Vikan


Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 43

Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 43
Þau er auðvelt að setja sig í spor Sveins. Hann hafði búið í 16 ár á þessu afskekkta koti og misst þar tvær eiginkonur sínar, þá síðari eftir mjög stutta sam- búð. Þótt fallegt sé þar heima, er ekki von, að hann festi yndi þar eftir þetta. Selkotið var selt, og Sigsteinn Pálsson, bóndi á Blikastöðum í Mosfellssveit, keypti það og hafði þar geldpen- ing í seli á sumrum. En nú hefur Þingvallasveit keypt kotið fyrir upprekstrarland. Sveinn sagði okkur, að þetta hefði verið ágætis kot. Þar hafði hann lengst af tvær til þrjár kýr, og um 80 fjár. Á hans búskapar- árum gerði mæðiveikin mikinn usla í búfé bænda, og Sveinn fór ekki varhluta af henni. Hún réði miklu um, að bústofninn varð ekki meiri. Stíflisdalur er nú í eyði, en nytjaður frá Brúsastöðum, sem fyrr segir. Það þykir ekki glæsi- legt að setjast þar að, því í aust- anvert Stíflisdalsvatn rennur á, sem Kjálká heitir, og getur orðið hinn versti farartálmi. Húp hef- ur lokað Stíflisdalsmenn inni lapgtímum saman, og það jafn- vel strax um réttarleytið á haust- m. — Stíflisdalur er nú í eigu tveggja Reykvíkinga, sem njóta þar kærkominnar útiveru á sumrin. Suðvestan í Stóra-Straumfelli, sem er vestur af Stíflisdalsvatni, er Fellsendi. Þar búa systur tvær, Dóra og Margrét Helgadætur, ásamt sonum Dóru, Gunnari og Helga Þórissonum. Þegar við komum þar, var þar einnig sum- arsveinn, 13 ára gamall Yest- mannaeyingur, Stefán Gíslason, en Helgi Þórisson var að heiman. Þeir bræður skiptast á um að vinna að heiman, því búið er fremur lítið, um 100 fjár, 2—3 kýr og fáeinir hestar. Hins veg- ar er Gunnar útskrifaður af Hvanneyri, og hefur fullan hug á að auka búið. í Fellsenda er nýlegt íbúðarhús, og ekki kæmi mér á óvart, þótt bræðurnir kæmu sér upp myndarlegu búi á þessari jörð, sem er næst Reykjavík Þingvallabæja, en þó með þeim afskekktari. Og þá er aðeins einn bær eftir í Þingvallasveit. Það er Stíflis- dalur II, nýlega byggður úr Stíflisdalslandi. Hann er í eyði, nema hvað íbúðarhúsið þar er í viðlögum notað fyrir sumarbú- stað. Reyndar vissi ég ekki fyrr en í fyrrasumar, að þessi bær héti Stíflisdalur II, því ég þafði aldrei heyrt hann kallaðah annað en Skæringsstaði, en það nafn var dregið af manni, sem bjó um hríð á þessum bæ og Skæringur hét. Meira kann ég ekki um þann bæ að segja, en til gamans má geta þess, að lítilli frænku minni, sem fékk að fljóta með í þessari ferð, varð að orði, þegar hún sá á hlöðuþakinu fót undan gamalli vindrafstöð: — Nei, sko, hér er sjónvarp í fjósinu! Þar með er lokið yfirreið Vik- unnar um Þingvallasveit. Ég hafði gaman af þessum fjórum dögum, sem í þetta fór, og það er ekki laust við, að mér finn- ist ég eiga svolítið í sveitinni eftir þetta. Þetta er aðlaðandi sveit og þar býr gott fólk. Næst- um undantekningalaust var okk- ur afburðavel tekið, og hvergi illa. Og það var svo sem ekki nema eðlilegt, að sumum þætti óþarfi af stólsetumönnum og orðahnoðurum úr Reykjavík að vera að trufla saklausa sveita- menn um hásláttinn, rekja úr þeim garnirnar og heimta svo myndir í ofanálag. En Þingvallasveit er hérna rétt hjá höfuðborginni. Eins og séra Eiríkur sagði: — Þingvallasveit er orðin í útjaðri Reykjavíkur, og hefur alveg sömu aðstöðu og Mosfellssveit hafði fyrir ekki ýkja möirgum árum. Þetta er ekki nema tíálftíma sprettur á sæmi- lega hraðskreiðum bíl. Nema á veturna. Þá er hætt við, að hálftíminn geti orðið þrjú kortér. EINKALÍF EIGINKON- UNNAR Framhald af bls. 13. James Howgill kunni því illa, að eiginkona hans lægi undir grun. — Það er ákaflega ólíklegt, sagði hann. — Mannleg náttúra, varð Bates að orði, og þar með var sú hlið málsins útrædd hvað hann snerti. — Maður heldur sig vita allt; svo kemur það allt í einu á daginn, að maður vissi ekki neitt . . . hve ná- kvæmlega viljið þér að fylgzt verði með henni? — Fyrirgefið? — Eini og sami maðurinn getur ekki unnið stanzlaust allan sólar- hringinn, sagði Bates, og það var eins og hann tæki á sig einhvern fagmannssvip, þegar hann fór áð ræða um greiðslur og starfstilhögun. — Það er Ifka mannleg náttúra, þótt annars eðlis sé . . . Starfs- reynsla okkar, áratugum saman, hefur kennt okkur að haga þessu þannig, að það komi að sem beztu gagni. Við vinnum yfirleitt þrfr sam- an; skiptum með okkur sólarhringn- um í þrjár átta stunda vörzlur — frá klukkan átta að morgni til fjög- ur síðdegis; kluþkan fjögur síðdegis til tólf á miðnætti, og loks frá tólf á miðnætti til klukkan átta að Úrval af íslenzkum og erlendum hljómplötum er alltaf fyrir- liggjandi hjá okkur. A meðal nýlegra íslenzkra platna, sem allir íslenzkir listunnendur verða að eiga, má nefna ALPC 5 og ALPC 6 með orgeltónlist leikinni af dr. Páli ísólfssyni, CPMA 2 og CPMA 3 með upplestri Davíðs Stefánssonar úr eigin verk- um, CGEP 45, CGEP 55, CGEB 58, CGEB 59, 45-DPI 3 og 45- DPI 4 með söng Karlakórs FóstbræSra, CGEP 50, CGEP 51, CGEP 52, CGEP 53, CGEP 5 með söng Karlakórs Reykjavíkur, ALPC 3, CBEP 4 og CBEP 10 með píanóleik Gísla Magnússonar, BLPC 2, 7ERC 5 og 7ERC 6 með píanóleik Rögnvalds Sigurjóns- sonar, CBEP 7 með fiðluleik Björns Ólafssonar, o. m. fl. Einnig má nefna merkar útgáfur, sem væntanlegar eru á næst- unni, t. d. hljómplata, er gefin verður út af tilefni 20 ára afmælis íslenzka lýðveldisins með frægum ræðum frá ALÞINGISHÁTÍÐINNI 1930 °9 LÝÐVELDISHÁTÍÐINNI 1944 fluttar af ræðumönnunum sjálfum. Svo er væntanleg hljómplata með upplestri Halldórs Laxness og DavíSs Stefánssonar, ný hljómplata með íslenzkum rímnasöng, o. s. frv. Með því að eignast hljómplötur þessar flytjið þér merka þætti íslenzkrar listar inn á heimili yðar. FHLKINN H.F. - hljómplötudeild Laugavegi 24 — Simi 18670. VIKAN 27. tbl. 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.