Vikan


Vikan - 06.02.1964, Síða 47

Vikan - 06.02.1964, Síða 47
Dömupeysa og húfa Sjá forsíðu Bekkur II. Efst á peysunni og ermum. Grunnmunstur. Bekkur I. Neðst á peysunni og ermum D = Ilvítt. H * Dökkblátt eða dökkbrúnt. ■ “ Ljósblátt eða gult. skrifstofu minni á sama tíma og venjulega, og allan daginn reyndi ég svo að ná símasam- bandi við Luke. En það bar ekki neinn árangur þann daginn og ekki heldur daginn eftir. Ég hitti hann ekki fyrr en um kvöldið, á aðalæfingunni undir sjón- varpsþáttinn. Það var eins og hann hefði elzt um mörg ár á þessum tveim sólarhringum. Hann kom til mín og heilsaði mér, en af svipaðri varúð og hann hefði komizt að raun um að hann gengi með næman sjúk- dóm, og óttaðist að hann kynni að sýkja mig af honum. Luke sneri sér að þeim, og ég svipaðist um eftir einhverjum, sem ég gæti snúið mér að. Og loks kom ég auga á náunga, sem stóð einn sér, hátíðlegur maður í klæðskerasaumuðum fötum eft- ir Lundúnatízku; hefði eftir öllu útliti að dæma vel getað verið aðstoðarmaður útfararstjóra. Ég komst þó von bráðar að raun um að svo var ekki. Hann var sem sé enginn annar en H. H. Smith sjálfur, undir-framkvæmdastjóri hins volduga fyrirtækis og einn af þeim allra stærstu. Hann var einna frægastur af þeim fræga hópi manna, sem gerzt hafa milljónarar af eigin ramleik, átti ítök allstaðar, þar sem var ein- hver gróðavon, og grimmur og harðsnúinn eins og tígrisdýr í öllum viðskiptum. Titrandi und- irmenn hans höfðu það í hvísl- ingum, að „H“-in tvö fyrir fram- an ættarnafnið þýddu „Hroka- gikkur“ og „Harðstjóri“. Ég tók hann tali og var hin altillegasta. „Hafið engar áhyggj- ur af því þó áð aðalæfingin gangi ekki sem bezt, herra Simth“, sagði ég. „Ég fullvissa yður um, að þetta verður allt í stakasta lagi, þegar til kemur, þó að manni gæti kannski virzt ástæða til að ætla annað í kvöld“. Hann hvessti á mig augun, og ef ég hefði ekki verið orðin eilít- ið veraldarvön, mundi sennilega hafa steinliðið yfir mig. „Það er ég líka viss um, ungfrú Lee“, saraði hann, og þóttist bersýni- lega af því að vita hvað ég hét. „Það kæmi sér líka betur — fyr- ir okkur bæði“. Það var langt síðan að mér varð það ljóst, að eina ráðið til þess að láta ekki þessa peninga- jöfra vaða yfir höfuðið á sér, er að verða fyrri til og vaða yfir höfuðið á þeim. „Þér skuluð spara yður það ómak að hafa í hótunum við mig, herra Smith“, svaraði ég honum glaðhlakka- lega. „Ég er ekki í yðar þjón- ustu“. Hræðilega langt andartak kveið ég því, að ég kynni að hafa misreiknað mig og gengið feti of langt. En þá rak herra Smith upp hlátur. „Ég vildi óska að þér væruð bað. Kannski tekst mér einhverntíma að fá yður í mína þjónustu . . .“ Þetta féll mér betur. Og ég ákvað að ganga á lagið. „Ég hef alltaf áhuga á tilboðum. Jafn- vel þó að þau séu eingöngu við- skiptalegs eðlis“, sagði ég og brosti eins ómótstæðilega og ég frekast kunni. Og þar sem ég áleit að það gæti að minnsta kosti ekki gert neinn skaða að smjaðra eilítið, hélt ég áfram: „Annars virðist auglýsingastarf- semi fyrirtækisins vera í góðum höndum. Ég hef haft mikla ánægja af samstárfinu við Luke Matthews. Hvernig fellur yður við hann?“ Honum varð litið þangað, sem Luke stóð. „Hann er mjög sjald- gæf manngerð", svaraði hann. „Ég hef reynt að gera mér grein fyrir í hverju það væri fólgið, ungfrú Lee, og ég hef komizt að niðurstöðu. Hann kemst að öllum líkindum langt á vegum fyrirtækisins. Og hvers vegna haldið þér? Jú, vegna þess, að hann dæmir aðra eftir sjálfum sér, og ætlar öðrum alltaf hið bezta“. Hann gerði hnitmiðaða þögn, og ég beið af hæversku. „Þetta er ákaflega sjaldgæfur kostur á manni“, mælti Smith enn. „Þess vegna treysti ég hon- um líka fullkomlega, og í fljótu bragði man ég ekki eftir nema í hæsta lagi fimm af öllum þeim, sem ég þekki, sem ég treysti full- komlega. En þeir hafa líka, allir fimm, komið sér það vel fyrir — þér fyrirgefið þó að ég komist svo lágkúrulega að orði — að þeir hafa efni á að vera heiðar- legir. Hvað Luke snertir, þá er honum þetta aftur á móti með- fætt. Hann er algerlega í sátt við sjálfan sig. Og haldist það, þá nær hann áreiðanlega langt . . .