Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 2
Takið pennann upp -
blekið kemur strax
SKOLAPENNINN
PENOL tjálfblck.
ungurinn er meS
Quink
blekfyllingu.
PENNIOG
BLÝANTUR I
GJAFAÖSKJU
NVl ■
penol
Reynslan sannar, að PENOL skólapenninn er áreið-
anlegasti skólapenninn, sem nú er völ á. Hann
er einkar sterkur, og nýja blekkerfið tryggir, að
blekið þornar ekki, þótt penninn liggi ónotaður.
Hann tekur við sér um leið og hann snertir pappír-
inn — ómetanlegur kostur í daglegri notkun.
^ PENOL sjáifblekungurinn er framleiddur með
hinum eftirsótta, sveigjanlega penna.
PENOL sjálfblekungurinn er með nýju blek-
kerfi - PENOL-EVERSHARP.
PENOL sjálfblekungurinn er framleiddur úr
óbrjótanlegu undraefni: „DELRIN".
PENOL sjálfblekungurinn er þægilegur í
hendi, fallegur í útliti og viðurkenndur af
skriftarkennurum.
15352
Það cr ávallt bezt að skrifa með sjálfblekungi. Kaupið því PENOL sjálfblekunginn strax í dag.
Hann kostar 153,50 með Quink blekfyllingu, og fæst í öllum bókaverzlunum Innkaupasambands
bóksala.
í
alvoru:
Því ekki
bílsfióraeftipBif?
Við höfum komið á þeirri á-
gætu reglu að viðhafa opinbera
skoðun á bílum einu sinni á ári
hverju. Þar skilst mér að við sé-
um jafnvel á undan ýmsum öðr-
um fjölmennari þjóðum. Vafa-
laust kemur árleg skoðun bif-
reiða í veg fyrir fjölda mörg
slys, sem hljótast mundu af va:i-
rækslu manna, þegar enginn set-
ur stólinn fyrir dyrnar. sú skoð-
un heyrist stundum, að æskilegt
væri að skoða bíla tvisvar á ári
hverju; það kann að fara fljótt
úr lagi aftur, sem lagað er fyrir
skoðun og er þá látið dankast
eins lengi og kostur er. En skoð-
un bifreiða er mikið fyrirtæki
og sjálfsagt verður bið á að hún
verði framkvæmd tvisvar á ári.
Hinsvegar ber brýna nauðsyn
til að koma á öðru eftirliti:
Bílstjóraeftirliti, sem einnig færi
fram árlega. Það er deginum
ljósara, að allmikið vantar uppá
að allir þeir bílstjórar, sem að
staðaldri stjórna bílum í um-
ferðinni í Reykjavík, séu þeim
vanda vaxnir og það er ekki
síður hættulegt en lélegar brems-
ur eða biluð stefnuljós. Allmik-
ill grunur leikur á því að þeir
menn, sem kenna fólki á bíl,
séu ekki fyllilega með á nótun-
um um það, hvers krafist verður
af bílstjóra í borgarumferð. Það
er ekki nóg að brýna það sífel't
fyrir nemanda í bílaakstri, að
varúð og hægri handar akstur
sé það meðal sem dugi í borgar-
akstri. Einhverra hluta vegna ek-
ur alltof stór hluti af bílstjórum
eins og þeir væru aleinir í um-
ferðinni, — afar varlega, ekki
vantar það, en gjarna á miðri
götu eða jafnvel á miðju striki
og séu einhver stefnuljós gefin,
þá er það gert eftir að komið er
í beygjuna. Þar fyrir utan er al-
mennur sljóleiki afar almennur
umferðarsjúkdómur hér. Margir
sýnast ekki hafa hugmynd um
umferðarreglur í smáatriðum,
eða fara að minnsta kosti ekki
eftir þeim. Það væri ágætt að
hressa svolítið upp á minnið hjá
sumum svo sem einu sinni á ári.
Þá mundi vafalítið fara líkt fyrir
þeim og gömlu bílunum, sem ekki
standast skoðun. Þeir mundu
verða að lesa upp og læra betur,
taka próf að nýju, ef þeir vildu
þá halda áfram að hafa réttindi.
Þetta þættu ef til vill full harka-
legar aðferðir, en það er bara
ekkert einkamál manns, hvernig
hann ekur bíl á almannafæri g.