
ingu hans, til dæmis að olnbogar
okkar rækjust lauslega á í stræt-
isvagni, og að ég mátti ekki einu
sinni herya rödd hans, svo að ég
færi ekki öll í bái? Því er nú
einu sinni þann veg farið, að
manni veitist örðugt að trúa því
að aðrir kenni sér ekki nokkurs
meins, ef maður er sárþjáður
sjálfur. En ég var vör um mig,
þar sem ég hafði áður kynnzt
öllum þessum einkennum -—•
ákaflega ýktum og skrumskæld-
um að vísu — hjá skjólstæðing-
um mínum.
Og það var einmitt þegar allt
þetta stóð sem hæst, að Phoebe
bauð mér að heimsækja sig yfir
helgi.
Ég tók boðinu, en var stöðugt
á verði. Og þegar Phoebe lét
okkur Dan ein, á meðan hún var
að koma börnunum í rúmið, hóf
Dan umsvifalaust máls á því,
sem ég hafði búizt við.
„Þið Luke hafið hitzt alloft
að undanförnu, að mér er sagt“,
sagði hann.
Þó að nú væri svo komið, að
ég mætti ekki einu sinni heyra
nafn Luke nefnt án þess tilfinn-
ingar mínar kæmust allar 1 upp-
nám, gætti ég þess vandlega að
láta mág minn ekki verða þess
varan -— sízt af öllum hann. Ég
setti upp leyndardómsfullt bros.
„Eingöngu viðskipti, og ekkert
nema viðskipti“, andvarpaði ég
þreytulega.
Dan beit á jaxlinn. ,,Luke held-
ur því líka fram“, sagði hann.
„En það vill svo til, að ég þekki
hann svo náið, að ég sé það alltaf
á honum ef hann reynir að segja
mér ósatt. Og það vill einnig
svo til, að ég þekki þig það náið,
að ég veit við hverju er að búast
af þér. Það eina, sem ég fæ ekki
skilið í þessu sambandi er það,
hvers vegna þú kemur þannig
fram við hann“.
Það voru mér óvæntar — en
um leið ekki ókærkomnar —
fréttir, að ég kæmi einhvernveg-
inn öðruvísi fram við Luke, held-
ur en mér bæri að gera. Mér
reyndist um megn að dylja undr-
un mina, enda þótt mér tækist
að ieyna tilfinningum mínum.
„Og hvernig kem ég þá fram við
hann, ef mér leyfist að spyrja?
SÍGIIM
Sófyu/v
MEO MY N D U M
FÁST í NÆSTU
VERZLUN.
Hvað er það í rauninni, sem þú
átt við með þessu?“
„Hann er yfirkominn af aðdá-
un á dugnaði þínum og hæfi-
leikum", svaraði mágur minn
hæðnislega. „Yfir sig hrifinn af
víðtækri þekkingu þinni á öil-
um sköpuðum hlutum, allt frá
æðri eðlisfræði niður í kokkteil-
blöndun. Á ekki orð til að lýsa
þeirri ósérplægni þinni, að þú
skulir láta honum eftir heiður-
inn af því mikilvæga starfi, sem
þú hefur sjálf að mestu leyti
unnið. Og þó dáist hann mest að
því ótrúlega, að þú skulir, þrátt
fyrir allan þennan dugnað,
reynslu og þekkingu, vera Ijúf,
ástúðleg og óspillt kona“.
Ég reyndi að draga andann
hægt og rólega. „Hefur Luke
í raun og veru borið á mig allt
þetta hrós?“ spurði ég.
Dan leit á mig eins og hann
langaði mest af öllu til að reka
mér vel úti látinn löðrung.
„Hættu þessum bölvuðum láta-
látum, Caroline", hreytti hann
út úr sér. „Phoebe getur komið
aftur á hverri stundu, og ég hef
ekki tíma til að vera með nein-
ar vifilengjur . . . ég ætla ein-
ungis í eitt skipti fyrir öll að
segja þér það, að ef þú ferð illa
með Luke á einhvern hátt, þá
skal ég sjá svo um að Phoebe
komist að öllu saman. Þar með
glatar þú vináttu hennar, og
hvort sem þú trúir því sjálf eða
ekki, þá getur þú ekki án henn-
ar verið. Hún er eina manneskj-
an í heiminum, sem þykir vænt
um þig. Nú skaltu hugleiða það,
hvort að þér sé mjög í mun að
glata vináttu hennar. Hugsaðu
þig vel um . . .“
Þetta var líka sjónarmið, þó
að það væri fyrst og fremst hans
sjónarmið. Og ég hugleiddi það,
hvenær sem mér vannst tími til
næstu vikurnar. Og svo var það
eitt kvöldið, að loknum æfing-
um fyrir sjónvarpið, þegar við
Luke sátum saman og nutum
hvíldar og veiga, að ég færði
Phoebe allt í einu í tal við hann.
„Ég var alltaf afbrýðisöm gagn-
vart henni“, sagði ég. „Vegna
þess að ég var eldri en hún,
skilurðu. Þegar hún fæddist,
þoldi ég það ekki, að eiga að
deila ástúð og aðdáun foreidra
minna við hana. Foreldra okk-
ar og annarra. Ég reyndi því að
fá hana til að keppa við mig á
þeim sviðum, sem ég var viss
um sigurinn. En svo gerðist það
til allrar ógæfu, að hún kynnt-
ist Dan. Eftir það var öll keppni
við hana útilokuð. Hún hlaut,
keppnislaust allt, sem hugur
hennar stóð til“.
