Vikan - 06.02.1964, Page 48
við mig. „Caroline . .“ hvíslaði
hann. „Þú ert dásamleg . . . bein-
línis óviðjafnanleg!“
Ég hélt upp í iyftunni ein-
sömul og yfirgefin; sá sjálfa mig
iiggjandi á frönskum legubekk
í gervi Kamelíufrúarinnar og
bíða dauðans. Um morguninn,
þegar ég vaknaði, sagði ég við
sjálfa mig: „Þarna skall hurð
nærri hælum . . .“ Ég var ákaf-
lega fegin; já, það var ég og ég
sagði við sjálfa mig: „Taktu nú
eftir, Caroline - þessi brennandi,
gereyðandi ást, er ekki þín sér-
grein. Það er staðreynd, sem þér
er hollast að horfast í augu við“.
Nokkrum vikum síðar, þegar
ég hafði nærri því gleymt öllu
saman, var barið að dyrum hjá
mér. Og þegar ég opnaði, þá var
það mágur minn elskulegur, sem
stóð á þröskuldinum.
Hann var einkennilega hóg-
vær og alúðlegur, þegar hann
spurði: „Áttu annríkt, Caroline?“
, Aldrei svo annríkt, að ég hafi
ekki tíma til að rétta þeim fjöl-
skyldumeðlimum hjálparhönd,
sem komið hafa sér í einhver
vandræði", svaraði ég. „Ég hef
að minnsta kosti alltaf tima til
að gefa þeim góð ráð og leið-
beiningar".
Hann varð aftur eins og hann
átti að sár, þegar ég var annars
vegar - tortrygginn og fjand-
samlegur. „Þú kannt sem sagt
ahs ekki að skammast þín“,
hreytti hann út úr sér.
„Þú gerir mig blátt áfram hé-
gómlega með öllu þessu skjalli“,
svaraði ég. „En hvað er þér ann-
ars á höndum?“
Hann þagði um hríð. Síðan
sagði hann, dálítið vandræðaleg-
ur á svipinn. „Ég er kominn til
að biðja þig afsökunar. Ég hélt
að aldrei mundi til þess koma,
en ég hef haft þig fyrir rangri
sök. Ég hélt að þú hefðir í hyggju
að steypa Luke í glötun. Þess
í stað . . . það er ekki einungis
að þú hafir veitt honuin ómetan-
lega aðstoð, því að eftir þennan
glæsilega árangur, virðast hon-
um allir vegir færir hjá hluta-
félaginu. En bú hlífðir honum
við að særa hann ..- þó að hann
byði þeirri hættu heim. Og það
sem er enn merkilegra og miki’-
vægara . . . það er eins og þú
hafir vakið hjá honum nýtt
traust . . . ég veit ekki hvernig
á að koma orðum að því . . .“
„Það er þó harla auðvelt“,
sagði ég í sama tón og áður, því
að mér er það alltaf óblandið
fagnaðarefni að sjá fjandmenn
mína setja ofan. „Hann er eins
og nýr maður. Hann hefur feng-
ið tíu manna orku, vegna þess
að hjarta hans . .
„Hættu þessum vaðli“, sagði
Dan hranalega. „Ég læt þig ekki
setja mig út af laginu. Það sem
ég vildi segja er það, að ég
hygg að það sért þú sjálf, sem
berð sárin eftir þennan leik, og
ég dáist takmarkalaust að þér
fyrir það. Ég veit að þau sár
gróa, og mig langar til að bjóða
þér alla þá aðstoð, sem við
Phoebe getum látið í té — jafn-
vel þó að hún megi að sjálfsögðu
aldrei vita allan sannleikann í
þessu máli“.
Mér veittist örðugt að trúa
mínum eigin eyrum — og enn
örðugara að stilla hlátur minn.
