Vikan


Vikan - 06.02.1964, Síða 49

Vikan - 06.02.1964, Síða 49
bruggunarfélag okkar „frábær- um fyrirlesara'* til að flytja fyr- irlestur um leyndardóm eiming- ar! Og þar sem mannleg náttúra er alltaf söm við sig, leið ekki á iöngu, áður en við vorum nið- ursokknir í að framleiða whisky. Ég rændi löngu blýröri úr biluðu salerni og gerði úr því spíral, sem var síðan innsiglaður í stórri, 20 þumlunga hárri aldin- maukskrukku. Eimingartæki þetta varð eign Brugg- og brenni- vínssamsteypunnar, og næstum á hverju kvöldi eftir að ljósin höfðu verið slökkt, var tekið til við aimingu, sem haldið var áfram langt fram á nótt. Við unnum í flokkum, og reiknaðist hverujm vinnuhópi dálítill hundraðshluti framleiðslunnar fyrir fyrirhöfnina. Ég ætti ef til vill að gefa hér þá skýringu, að eiming táknar einungis, að fram- leiddur er sterkari drykkur úr öli eða víni, sem fyrir hendi er. Þannig er konjak ekkert ann- að en eimað þrúguvín. Við köll- uðum framleiðslu okkar einfald- lega „eldvatn" og nafnið var réttnefni. Eftir nokkurn tíma vorum við búnir að nota svo til alla rúm- botna okkar til að halda uppi suðu í bruggkatli okkar. Lang- ar raðir foringja, sem „lágu á“, voru skringilegri útlits en nokkru sinni, því að þeir urðu að hanga í rúmum sínum, sem voru næstum botnlaus, og efri hvílurnar gátu hvenær sem var hrapað ofan á þær, sem undir voru. Þessu fylgdi því talsverð áhætta fyrir þá, sem bjuggu á „neðri hæð“. Þjóðverjar fram- kvæmdu árangurslaust eftirlit á rúmbotnum okkar, merktu meira að segja rúmfjalirnar til að verja þær ásælni okkar, en því mið- ur, merkin gátu brunnið eins og sjálfur viðurinn, svo að þetta var til einskis. Eimingarstarfsemin var dular- full athöfn, sem fram fór í nær algeru myrkri á eldavélinni í eld- húsinu. Bruggararnir lutu yfir ketilinn, hlustuðu eftir suðu- hljóðinu, sem sagði þeim, að eimingin væri byrjuð. Risaskugg- ar af mönnum stigu dans um veggina, meðan eldinum var haldið við af kostgæfni. Eim- ingin krafðist stakrar aðgæzlu og umhyggju, því að margra vikna starf var hægt að eyði- leggja á fáeinum mínútum, ef aðgæzla var ekki viðhöfð, svo að vökvinn, sem fór um spírai- inn varð of heitur og vínandinn gufaði upp. Eiming fer fram við 80 til 90 stiga hita á Celsius. Þar sem við höfðum engan hitamæli, sem við gátum treyst á, urðum við að dæma allt eftir hljóðinu, sem við heyrðum frá tækjunum — og það var hlut- verk sérfræðinga okkar, og þess vegna máttu þeir reikna sér nokkurn hlut fyrir fyrirhöfn sína! Þegar vínandinn kom í dropa- tali úr eimingartækinu, var hann mjólkurhvítur. Hann var settur á flöskur, og eftir fáeina daga var hann orðinn kristals- tær, en á botninn settist hvítt botnfall. Tærum vökvanum var síðan hellt á aðra flösku. Sá vökvi var „eldvatn“. Botnfallið hvíta var að öllum likindum blý- ildi — baneitraður andskoti — en ég gat þó aldrei gengið úr skugga um það, og engum varð þetta að fjörtjóni. Þegar okkur safnaðist reyns1a og Pólverjar veittu okkur að- stoð, tókst okkur að framleiða ýmsar tegundir sterkra drykkja, sem Pólverjar heimtuðu að væru kallaðar „vodka“. Okkur stóð á sama um þá nafngift, en ekki held ég, að þetta vodka okkar hafi verið tilvalið ti! að drekka með styrjuhrognum. En hinu er ekki að leyna, að þetta var eldsterkur drykkur, sem brenndi mann ofan í maga. Leið ekki á löngu, áður en við Englendingar áttum ágætan vín- „kjallara“, þar sem „árgangar“ fóru að safnast saman. Við hlökk- uðum sannarlega til jólanna 1941, þegar framleiðslan var í góðum gangi. FJÓRIR f RÖÐ Ég framkvæmdi dálitla athug- un á leiksviði leikhússins, sem var á þriðju hæð í „leikhúsbygg- ingunni. Með því að fjarlægja nokkur tréþrep, sem lágu upp að leiksviðinu frá einu búnings- herbergjanna, gat ég skriðið inn undir sviðið og athugað þann hluta gólfsins yfir lokaða her- ebrginu, sem vissi að þýzku varð- mannabyggingunni. Von mín brást heldur ekki. Þarna var ekki um nein gólfborð að ræða, að- eins tíu sentimetra þykkt lag af mold og hálmi, sem hvíldi á loítpússningu herbergisins fyrir neðan. Ég litaðist síðan um eftir heppilegum mönnum til að taka þátt í strokuti’rauninni, sem ég var með í huganum. Ég valdi fimm eða sex líklega menn. Ég sagði við þá, eins og ekkert væri, að ég gæti hjálpað þeim til að komast frá Colditz, ef þeir tækju að sér að afla góðra eft- irlíkinga á einkennisbúningum þýzkra liðsforingja. Það var EINANGRIÐ^ GEGN HITA OG KULDA Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum árum í spöruðu eidsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en háifkalt (illa einangrað). STEINULL H.F. Lækjargötu — Uafnarfiröi — Sími 50975. 1 VIKAN 6. tbl. — 4Q

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.