„Phoebe hefur verið konu
minni ákaflega góð“, mælti Luke
innilega. Síðan roðnaði hann allt
í einu — það kom ekki oft fyrir
að hann minntist á konu sína
við mig nú orðið. Svo hélt hann
-vandræðalega áfram. „Ég meina,
að við vorum öllu og öllum
ókunnug, þegar við komum hing-
að fyrst. Phoebe kenndi Maríu
hvernig hún ætti að koma öllu
fyrir innanhúss, hjálpaði henni
að komast í ýmis kvennasamtök,
og sá um að henni fannst brátt
eins og hún væri heirria hjá sér
hérna. Ég get aldrei þakkað
henni það nógsamlega“.
„Og Dan?“ spurði ég, og von-
aði hálft í hvoru, að Luke mundi
minnast þess hve hann hefði
hrósað mér við hann, þegar ég
minntist á hann. „Ég geri ráð
fyrir, að hann hafi líka aðstoðað
ykkur með ráðum og dáð?“
Það var sem Luke brygði við.
„Já, auðvitað . . en mig hefur
einmitt lengi langað til að minn-
ast á það við þig, að það er eins
og hann sé gerbreyttur í fram-
komu að undanförnu. Það er
engu líkara, en að hann álíti að
ég hafi gert eitthvað á hluta
sinn. Hefurðu nokkra hugmynd
um af hverju það getur stafað?"
Þarna fitjaði hann upp á því,
sem ég hafði ekki neina löngun
til að ræða frekar. , Nei, alls
ekki“, svaraði ég og leit undan,
um ieið og ég reyndi að vera
eins ljúf og sannfærandi í rödd-
inni og mér var unnt. „Þetta
hlýtur að vera ímyndun þín . . .“
Það varð löng þögn. Ég leit
upp, og sá þá að Luke starði á
mig, náfölur eins og vofan í
Hamlet. „Það held ég ekki“,
sagði hann og röddin var þving-
uð. „Dan er nefnilega þannig
gerður, að hann veit ýmislegt
um mann, jafnvel áður en mað-
ur hefur hugmynd um það sjálf-
ur . . . Caroline?"
„Já“, svaraði ég. Og nú var
það ég, sem átti erfitt með að
hafa vald á rödd minni. Hafði
Luke þá loksins gert sér grein
fyrir því — eða hafði hann loks-
ins viðurkennt það fyrir sjálf-
um sér, hvaða tilfinningar hann
bæri til mín?
Allt í einu spratt hann úr sæti
sínu. „Komdu“, sagði hann. „Ég
kem heim með þér . . .“ Eins og
svefngenglar reikuðum við út úr
veitingastofunni, stöðvuðum
leigubíl úti fyrir og settumst inn
í hann.
Við sátum þegjandi í bílnum.
Þegar hann nam staðar úti fyrir
húsinu, þar sem ég bjó, greiddi
Luke bílstjóranum og varð mér
samferða inn í lyftuna, en áður
hafði hann aldrei fylgt mér
lengra en inn í anddyrið. Lyft-
an bar okkur upp á við, og við
stóðum hvort á móti öðru og
það var eins og þögnin væri
mögnuð háspennurafmagni.
Hendur mínar titruðu svo, að
það tók mig að minnsta kosti
fulla mínútu að snúa lyklinum
í skránni og opna dyrnar.
Og þá — ég get ekki sannara
orð talað - - þá var því líkast sem
einhver hvirfilbylur, eitthvað í
líkingu við það, sem maður sér
í lélegum kvikmyndum, næði
allt í einu tökum á okkur. Luke
hratt mér inn fyrir, skellti hurð-
inni að stöfum um leið og hann
þrýsti mér upp að veggnum,
vafði mig örmum og tók að
kyssa mig af viðlíka sjórnlausri
græðgi og þegar banhungraður
maður sezt að veizluborði. Það
er ekki eins og ég sé neitt sak-
laust sveitalamb. Þetta var ekki í
fyrsta skiptið, sem ég var kysst
af ástríðu, en þetta — þetta voru
ástaratlot í sérflokki. Ég varð
vitamáttlaus í hnjáliðunum,
hjartað barðist og hamaðist í
brjósti mér og öll hugsun leyst-
ist upp í rauðri þokumóðu. En
einmitt þegar ég var að því kom-
in að beita hinztu kröftum mín-
um til þess að beina honum leið-
ina sem hann ætti að bera mig
inn í svefnherbergið, bókstaflega
sleit hann tungur okkar hvora
frá annarri, starði á mig og
þarna i rökkrinu leit hann út
nákvæmlega eins og vitfirringur
hárið allt í óreiðu og litur-
inn af vörum mér út um alla
vanga.
„Caroline . . .“ stundi hann
eins og skelfingu lostinn. „Caro-
line . . . ég verð að fá tóm til
að átta mig . . .“ Um leið og hann
sleppti orðinu, opnaði hann dyrn-
ar, vatt sér út og skellti hurð
að stöfum. Bókstaflega hvarf út í
myrkrið og nóttina áður en ég
vissi orðið af . . .
Morguninn eftir hafði ég náð
fullu valdi á tilfinningum mín-
um Ég var komin til vinnu í
— VIKAN 6. tbl.