„Þú meinar að fyrr eða síðar
hljóti ungan mann, sem ekki er
kvæntur, að reka á fjörurnar, og
að þá verði ykkur Phoebe það
einkar ljúft að gera allt, sem í
ykkar valdi stendur . . . eins og
fyrri daginn?“ Það var með '
naumindum að mér tókst að
halda alvörusvipnum, svona
— Það er ekki aðeins það að
hann segi tvíræðar sögur, held-
ur hitt að þær eru allar gamlar
cg úr sér gengnar.
nokkurveginn. „Þú átt við, að
fyrr eða síðar muni Caroline Lee
komast í kynni við hina einu,
sönnu ást? Og að það sé ein-
mitt það, sem ég þurfi með“.
í þetta skiptið var sem Dan
hirti ekki um að bera af sér lag-
ið. Hann sat þarna, næstum því
heiðarlegur á svipinn, og horfði
á rnig. Loks sagði hann. „Það er
einmitt það, sem ég veit að þú
þarft með. En ég vissi það ekki
áður hve mjög þú þurftir þess
með — eða hvers vegna“.
Og þá hló ég. Allur sá hlátur,
sem ég hafði byrgt inni, brauzt
út með slíkum ofsa, að mér rann
kalt vatn milli skinns og hör-
unds og um leið var sem kökk-
ur kæmi í háls mér. Og áður en
ég mátti nokkru orði upp koma,
hafði ein af argvítustu kjafta-
kerlingum og hneykslissögu-
smettum dagblaðadálkanna ruðzt
inn, ein af þeim, sem frægust er
fyrir að draga réttar ályktanir
af röngum forsendum, varðandi
allt, sem snertir tilfinningar og
einkalíf þeirra, sem verða fyrir
barðinu á henni.
„Ó, fyrirgefið“, gaggaði hún
heldur en ekki ánægjulega og
virti okkur fyrir sér eins og varn-
arlaus fórnarlömb. „Skrifstofu-
stúlkan yðar sagði mér, að þér
væruð á tali við mann, og það
mætti ekki trufla yður, og ég
hugsaði sem svo, að kannski væri
það einhver, sem ég þekkti . . .“
„Þér getið sparað yður allar
afsakanir", svaraði ég, „hér er
ekki um neitt hneykslanlegt ast-
arævintýri að ræða — þetta er
sem sé mágur minn“. Síðan
kynnti ég þau, og þar sem sú
kjöftuga sýndi þess ekki nein
merki að hún væri á förum, reis
Dan á fætur og gekk til dyra.
„Sjáumst seinna, Caroline",
sagði hann og svaraði andmæl-
um þeirrar kjöftugu með því að
kinka kolli til hennar í kveðju-
skyni.
„Hver er hann? Og hvers
vejna heíurðu aldrei minnzt á
hann við mig?“ spurði hún
græðgislega og augu henna stóðu
á stilkum.
Ég gerði mér fyllilega ljóst,
að mér var betra að athuga minn
gang, þegar slík manneskja var
annars vegar. , Eins og ég sagði,
þá er hann mágur minn og ég
hef ekkert á hann minnzt vegna
þess einfaldlega, að ég sá ekki
neina ástæðu til þess“.
Sú aldraða tók eina af sígar-
ettunum mínum, kveikti sér í
henni með kveikjaranum mín-
um, ók sér allri í sætinu, sem
hún hafði fengið sér óboðin, og
sýndi á sér öll þess merki, að
nú ætlaði hún sér að smjúga alla
leið að hjartarótum. „Elskan
mín“, malaði hún, „auðvitað
vissi ég það fyrir löngu, að þú
ert algerlega samvizkulaus . . .
en eiginmann systur þinnar . . .“
Ég gerðist eins djarfmælt og
ég frekast þorði. „Hlustið þér nú
á miír. í fyrsta lagi ann ég syst-
ur minni af eínlægni, og mundi
aldrei vinna henni nokkurt mein
vísvitandi. í öðru lagi mundi ég
ekki líta við þessum manni, þó
að hann væri laus og liðugur.
