Vikan


Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 26

Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 26
FerSahandbókin er fyrsta flokks! Það er nauðsynlegra er flesta grunar, að hafa góða ferða- hanðbók til að glugga í áður en fríið hefst. Það er svo ótrúlega margt, sem maður þarf að vita áður en lagt er af stað í sumarfríið, — miklu meira en mann grunar, jafnvel þótt maður haldi að maður viti hreint allt um landið. Það kemur sem sé í ljós að það er langt frá því. Eftir að hafa séð Ferðahandbókina, sem kom út fyrir skömmu, undrast ég yfir hvernig ég hef komizt af án hennar hingað til. Þar fær maður upplýsingar og ábendingar um flest það, scm maður þarf að vita og muna. Þar er m.a. listi yfir það, sem gera þarf áður en Iagt er af stað, ábendingar frá bifreiðaeftirlitinu og lögreglunni, um- dæmisstafir bifreiða, Ijósatími, vegalengdir, bensínsölustaðir, veitinga- og gistihús, minja- og byggðasöfn, sæluhús, ferða- áætlanir ferðaskrifstofa bæði innanlands og utan, skipaáætlan- ir, flugáætlanir, bílaleigur, bifreiðaslóðir á miðhálendinu, sund- staðir og böð, grein um íslenzka fugla með myndum, eftir dr. Finn Guðmundsson, Leiðir um Vesturland, eftir Gísla Guðmundsson, miklar og góðar upplýsingar um kaupstaði og kauptún, — og meðfylgjandi grein um lax og silungsveiði, eftir Þór Guðjónsson veiðimálastjóra, ásamt mörgu öðru. Bókin er þægileg að stærð og verði (kr. 90,00) og prentuð á mislitan pappír, sem auðveldar notkun hennar. Útgefendur og ritstjórar eru þeir Örlygur Hálfdánarson og Örn Marínósson. Hörðudalsá. Veiðifélag Hörðudalsár. Formaður Guðmundur Gísla- son, bóndi, Geirshlíð. Leigutaki: Haraldur Jónsson o. fl., Reykjavík. Miðá. Veiðifél. Miðdæla. Form. Hjörtur Einarsson, bóndi, Hundadal. Haukadalsá. Landeigendur. Áin hefur verið leigð út í tvennu lagi. Stangaveiðifélagi Akraness og Stangaveiðifélaginu Flúðir, Reykjavík. Laxá í Dölum. Veiðifélag Laxdæla. Formaður Þórður Eyjólfsson, bóndi, Goddastöðum. Leigutaki: Stangaveiðifél. Papi, Reykjavík. Fáskrúð. Landeigendur. — Leigutaki: Stangaveiðifélag Akraness. Kjarlagsstaðaá. Landeigendur. Hvolsá og Staðarhólsá. Veiðifélagið Laxinn. Formaður séra Ingiberg Hannesson, Hvoli. — Leigutaki: Hans Linnet, o. fl. Laugardalsá. Landeigendur. Leigutaki: Litla veiðifél., Reykjavík. Langadalsá. Landeigendur. — Leigutaki: Stangaveiðifélag ísfirð- inga og fleiri. Hvannadalsá. Landeigendur. - Leigutaki: Stangaveiðifélagið Álf- heimar, Reykjavík. Bjarnarf jarðará. Veiðifélag Bjarnarfjarðarár. Formaður Ingimund- ur Ingimundarson, Svanshóli. Selá. Veiðifélag Selár. Formaður Rósmundur Jóhannsson, bóndi, Gilsstöðum. Hrófá. Veiðifélag Hrófár. Formaður Daníel Ólafsson, bóndi, Trölla- tungu. Bakká. Veiðifélag Bakkár. Formaður Skúli Guðjónsson, bóndi, Ljótunnarstöðum. — Leigutaki: Tómas Magnússon o. fl. Laxá í Hrútafirði. Landeigendur. Leigutaki: Stangaveiðifél. Rvíkur. Hrútafjarðará og Síká. Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár. Form. Steingrímur Pálsson, stöðvarstjóri, Brú. — Leigutaki: Gísli Ásmunds- son o. fl., Reykjavík. Miðfjarðará. Veiðifélag Miðfirðinga. Form. Benedikt Guðmunds- son, bóndi, Staðarbakka. Leigutaki: Jóhannes Magnússon o. fl., Rvík. Víðidalsá. Veiðifélag Víðidalsár. Formaður Óskar Teitsson, bóndi, Víðidalstungu. — Leigutaki: Bergur Arnbjörnsson o. fl. Vatnsdalsá. Veiðifélag Vatnsdalsár. Formaður Guðmundur Jónas- son ,bóndi, Ási. — Leigutaki: J. Ashley-Cooper, Englandi. Laxá á Ásum. Veiðifélag Laxár á Ásum. Form. Guðbrandur ís- berg, fyrrv. sýslumaður, Blönduósi. — Leigutaki: Páll S. Pálsson, Hjalti Þórarinsson o. fl. Blanda og Svartá. Veiðifélagið Blanda. Form. Pétur Pétursson, bóndi, Höllustöðum. — Leigutaki Blöndu: Stangaveiðifél. A-Húna- vatnssýslu og Stangaveiðifél. Sauðárkróks. — Leigutaki Svartár: Kristinn Finnbogason o. fl., Reykjavík. Laxá ytri. Veiðifélagið Hængur. Form. Torfi Sigurðsson, bóndi, Mánaskál. — Leigutaki: Stangaveiðifélagið Fossar, Reykjavík. Sæmundará. Veiðifélag Sæmundarár. Formaður Halldór Benedikts- son, bóndi, Fjalli. — Leigutaki: L. S. Fortescue, Englandi. Húseyjarkvísl. Veiðifélag Húseyjarkvíslar. Formaður Tobías Sig- urjónsson, bóndi, Geldingarholti. — Leigutaki: Stangaveiðifélag Sauðárkróks. Fljótá. Landeigendur. Eyjafjarðará. Veiðifélag Eyjafjarðarár. Formaður Tryggvi Símonar- son, bóndi, Jórunnarstöðum. — Leigutaki: Stangaveiðifélagið Straum- ar, Akureyri. Fnjóská. Veiðifélag Fnjóskár. Formaður Tryggvi Stefánsson, Hall- gilsstöðum. Laxá í Aðaldal. Landeigendafélag. Formaður Steingrímur Baldvins- son, bóndi, Nesi. — Leigutakar: Laxárfélagið. Form. Kristinn Stefáns- son, próf., Krstinn Jónsson, Akureyri o. fl. Reykjadalsá. Landeigendur. Selá í Vopnafirði. Landeigendúr. — Leigutakar: Stangaveiðifélagið Flúðir, Akureyri. Vesturdalsá. Veiðifélag Vestúrdalsár. Formaður Friðrik Sigurjóns- Framhald á bls. 31. — VIKAN 27, tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.