Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 11
húsgögnin. Sloppurinn lá í hrúgu á
gólfinu. Hún var steinsofandi, nak-
in undir aðeins einu teppi.
Bond horfði eins og f draumi á
auðan koddann við hliðina á henni.
Nei! Hann þreifaði eftir rofanum og
slökkti Ijósin. Nú þurfti hann aðeins
að skríða eftir gólfinu og inn í sitt
eigið herbergi. Hann komst að rúm-
inu og dróst upp á það. Hann rétti
út blýþungan handlegginn og skellti
honum á rofann við rúmið. Hann
hitti ekki. Náttlampinn datt á gólf-
ið og peran brotnaði. Með síðustu
kröftum velti Bond sér á hliðina og
lét svo svefnöldurnar lokast yfir
höfði sér.
Sjálflýsandi vísar klukkunnar í
herberginu stóðu á hálf tíu.
Klukkan tíu opnuðust dyrnar
hægt. Háan líkama bar sem skugga-
mynd móti upplýstum ganginum.
Þetta var karlmaður. Hann hlaut
að vera hátt f tvo metra. Hann
stóð á þröskuldinum með kross-
lagða handleggi og hlustaði. Þegar
hann hafði hlustað nægju sína gekk
hann hægt inn í herbergið og að
rúminu. Hann rataði mjög nákvæm-
lega. Hann laut áfram og hlustaði
á rólegan andardrátt stúlkunnar.
Eftir andartak lyfti hann hendinni
upp að brjóstinu og þrýsti á rofa.
Ljós með breiðum, mjúkum geisla
kviknaði. Það var fest á manninn
með belti yfir bringuna. Hann hall-
aði sér áfram, svo að dauft Ijósið
lýsti á andlit stúlkunnar.
Aðkomumaðurinn rannsakaði
andlit stúlkunnar í nokkrar mínútur.
Með annarri hönd tók hann teppið
frá höku hennar og dró það hægt
niður að fótagaflinum. Höndin, sem
tók af henni teppið, var ekki hönd.
Þetta var stálkló á stálarmi, sem
hvarf inn í svarta silkiermi. Þetta
var gervihönd.
Maðurinn horfði lengi á nakt-
an líkamann og hallaði sér til og
frá, þannig að Ijósið skein á all-
an líkamann. Svo kom klóin fram
aftur, lyfti teppinu upp af
fótagaflinum og lagði það yfir
stúlkuna. Stundarkorn stóð mað-
urinn enn og horfði á sof-
andi andlitið, svo slökkti hann
á luktinni á brjóstinu og gekk hægt
yfir herbergið í áttina þangað sem
Bond svaf.
Maðurinn eyddi lengri tíma við
rúmið hjá Bond. Hann rannsakaði
hvern drátt, hvern skugga á dökku,
fremur ruddalegu andlitinu, sem lá,
næstum í dauðadái, á koddanum.
Hann horfði á æðarslögin í háls-
æðinni og taldi þau og þegar hann
hafði tekið teppið ofan af mannin-
um, gerði hann það sama með
svæðið umhverfis hjartað. Hann tók
á handleggsvöðvum Bonds og lær-
vöðvum og horfði hugsi á hulinn
kraftinn í flötum kviðvöðvunum.
Hann hallaði sér jafnvel áfram til
þess að rannsaka líf og örlagalín-
urnar í opinni hægri höndinni.
Að lokum dró stálklóin teppið aft-
ur upp að hálsi Bonds. Eina eða
tvær mínútur stóð þessi hávaxna
vera yfir sofandi manninum, svo
sneri hún hægt við og hvarf út á
ganginn og dyrnar lokuðust með
daufum smelli.
14. KAFLl. - GERIÐ ÞIÐ SVO VEL.
Rafmagnsklukkan í svölu, dimmu
herberginu, inni í miðju fjallinu,
sýndi hálf fimm. Útifyrir var annar
kæfandi dagur á Crab Key. Á aust-
urenda eyjarinnar héldu fuglarnir
áfram að reisa hreiður sín eða
veiða í grunnu vatninu. Flestir fugl-
anna höfðu verið truflaðir svo oft
á þessu ári, að þeir voru hættir við
að gera sér hreiður. Á síðustu fá-
einum mánuðum, hafði ófreskjan
eyðilagt hreiðurbyggingar þeirra á
hverri nóttu og brennt aðsetursstað-
ina. Á þessu ári yrði ekki mikil
fjölgun. Sumir fuglanna voru með
hugleiðingar um að flytja til nýrra
landa og margir höfðu dáið úr
taugaóstyrk, sem grípur fuglaný-
lendur, þegar þar rtkir ekki lengur
ró og friður. Á hinum enda eyjar-
innar, þar sem dritið á fjallinu leit
út eins og jökultindur, höfðu skarf-
arnir eytt deginum eins og vant
var, með því að veiða fisk og
borga eiganda sfnum og verndara
hina daglegu únsu af dýrmætum
áburði. Ekkert hafði truflað þeirra
hreiðurgerð. Skarfarnir voru önn-
um kafnir við að útbúa hreiður
sfn. Bráðlega myndu kvenfuglarnir
byrja að verpa þremur eggjum
hver, og að meðaltali myndi fjölga
f hverju hreiðri um tvo litla skarfa.