“ Og án þess að gera nokkra þögn að ráði á máli sínu í þetta skiptið, sneri hann sér að mér og leit fast á mig. „Þér hljótið að hafa kynnzt honum talsvert að undanförnu ungfrú Lee. Hvað segið þér um hann?“ Það tók mig ekki nema brot úr andrá að hugsa svarið: „Ég álít að Luke Matthews sé frábær maður, herra Smith“, kvakaði ég sakleysislega. „En ég dáist um leið að hinu fullkomna eftirlits- kerfi, sem fyrirtækið hefur kom- ið sér upp til verndar ungum, kvæntum starfsmönnum sín- um“. Hann horfði enn á mig; las andlit mitt eins og opna bók, og ég var ekki í neinum vafa um, að hann þekkti mig betur á eftir en sjálfur sálfræðingurinn minn. „Það gleður mig sannarlega að heyra það, ungfrú Lee. Góða nótt“. Og þar með var hann far- inn. Þótt einkennilegt kunni að virðast, þá var það þetta, sem batt endanlega endi á ævintýrið, hvað mig snerti. Baráttunni var lokið, sárin meira að segja tek- in að gróa, þegar ég sagði við Notið norska Dala-ullargarnið Stærðir: 40—42—44. Luke á heimleiðinni eitthvað tveim klukkustundum síðar: „Við skulum gleyma þessu, Luke. Það getur aldrei orðið neitt úr því, hvort eð er“. „Caroline . . .“ tók Luke til máls, og það var fyrsta orðið, ,sem hann hafði kjark í sér til að mæla af vörum, eftir að við vorum setzt inn í bílinn. Ég tók í hönd honum, einungis systurlega, því að það var aldrei að vita nema leigubílstjórinn væri einn af njósnurum H. H. (HEILO). Smith. „Engin skuldbinding. Engin sektarkennd, engir eftir- þankar. Þú ert hvítþveginn. Ekk- ert . . . alls ekkert hefur gerzt eða komið fyrir . . . Þegar bíllinn nam staðar úti fyrir húsinu, þar sem ég bjó, kyssti ég Luke syst- urlega á vangann. „Þú mátt treysta því, að ég segi þetta af fyllstu einlægni“, sagði ég. Aldrei hef ég sáð slíkan fegin- leik í svip nokkurs manns . . . jafnvel ekki þeirra karlmanna, sem fegnastir hafa orðið að losna Garn: Ca. 525—550—575 g Heilo hvitt no. 501. Ca. 225—250—275 g Heilo dökkblátt no. 072, grænbrúnt no. 741. Ca. 75—100—125 g Heilo ljósblátt no. 707, gult no. 683. Hringprjónn og sokkaprjónar no. 3., auk þess prjóna no. 214 Dömupeysa: Fitja þarf upp með dökkbláu (grænbrúnu) garni 210—220—230 lykkjur á prjóna no. 2H>, prjónið fram og aftur 1 rétt 1 brugðin (sauniur öðru megin á stroffinu) 5 sm. Prjónið slétt prjón á hring- prjón no. 3, prjónið fyrstu umferðina i sama lit og stroffið og auk- ið út í 260—270—280. lyikkjur. Prjónið bekk no 1 og þar á eftir grunnmunstur þar til peysan er orðin ca. 53—55—57 sm, endið helzt á 5 umferðum með hvitu. Prjónið síðan bekk no. II og að síðustu ■ með dökkbláu (grænbrúnu) garni: 1 umferð slétt, 1 umferð brugðin, 5 umferðir slétl i saurn. Fellið af. Ermarnar: Fi-tja þarf upp með dökkbláu (grænbrúnu) garni 52—52—54 lykkj- ur. Prjónið á prjóna nr. 2Vi stroff 1 rétt og 1 brugðin, 5 sm. Prjónið síðan á sokkaprjóna no. 3, eina umferð í sama lit og stroffið og aukið í 70—70—80 lykkjur. Byrjið á bekk 1. Setja jiarf merki undir ermina miðja yfir 3 lykkjur og auka út 1 lykkju hvoru megin með 2ja sm millibili þar til 112—112—120 lykkjur eru á prjónunum. Þegar ermin er orðin 41—41—41 sm er prjónaður bekkur no II. og að siðustu með dökkbláu (grænbrúnu): 1 umfcrð slétt, 1 um- ferð brugðin, 5 umf. sléttar i saum. Fellið af. Húfan: Fitja þarf upp með dc'lkkbláu (grænbrúnu) á prjóna no. 2%, 110 lykkjur, prjónið stroff 1 rélt 1 brugðin 214 sm. Prjónið siðan á liringprjón no. 3 eina umferð i sama lit og stroffið og aukið út í 120 lykkjur. Prjónið bekk no. I síðan grunnmunstur þar til húfan er orðin 24 sm. Prjónið i næstu urnferð 2 og 2 saman. Dragið húf- una alveg saman og gerið dúsk með snúru eins og á myndinni, eða haldið húfunni ojiinni, svo þér getið dregið hárið i gegn. VIKAN 6. tbl. —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.