Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 18
Síðari tilutí
maður gæti haldið, að það
væri eldra en það er, en það
er byggt fyrir alþingishátíð-
ina 1930. Einhvern veginn
finnst mér, að þjóðgarðsvörð-
ur á Þingvöllum ætti skilið,
að yfir hann væri byggt betra
hús, sem rúmaði betur en
þetta gerir. Ég gæti trúað, að
þarna væri einhvern tíma
þröngt, þegar öll börn þeirra
hjóna eru heima, 9 talsins. En
þau hjónin kvörtuðu ekki, og
þá er líklega óþarfi að ég
geri það.
Ég spurði frú Kristínu,
hvemig henni líkaði veran á
Þingvöllum, eftir áratuga dvöl
á Núpi í Dýrafirði. Hún lét vel
yfir því, og sagði sér standa
að mestu á sama, hvar hún
sýslaði við potta og pönnur.
En verst þætti henni, hve stað-
urinn væri einangraður á vetr-
um. Vegaþjónusta er engin 9
mánuði af árinu, nema hvað
starfsmenn vegagarðarinnar,
undir forystu Eyvindar Jónas-
sonar frá Stardal, væru ein-
staklega almennilegir og
hjálplegir við að ryðja snjó
af veginum. En þá kemur það
til, að ekki er áætlunarferð
nema einu sinni í viku, úr
bænum klukkan 10 og í bæ-
inn klukkan 12. Að vísu er
ferð austur aftur um kvöldið,
ef einhverjir farþegar eru, en
með því að fara í bæinn um
hádegi, fást ekki nema 3—4
tímar til að verzla, og það er
tæpast nóg, þegar heimilið er
stórt. Á sumrin eru daglegar
ferðir til Þingvalla, úr bæn-
um kl. 1,30 og í bæinn klukk-
an 8. Sem sagt, ef frú Kristínu
eða eitthvert barnanna langar
í bíó, verða þau að fara í bæ-
inn, gista, hafa ofan af fyrir
sér fram á kvöld, fara í bíó,
gista, hafa ofan af fyrir sér
til hádegis, en komast þá
heim. Eða ef verzlunarferð er
Séra Eiríkur á Þingvöllum og Krlstin
kona hans, ásamt þrcmur barnanna: Ás-
mundi, Aldísi og Ágústu.
Hótel Valhöll er annars orð-
in allra vistlegasti greiðasölu-
staður, og þeir sem hafa sneitt
hjá henni upp á síðkastið
vegna myglulyktarinnar, sem
allt ætlaði að kæfa í veitinga-
salnum hér fyrir fáeinum ár-
um, geta nú óhræddir gengið
með þeffæri sín í húsið. Og
þjónustan er ágæt. Hins veg-
ar mætti beina þeim tilmæl-
um til sumra starfsstúlkna
hótelsins, að þær hefðu lokið
við að greiða sér, áður en þær
fara að sniglast um fyrir aug-
liti gestanna. Rúllur eru leið-
inglegur höfuðbúnaður, jafn-
vel þótt skuplu sé skotið yfir,
og hárþurrkur kosta ekki
Gamli Þingvallabærinn og kirkjan fara vel að umhverfi sínu. Þar býr Þjóð-
garðsvörður, og þar er sumaraðsctur ríkisstjórnarinnar.
Við lukum yfirreiðinni um Þing-
vallasveit síðast í maí á þessu ári.
Veðrið var eins og það getur bezt
verið, þegar á annað borð eru skúr-
ir. Á milli var sólskin og breyskju-
hiti. Við komum mátulega í mat í
Valhöll; átum súpu Agnes Sorrell,
og ég mæli með Agnesi. Svo feng-
um við ristaðan silung í remúlaði-
sósu og kaffi á eftir. Þetta kostaði
226 kr. fyrir báða. Og ég hef aldrei
fengið betur matreiddan silung.
nema nokkur hundruð krónur.
Séra Eiríkur J. Eiríksson
var ekki heima, þegar okkur
bar að garði á Þingvöllum, en
kona hans, Kristín Jónsdóttir,
tók vel á móti okkur og sýndi
okkur húsið, meðan við bið-
um eftir séra Eiríki. Þau hjón-
in hafa nyrðri enda hússins
fyrir sig, en suðurendinn er
stjórnarbústaður. Húsið er
þokkalegt, en fremur lítið, og
AFOAIASVEIT
I
ALFARAISO
Efst er friðunarplaggið á Brúsastöðum. í
miðju er kvenfólkið á bænum. Það er Gréta
húsfreyja, sem heldur á yngstu heimasæt-
unni, Kristínu. Neðst er Kristín með Gerði
systur sinni, og hundum bæjarins.
um að ræða, fara í bæinn, gista, verzla
fram að hádegi, fara heim.
Og það er jafn langt til Þingvalla
og Keflavíkur.
Hins vegar vegur það nokkuð upp á
móti, að sérleyfishafinn er greiðvikinn
og hugulsamur. Þau hjónin verzla tals-
vert við Kaupfélag Kjalarnesþings, og
fá það sent með áætlunarbílnum.
Að vísu er bíll á svo að segja hverj-
um bæ í Þingvallasveit. En það er
oft erfitt með ferðalög á veturna, því
Texti Sigurður Hreiöar - Liósmyndir Kristfán Magnússon
18
VIKAN 27. tbl