Undir tindinum þar sem drit-
vinnslan hófst, voru um hundrað
svertingjar, menn og konur, að
Ijúka dagsverkinu. Enn einu sinni
höfðu fimmtíu rúmmetrar af driti
verið grafnir út úr fjallshlíðinni og
öðrum tuttugu fermetrum bætt við
vinnusvæðið. Þar fyrir neðan leit
fjallshlíðin út eins og vínekrur í
fjallahlíðum Ítalíu, nema hvað hér
var enginn vínviður, aðeins djúp-
ar hillur í fjallið. Og hér var f stað-
inn fyrir fenjauppgufunina annars
staðar á eynni, sterk amoníakslykt
og andstyggilegur, heitur vindur-
inn þyrlaði stöðugt Ijósgulu rykinu
í augu, eyru og nef þeirra, sem
unnu að greftrinum. En verkafólkið
var vant lyktinni og rykinu, þetta
var auðvelt og heilsusamleg vinna.
Þeir höfðu engar kvartanir fram að
færa. Síðasti vagninn lagði af stað
eftir teinunum niður hlíðina í átt-
ina að kvörninni og skilvindunni.
Það heyrðist í vælu og verkafólk-
ið axlaði verkfærin og lallaði af
stað niður að kofunum, sem var
aðsetur þeirra. Á morgun kæmi hið
mánaðarlega skip upp að fjallinu
hinum megin, inn í höfnina, sem
þetta fólk hafði hjálpað til við að
byggja tíu árum áður, en hafði
síðan ekki augum litið. Skipið þýddi
nýjar vörur og ódýra skartgripi og
þá yrði líka frídagur. Það myndi
verða fljótandi romm, dans og ágæt
slagsmál. Lífið var mjög gott.
Yfirmennirnir voru líka ánægðir
með tilveruna. Þeir voru allir Kín-
negrar, eins og þeir, sem höfðu
veitzt að Bond, Quarrel og stúlk-
unni. Þeir hættu vinnu sinni og
lögðu af stað til yfirmannabúðanna.
Þeir þurftu aðeins að standa vakt-
ir og sjá um útskipunina á morg-
un, að öðru leyti væri frí. Einnig
þeir mundu drekka og dansa og
svo færu fram hin mánaðarlegu
kvennaskipti. Nokkur „hjónabönd"
frá síðasta frídegi myndu halda
áfram í nokkra mánuði eða vikur,
eftir smekk „eiginmannsins", en
flestir hefðu frjálst val. Þeir gætu
valið úr nokkrum af eldri stúlkunum,
sem höfðu eignazt sín börn og
voru nú komnar aftur „á markað-
inn", en svo myndu einnig koma
nokkrar nýjar, sem höfðu náð til-
skildum aldri og væru nú í „fram-
boði" í fyrsta sinn. Um þær yrði
slegizt og blóð myndi renna, en
að því loknu yrði lífið eins og vant
væri næsta mánuð og hver maður
hefði konu til þess að annast sig.
Djúpt inn undir f jallsrótunum,
fjarri lífinu á yfirborðinu, vaknaði
Bond í sínu þægilega rúmi. Fyrir
utan höfuðverk leið honum vel og
fannst hann var vel hvíldur. Það
var kveikt [ herbergi stúlkunnar
og hann heyrði hana sýsla. Hann
sveiflaði sér framúr, forðaðist að
stíga ofan á brotin af lampanum,
gekk yfir að klæðaskápnum og fór
[ fyrsta sloppinn, sem hann festi
hendur á. Hann gekk að dyrunum.
Stúlkan hafði staflað sloppunum á
rúmið og var að máta þá fyrir
framan veggspegilinn. Hún var í
mjög fallegum slopp úr himinbláu
silki. Hann fór mjög vel við hörund
hennar. Bond sagði: — Þetta er sá
rétti.