Ég hata hann!“
„Nei — er þetta satt“. Hún rak
upp dillandi kiaftakerlingarhlát-
ur. „í öllum guðanna bænum,
komdu mér í kynni við hann.
þegar öllu er lokið ykkar á milli.
Ég hefði gaman af að fá líka
tilefni til að hata hann . . .“ Og
hún hló og hló og þurrkaði tár-
in úr augnakrókunum.
FLÓTTINN FRÁ
COLDITZ
í’RAMHALD AF BLS. 17.
leið á löngu, áður en Englend-
ingar lágu aftur í garðinum í
smáhópum. Þýzki majórinn
hvarf, meðan á þessu stóð, því
að hann hafði ekki fengið nein-
ar skipanir frá yfirboðara sín-
um, og vissi þess vegna ekki,
hvað hann átti að gera. Rétt á
eftir hvarf „stormsveitin" einnig
á brott, verðirnir röltu bara nið-
urlútir og skömmustulegir leið-
ar sinnar, og var ósigur þeirra
með því móti alger.
— O —
Ölföng voru öll löngu til þurrð-
ar gengin í búðunum, og menn
tóku að stinga saman nefjum,
þagar tekið var að hugsa um
komandi vetur. Við stofnuðum
bruggfélag með aðstoð Nikis,
sem takizt hafði að afla gers hjá
Þjóðverja einum. Einhverjum
tókst að grafa upp heiðurspen-
ing frá bruggsýningu. Ég var
kjörinn bruggmeistari og veitti
forstöðu skiptingu gersins, en
auk þess bar ég heiðurspening-
inn í breiðum, rauðum borða.
Þegar forvitnir Þjóðverjar
spurðu, hvað heiðurspeningurinn
ætti að tákna, svaraði ég þeim
af stærilæti, að þetta væri stríðs-
heiðursmerki fyrir frábæra
framgöngu til að auka siðferðis-
þrek manna.
Ölgerðin varð fljótlega vinsælt
tómstundastarf, sem varð mjög
útbreitt vegna áhrifa brugg-
meistara og sveina hans. Brátt
mátti finna stórar krukkur og
alls konar önnur ílát við hvílu
hvers manns, og í öllu kraumaði
meira eða minna. Við notuðum
kúrennur eða fíkjur - sem við
fengum í Rauða krossbögglum
okkar -- en aðalatriðið var að
hver um sig fékk sem svaraði
fingurbjörg af geri til að kveikja
líf í dauðum vökva. Loks kom-
umst við þó að því, að gerið var
óþarft, því að nóg er af gerk!mi
á þurrkuðum ávöxtum, til að
hefja gerjun án utanaðkomandi
hjálpar. Mesti erfiðleikinn var
fólginn í að halda réttu hitastigi,
þar sem gerjunin krefst nokkurn
veginn jafns hita, 27 stiga á Cels-
ius. En við sigruðumst á þess-
um vanda með því að notast við
líkamshita okkar, „lágum á“, eins
og við kölluðum það. Það varð
dagleg sjón að sjá fjölda foringja
liggja í rúminu um daga, vafða
innan í ábreiður, en á milli okk-
ar og brekánanna höfðum við
öll okkar bruggílát. Sjálfgerjun-
in stóð í tvær vikur! Sumir „út-
ungunar“foringjanna voru
heppnir að því leyti, að rúm
þeirra voru í grennd við raf-
magnsperur. Voru þá gerðar
„ungamæður", gerður einskonar
skápur, þar sem bruggílátunum
var hlaðið, og síðan var perun-
um komið fyrir neðst í skápn-
um, svo að hitinn leitaði upp
og vermdi bruggtækin. Voru
mjög fjörug viðskipti í bruggun-
arhlutabréfum, og menn stofn-
uðu stór og voldug félög.
Ekki leið á löngu, áður en við
fórum að efna til fjörugra kvöld-
samkvæma og bjóða föngum af
öðrum þjóðernum til drykkju
með okkur. Einn daginn bauð svo
— VIKAN 6. tbl.