Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 45
TRELLEBORG
ÞEGAR UM HJÓLBARÐA ER AÐ RÆÐA
TRELLEBORG
HJÓLBARÐAR
ÝMSAR STÆRDIR
Söluumboð: HRAUNHOLT VIÐ MIKLATORG
GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F.
laust klæddur, ber sig eins og hann
hafi gegnt herþiónustu alllengi. 2.
ókenndur karlmaður, er ekki að
öllu leyti ókenndur, þar sem hann
er skróður í gestabók gistihússins
undir nafninu Jack Carpenter,
bandarískur ríkisborgari, búsettur í
New York.
Jim Howgill var enn að lesa
þessa orðsendingu, án þess þó að
honum hefði tekizt að henda reið-
ur á þeim tilfinningum, sem hún
vakti með honum, þegar skrifstofu-
síminn hringdi. Karlmannsröddin,
sem hliómaði í eyra honum, var lág
og þægileg og vakti ósjálfrátt til-
trú manns.
— Herra Howgill?
- Já?
— Eg segi yður skilaboð frá
herra Bates.
— Hverium, segið þér? spurði
Howgill, utan við sig og ruglaður
af samsærishreimnum í röddinni.
— Herra Bates . . .
— Já, auðvitað, einka . . .
— Oldungis rétt, greip röddin
fram í fyrir hor.um. — Skilaboðin
eru svohlióðandi: Teljið þér ef til
vill ástæðu til að auka vörzluna með
tilliti til þeirrar vitneskju, sem þegar
er fengin?
— Já, það er nú það, svaraði
James Howgill. — Eg veit það ekki.
Og hann sagði það satt, hann hafði
ekki hugmynd um það. Þessi síð-
asta orðsending var furðulegt
plagg; honum þótti fyrir því, að
hafa komið þessu öllu af stað, en
nú var viðhorfið gerbreytt í sjálfa
sér. Eiginkona hans? Kona, sem sat
og hélt í hendina á bláókunnugum
manni meðan á sýningu stóð?
Drakk kampavín með Könum í gisti-
húsherbergi langt fram á nótt? Hún
hlaut að vera gengin af göflunum!
Hann reyndi að verða sér úti
um andartaks frest, á meðan hann
væri að átta sig. — Eruð þér kannski
einn af . . . Hvernig í fjáranum átti
hann að orða það svo að náunginn
móðgaðist ekki? — Eruð þér kannski
starfandi við rannsóknina?
— Eg er það, svaraði röddin dul-
arhreimi.
— Að hvaða leyti?
— Þér eigið við hvaða vörzlu-
tíma?
— Einmitt.
— Ég hætti störfum á miðnætti,
svaraði röddin.
— Allt í lagi, sagði James How-
gill eftir andartaks þögn, og var
þó auðheyrt á röddinni, að honum
var þetta ekki að skapi. — Þá það.
— Ég tel mig mega fullyrða, að
herra Bates sé mjög bjartsýnn, varð-
andi þá tillögu, sagði röddin og
lét síðan ekki meira til sín heyra.
Þó að herra Bates væri bjartsýnn,
þá var synd að segja að James
Howgill væri það. Hann var, væg-
ast sagt, einstaklega svartsýnn og
honum var þungt í skapi. Það var
blátt áfram ófyrirgefanlegur fífla-
skapur af Marjorie að haga sér
svona. Og víst var um það, að aldrei
hafði hún sýnt honum þessa hlið-
ina á sér; satt bezt að segja, þá
var þetta ólag á hjónabandi þeirra
fyrst og fremst því að kenna, að
hún fékkst aldrei til að fara neitt,
heldur sat heima við arininn alla
daga og allan ársins hring. En nú,
þegar hann var horfinn að heim-
an, þá sleppti hún fram af sér
beizlinu, svo um munaði. í raun-
inni var það ekki rétta orðið —
hún virtist hafa gersamlega sleppt
sér.
Og allt í einu fann hann vakna
hjá sér afbrýðisemi, í fyrsta skipti
í full tíu ár. Hvernig dirfðist 1.
ókenndi karlmaður að halda í hönd
Marjorie meðan á sýningu stóð?
Hvernig dirfðist Jack Carpenter,
þessi Kani, að gabba hana til að
sitja með sér að kampavínsdrykkju
fram á nótt? Hún var þó heiðvirð
kona, meira að segja enn eigin-
kona, fari það bölvað.
En — þetta var þó ekkert hjá því,
sem í vændum var.
Daginn eftir kom orðsending nr.
5. —• Kl. 10 fyrir hádegi var stór
blómvöndur sendur heim til hinnar
grunuðu. Ekki var upphafið
óskemmtilegt. — Rósir, að þv( er
bezt varð séð. Hin grunaða snæddi
hádegisverð með 1. ókenndum
karlmanni á veitingastaðnum í
dýragarðinum. 1. ókenndur karl-
maður virtist í slæmu skapi, og að
hádegisverðinum loknum sló í
sennu milli hans og hinnar grunuðu
úti fyrir slöngubúrinu, sem endaði
á því að hann hélt leiðar sinnar, en
hin grunaða heim til sín. Hún hafði
þar þó ekki langa viðdvöl; hélt til
fundar við 2. ókenndan karlmann
(Carpenter), ( Barchester gistihúsinu,
þar sem hún snæddi með honum
miðdegisverð.
— Hin grunaða drakk vín, og
heyrðist hafa við orð að sér leidd-
ist, og svaraði Carpenter því þá til,
að flugvél Locio — nafnið heyrð-
ist ekki greinilega — væri væntan-
leg klukkan eitt. Svaraði hin grun-
aða þá: — Almáttugur, — þekkirðu
hann? Og Carpenter svaraði: — Þó
það nú væri. Við höfum verið félag-
ar, síðan við vorum smápattar. Við
skulum koma út á flugvöll og taka
á móti honum.
— Klukkan tólf á miðnætti stigu
þau inn í leigubíl og óku út að
Heath Row flugvellinum. Tilkynnti
ég þeim, sem þá tók við vörzlunni,
hvert þau hefðu haldið og bauð
honum að veita þeim eftirför, og er
skýrsla frá honum væntanleg á
hverri stundu. Um leið og þau óku
af stað, varð hinni grunuðu að
orði: Er hann í rauninni eins ómót-
stæðilegur og af er látið? Svar
heyrðist ekki.
James Howgill var ekki farinn að
átta sig á þessu, þegar síminn
hringdi. í þetta skipti var það Bat-
es sjálfur, og rödd hans bókstaflega
titraði af geðshræringu. — Herra
Howgill, mælti hann. — Ég hygg
aði við höfum komizt að raun um
hluti, sem máli skipta.
— Hvað eigið þér við? spurði
James Howgill.
— Ég get ekki skýrt nákvæmlega
frá einstökum atriðum í síma, sagði
Bates stuttur í spuna. — En ég hef
þegar sent sérlegan boðbera af
stað með orðsendingu. Hann hlýtur
að koma á hverri stundu.
— Sérlegur boðberi? endurtók
James Howgill skelkaður. — Hvað
hefur komið fyrir?
— Þér hafið lesið síðustu orð-
sendinguna?
— Auðvitað.
— Þá vitið þér að hin grunaða
fór til móts við vissan mann á Heath
Row flugvellinum.
— Hvaða mann?
VIKAN 27. tbl. —