Hún snerist á hæl og greip fyrir
munninn. Svo lét hún höndina síga.
— Nú, það ert þú! Hún brosti við
honum: — Ég hélt að þú myndir
aldrei vakna. Ég hef mörgum sinn-
um komið að líta á þig. Ég hafði
ákveðið að vekja þig klukkan fimm.
Hún er hálf fimm og ég er svöng.
Getum við fengið eitthvað að éta?
— Hvers vegna ekki? Bond gekk
yfir að rúminu. Um leið og hann
gekk framhjá henni tók hann um
mitti hennar og dró hana með sér.
Hann rannsakaði bjöllurofana.
Hann þrýsti á hnappinn sem merkt-
ur var herbergisþjónusta. — En
hvað með hina hnappana? spurði
hann. — Við skulum nota okkur
þetta allt.
Hún flissaði: — En hvað er „mani-
curist"?
— Það er handsnyrting. Það kem-
ur maður og lagar á þér neglurnar.
Við verðum að líta eins vel út og
við getum, þegar við hittum dr. No.
En það sem í rauninni vakti fyrir
Bond, var nauðsyn þess að komast
yfir einhverskonar vopn, og skæri
væru betra en ekki neitt. Alit var
betra en ekkert.
Hann þrýsti á tvær bjöllur í við-
bót. Hann sleppti stúlkunni og svip-
aðist um í herberginu. Á meðan þau
sváfu hafði einhver komið og fjar-
lægt leifarnar af morgunverðinum.
Á hliðarborðinu út við vegginn
var bakki með drykkjum. Bond fór
þangað og rannsakaði hann. Þar
var allt. Milli flasknanna voru tveir
matseðlar. Þeir gætu hafa verið frá
Savoy Grill eða Tuttugu og eitt eða
Tour d'Arugent. Bond renndi aug-
unum yfir annan þeirra. Hann byrj-
aði með Caviar double de Beluga
og endaði með Sorbet a la Champ-
agne. Og milli þessara tveggja rétta
var hópur af réttum, sem geymd-
ust mjög vel djúpfrystir. Bond henti
frá sér matseðlinum. Það var ekki
hægt að kvarta undan gæðum osts
ins í þessari gildru!
Það var barið að dyrum og May
kom inn. Henni fylgdu tvær aðrar
kínverskar stúlkur. Bond pantaði te
og ristað brauð fyrir Honeychile
og sagði þeim að laga hár henn-
ar og neglur. Svo fór hann inn f
baðherbergið og fékk sér fáeinar
aspiríntöflur og fór í kalt steypibað.
Svo fór hann aftur í kímanóinn, fann
að hann var asnalegur ( honum og
fór aftur inn [ herbergið. May spurði
hann hvort hann vildi ekki vera svo
vænn að velja það sem hann og
frú Bryce vildu fá í kvöldmat. Hrifn-
ingarlaust pantaði Bond kaviar,
glóðarsteikt lambakjöt og salat.
Þegar Honeychile neitaði að velja
fyrir sig, valdi hann melónu, steikt-
an kjúkling, á l'Anglaise og van-
illuís með heitri súkkulaðisósu fyrir
hana.
Um leið og May fór sagði hún:
— Doktorinn bað mig að spyrja,
hvort korter fyrir átta væri heppi-
legur tími fyrir ykkur?
Bond svaraði kurteislega að það
hentaði þeim prýðilega.
— Þakka yður kærlega fyrir,
herra Bryce. Ég kem þá að sækja
ykkur korter fyrir átta.
Bond gekk þangað, sem verið
var að snyrta Honeychile við snyrti-
borðið. Hann horfði á fingurna,
sem voru önnum kafnir við hár
hennar og neglur. Hún brosti ánægð
[ spegilinn. — Láttu þá ekki gera
þig alveg að fífli, sagði Bond og
sneri sér svo að bakkanum með
guðaveigunum. Hann blandaði sér
sterka blöndu af visky og sóda
og fór inn í sitt eigið herbergi. Þar
fór von hans um að ná [ einhver
vopn. Allt nýtilegt, skæri, þjalir og
slíkt var fest við snyrtifólkið með
keðju. Bond settist niður á óum-
búið rúmið og gleymdi sér við
drykkinn og drungalegar hugsan-
ir.
Snyrtifólkið fór. Stúlkan kom til
hans. Þegar hann reisti ekki höfuð,
fór hún aftur inn í sitt herbergi og
skildi hann eftir. Þegar Bond fannst
Framhald á bls. 48.
VIKAN 27. tbl. —