Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 7
Líklega verður Elísabet Bretadrottn-
ing orðin léttari, þegar þetta blað
kemur út, og þá upplýst, af hvoru
kyninu barnið er. En það skiptir ekki
svo miklu máli í þcssu tilfelli, þvi
hér verður aðeins rætt um tilvonandi
nafn barnsins. Féhyggjumenn í Bret-
landi gera sér það nú til gróða að
efna tii veðmála um nafn barnsins.
Flestir veðja á nöfnin GEORGE,
PHILIP og MARY. Einn veðjarinn
hefur boðizt tii að leggja 50 þúsund
pund á móti einu um það, að barnið
komi til með að heita NIKITA. Nú
er vitað, að prins Philip er maður
glaðbcitinn og glettinn, og er jafnvei
gert ráð fyrir, að hann muni fá ein-
hvern kunningja sinn til þcss að veðja
fyrir sig einu pundi á það, að barnið
hljóti nafnið Nikita, og smygli svo inn
nafninu í röðina, cn eins og venju-
lega er talið, að þetta kóngabarn fái
mörg nöfn f röð — svo sem Philip
George Andrew Alexander Edward
Albert og svo framvegis. Þá væri
kannski hægt að gauka Nikita inn f,
svo lítið bcr á. Og þá er prins Philip
orðinn 50 þúsund pundum ríkari.
Ýmsir halda, að þeir hafi sett met
í svefnlcysi, þegar þeir verða and-
vaka nótt og nótt. Þeir hefðu hins
vegar gott af þvf að hugleiða heims-
met finnska verkamannsins Toimi
Silvio, sem þrátt fyrir viðvaranir
lækna hélt sálargluggunum opnum
samtals í 21 sólarliring. Þegar Óli Lok-
brá hótaði að beygja hann undir vilja
sinn, svaraði hann með þvf að fara
langar göngufcrðir og baða andlitið
upp úr snjó. Hins vegar vitum við
ekki, hve lcngi hann svaf, cftir að
til þess að þýða „call-girls“ með
,,símadömur“, þótt það megi augljós-
lega ekki, vcgna okkur ágætu stúlkna,
sem starfa við sfmaafgreiðslu á fylli-
lega siðsaman og heiðarlegan hátt. En
um leið og við auglýsum eftir góðri
þýðingu á fyrrgreindu, birtum við
myndir af nokkrum þckktum síma . . .
„call-girls ‘. Á myndinni hér að ofan
sjáum við framkvæmdastjóra „call-
PÍrls'LliHnn’C í Npw "Vnrlr ciálfa
Esther Vigliatore. Það er hún, sem
er glaðleg í fasi með uppréttar hend-
ur, og virðist ekki dýr í rekstri, hvað
undirföt snertir. Hér fyrir ofan er
svo sjálf Mandy Rice-Davis, sem fræg
varð af Keelcr-málinu, og bak við
rimlana á myndinni hér að neðan er
Cliristine vinkona okkar Keeler. Þær
reyndu báðar miðin í New
ekki
Sameinuðu þjóðunum, en sncru síð-
an aftur hcim til London, því þar var
lífvænlegra. Eigi að síður fara miklar
sögur af því, hve góðu lífi þær lifa,
sem reyna lcikni sína meðal S.þ.-full-
trúa, og fjórða myndin er einmitt af
einni í félagsskap slíks fulltrúa, enda
munu þeir hafa sæmilcgt kaup, og
hver veit, nema risnan hciman að frá
borgi líka „síma“reikninginn!
Um það lcyti, sem mál Jacks Ruby
var fyrir dómstólunum, fluttu stór
blöð í Evrópu og USA „sjálfsævisögu“
Jacks Ruby og slógu henni vel upp.
Þótt ekkert kæmi merkilegt fram í
þessum grclnum, gleypti almenningur
við þessu og las ritvcrkið af miklum
áhuga. Blöðin kcpptust um að kaupa
það, og höfundurinn, lausgöngu blaða-
rnaður að nafni William Woodfield
græddi á tá og fingri.
En svo kom á daginn, að Ruby sjálf-
ur átti ekki eltt cinasta orð í þessarl
frásögn, og hún hafði eingöngu orðið
til í heila Woodficld, og þá dró ský
fyrir sólu. Ritstjórnir ýmissa blaða um
allan heim fylltust ofsalegri bræði, og
það er hætt við, að Woodfield verði
að skila ágóðanum og gott betur . . .
NILFISK
NILFISK
bónvélar
eins og NILFISK
ryksugur:
AfburSa verkfæri
í sérflokki.
__________________________I
verndar gólfteppin-
þvi að hún hefur nægilegt sogafl
og afburða teppasogstykkl, iem
rennur mjúklega yfir teppln, kemst
undir lægstu húsgögn og DJÚP-
HREINSAR jafnvel þykkustu gólf-
teppi fulkomlega, þ. e. nær upp
sandi, smásteinum, glersalla og
öðrum grófum óhreinindum, sem
berast inn, setjast djúpt í teppln,
renna til, þegar gengið er á þeim,
sarga undirvefnaðinn og slíta
þannlg teppunum ótrúlega fljótt.
NILFISK slítur aUs ekki tepp-
unum, þar sem hún hvorkl bankar
né burstar, en hreinsar aðeins
með rétt gerðu sogstykki og
nægilegu sogafli.
Aðrir NILFISK kostir:
* Stillanlegt sogafl * Hljóður
gangur # Tvöfalt fleiri (10) og
betri sogstykki, áhaldahllla og
hjólagrind með gúmmihjólum
fylgja, auk venjulegra fylglhluta
* Bónkústur, hárþurrka, málning-
arsprauta, fatabursti o. m. fl.
fæst aukalega.
# 100% hreinleg og auðveld tæm-
ing, þar sem nota má jöfnum
höndum tvo hrelnlegustu ryk-
geyma, sem þekkjast i ryksugum,
málmfötu eða pappírspoka.
# Dæmalaus endlng. NILFISK
ryksugur hafa verið notaðar hér-
lendis jafn lengi og rafmagnið, og
eru flestar i notkun enn, þótt
ótrúlegt sé.
# Fulikomna varahluta- og við-
gerðaþjónustu önnumst við.
Hagstætt verð.
Góðlr greiðsluskilmálar.
Sendum um aUt land.
ÚRVAL ANNARRA HEIMILISTÆKJA:
ATLAS kæliskápar, frystikystur — BALLERUP hrærivélar — BAHCO eld-
húsviftur, tauþurrkarar, gufubaðstofutæki — FERM þvottavélar, þeytivind-
ur, strauvélar — GRILLFIX grillofnar — FLAMINGO straujárn, úðarar,
snúruhaldarar — ZASSENHAUS rafmagnskafflkvarnir, brauð- og áleggs-
sneiðarar — Hraðsuðukatlar, vöfflujárn, brauðristar, eldhúsvogir, baðvogir o.fl.
SÍMI 1-26-06
SUÐURGATA 10
REYKJAVÍK
O.KORMERUP-HANLSEM F
Undirrit. óskar nánari upplýsinga (mynd, verð og greiðsluskilmála)
um: ......................................................................
Nafn .................................................................... .
Heimili ..................................................................
Til FÖNIX s.f., Suðurgötu 10, Reykjavík.